Fréttablaðið - 15.09.2012, Side 38

Fréttablaðið - 15.09.2012, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjaþjónusta LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 20122 Hjá Póstdreifingu starfa um 500 manns og er stærstur hluti þeirra póst- og blað- berar sem starfa við dreifingu á blöðum, markpósti, tímaritum og fjölpósti. Sérhæfðar lausnir Anna Bára Teitsdóttir, deildar- stjóri sölu- og markaðsdeildar, segir þjónustu Póstdreifingar hafa verið fagnað af fjölmörgum útgef- endum blaða og fjölpósts þar sem fyrirtækið hefur einsett sér að vera leiðandi í verði á markaði. Enn fremur segir Anna Bára að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérhæfðar lausnir. „Við eigum í góðu samstarfi við margar prent- smiðjur og auglýsingastofur sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda á sviði dreifingar.“ Þá nefnir Anna Bára einnig í því sambandi markhópatengda dreifingu á fjöl- pósti þar sem hefðbundið dreifing- armynstur er brotið upp. „Þannig getur til dæmis lítið fyrirtæki eða einyrki sent út fjölpóst á ákveðið svæði innan póstnúmera, til sér- býla eða fjölbýlishúsa allt eftir því hvað hentar markhópnum hverju sinni. Nú fer að ganga í hönd anna- samasti tími ársins og eru fyrir- tæki þegar farin að tryggja sér dreifingardag á kynningarefni og gera ráðstafanir varðandi heim- sendinguá vörum sínum.“ Vöruhýsing í nýju húsnæði Samhliða blaðadreifingu sér Póst- dreifing um að dreifa vörum og sendingum fyrir fyrirtæki á stór- höfuðborgarsvæðinu. „Samstarf og sveigjanleiki eru þar lykilhug- tök og einbeitum við okkur að því að veita klæðskerasniðna þjón- ustu sem passar vel að þörfum ólíkra viðskiptavina. Þannig eru netverslanir farnar að nýta sér þjónustu okkar í auknum mæli og til að mæta betur þörfum þeirra varðandi dreifingu og vöruhýs- ingu hefur verið ákveðið að flytja í hentugra húsnæði um áramótin.“ Gæðavottað dreifikerfi Í stóru fyrirtæki eins og Póstdreif- ingu er nauðsynlegt að vera með gott gæðastjórnunarkerfi og hafa því öll dreifingarkerfi Póstdreif- ingar verið vottuð samkvæmt ISO 9001:2008-staðlinum. „Vottunin staðfestir að gæðakerfi fyrirtæk- isins uppfyllir kröfur staðalsins og að allir starfsferlar og verklags- reglur eru skýrar og í samræmi við viðskiptaskilmála.“ Dreifing til áttatíu þúsund heimila Dreifikerfi Póstdreifingar nær inn á 80.000 heimili sex daga vikunnar á stórhöfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Jafnframt sinnir fyrirtækið dreifingu á önnur svæði víðs vegar um landið. Dreifikerfi Póstdreifingar eru gæðavottuð. Avis bílaleiga hefur um margra ára skeið rekið öfluga fyrirtækjaþjón-ustu. Viðskiptavinir bílaleigunn- ar geta treyst því að Avis er ávallt með gott úrval af nýjum bílum og vinnur stöðugt að því að gera bókun á bílaleigubílum eins að- gengilega og einfalda og kostur er. Um leið og fyrirtæki hefur gert samning við Avis fær það sérstakan viðskiptastjóra sem sér um að öll bílamál hjá viðkomandi fyrir tæki séu í lagi. Þessi þjónusta er sveigj- anleg og áreiðanleg lausn sem leysir þarf- ir viðkomandi fyrirtækis. Þannig finnum við alltaf bestu lausnina fyrir fyrirtækið hverju sinni. Það eru margir ótvíræðir kostir við að leigja bíla frekar en að eiga þá. Það fylgir enginn viðhaldskostnaður leigðum bílum né bifreiðagjöld. Ekki þarf að hafa áhyggjur af dekkjaskiptum, tryggingum eða endur- söluáhættu bílsins. Ófeigur Friðriksson og Ólöf Sif Þráins- dóttir eru viðskiptastjórar hjá Avis og er fyrirtækjaþjónusta sérgrein þeirra. Þau segja þarfir fyrirtækja vera eins misjafn- ar og þau eru mörg. „Hingað koma stór og smá fyrirtæki með ólíkar þarfir þegar kemur að stærðum og gerðum bíla og eins að lengd leigutímans svo eitthvað sé nefnt. Við kappkostum að finna bestu lausnina fyrir hvert og eitt fyrirtæki bæði hratt og vel.