Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 15. september 2012 11
Hársnyrtimeistari/sveinn óskast til starfa í stólaleigu
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa reynslu í faginu og
góða þjónustulund.
HÁR & VELLÍÐAN er hársnyrtistofa sem sérhæfir sig í að hjálpa konum
sem missa hárið tímabundið eða varanlega. HÁR & VELLIÐAN býður
upp á fallegar hágæðahárkollur og höfuðföt. Stofan leggur áherslu
á rólegt og notalegt umhverfi og býður upp á persónulega þjónustu.
HÁR & VELLIÐAN býður upp á alla almenna hársnyrtiþjónustu og notar
eingöngu náttúrulegar hárvörur. Við leggjum líka metnað okkar í að
hjálpa þeim sem glíma við einhver hárvandamál eins og hárþynningu
og ymiskonar hársvarðarvandamál.
Umsóknir berist til sirry@harogvellidan.is
Sölustjóri
About Fish ehf leitar að sölustjóra fyrir ferskar og frystar bolfiskafurðir á söluskrifstofuna í
Vestmannaeyjum. Starfið felur í sér mikil samskipti við kaupendur og framleiðslu. Við erum
að leita að umsækjendum með ríka þjónustulund, hæfni í samningum og kunnáttu í
meðferð og miðlun upplýsinga.
Meginverkefnið er að selja ferskar og frystar bolfiskafurðir, ásamt ríkri þátttöku í
framleiðslunni.
– Umsjón með sölustarfi bolfiskafurða til viðskiptavina, ásamt því að greina þróun
markaða.
– Sala bolfiskafurða, ásamt gerð áætlana, sölusamninga og reikninga.
– Vinna náið með framleiðslu- og útflutningsteymum.
– Annast gerð vinnsluleiðbeininga og vörulýsinga.
– Menntun og reynsla sem nýtast í starfi
– Reynsla og þekking af sölustörfum
– Mjög góð tungumálakunnátta
– Hæfni í samskiptum
– Reynsla í sjávarútvegi er æskileg, ásamt kunnáttu á Navision
Í umsóknum þurfa að koma fram upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.
eða
Þórir Þorvarðarson, , sími
About Fish ehf er sölufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu, miðlun og útflutningi á sjávarafurðum. Félagið er
í fullri eigu Vinnslustöðvar Vestmannaeyja sem stundar veiðar og vinnslu uppsjávarfisks og bolfisks.
Fish er að miðla íslenskum sjávarafurðum til kaupenda víða um heim, sjá kaupendum og seljendum
sjávarafurða fyrir þjónustu í viðskiptum og útflutningi sjávarafurða með þekkingu á mörkuðum, framboði
og útflutningi.
Féhirðir hjá Heyrnar- og
talmeinastöð Íslands
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands leitar að féhirði í
60% starf. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf.
Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum
ásamt því að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Æski-
legt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Starfssvið:
• Greiðsla og innheimta reikninga
• Launaskráning
• Samskipti við flutningsaðila vegna inn-
og útflutningspappíra