“ Viðskiptastjórar Avis hafa mikla reynslu og auðvelda fyrirtækjum að sjá bestu kost- ina. „Það er misjafnt hvort um er að ræða tímabundið söluátak, árstíðabundin störf eða stöðuga keyrslu svo eitthvað sé nefnt. Vetrarleigan eða skólabílarnir þar sem þú leigir bílinn bara yfir vetrarmánuðina hefur einnig verið sérstaklega vinsæl hjá fyrirtækjunum fyrir komandi vetur.“ Forgangsþjónusta Avis er þægileg- ur kostur fyrir þá sem ferðast mikið. Sem meðlimur forgangsþjónustu Avis þarftu einungis að framvísa ökuskírteininu þínu, sækja bíllyklana og aka af stað. Viðskipta- vinurinn sleppur því við allar skráningar og biðraðir. Avis býður upp á leigustöðvar á öllum helstu þéttbýliskjörnum á Íslandi. Það er alltaf verið að skoða möguleikana á því að fjölga leigustöðvunum um landið enn frek- ar. Viðskiptavinir Avis geta því auðveldlega fengið bíl á einum stað og skilað honum á öðrum. Bílafloti Avis er stór og nær yfir allan skalann, allt frá litlum umhverfisvæn- um smábílum upp í stóra jeppa, smárútur og sendiferðabíla. Til eru fjórar stærðir af sendiferðabílum sem henta fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum að leigja. Leigu- tíminn er mjög sveigjanlegur en það er hægt að leigja þessa bíla frá fjórum klukku- stundum allt upp í 36 mánuði. Í þjónustuveri okkar starfar frábært og reynslumikið fólk sem sér um að bóka bíl- inn hvort sem fólk vantar bíl innanlands eða erlendis. Nánari upplýsingar má finna á vef Avis, www.avis.is og í þjónustuveri Avis í síma 591 4000. Hagstæðara fyrir fyrirtækin að leigja bílana en að eiga. Gott úrval nýrra bíla og sveigjanleg og persónuleg þjónusta einkenna fyrirtækjaþjónustu Avis bílaleigu. Ófeigur Friðriksson og Ólöf Sif Þráinssdóttir eru viðskiptastjórar hjá Avis og er fyrirtækjaþjónusta sérgrein þeirra. MYND/STEFÁN Anna Bára Teitsdóttir segir að þjónustu Póstdreifingar hafi verið fagnað af útgefendum blaða og fjölpósts þar sem fyrirtækið einsetji sér að vera leiðandi í verði á markaði. MYND/STEFÁN HRESSING Í VINNUNNI Vinna getur verið góð skemmtun. Að vinna vinnuna sína með góðum og hollum veitingum er hins vegar enn betri skemmtun. Það þarf ekki mikla fyrirhöfn til að fríska upp á vinnuandann með góðum bita eða ljúffengum drykk. Hægt er að koma vinnufélögum á óvart með því að mæta óvænt með léttan mat í vinnuna. Það er tilvalið að baka kræsingar heima, til dæmis köku eða pönnukökur. Einnig er sniðugt að mæta með kex, osta, sultu og salat. Hollir og ferskir ávextir eru himnasending þegar vinnudagurinn hefur verið erfiður. Svo má auðvitað bara koma við í næsta bakaríi og kaupa rúnstykki og vínarbrauð. Örlítið metnaðarfyllri starfsmenn koma vinnufélögum á óvart með gómsætum pitsum og ilmandi hvítlauks- olíu. Ef maður vill slá alveg í gegn þá er kveikt í grillinu og ljúffengir hamborg- arar grillaðir. Þá er um að gera að láta hugmyndaflugið njóta sín og splæsa í beikon, góða osta og spennandi sósur. Við berum út sögur af frægu fólki Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt B ra n de n bu rg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.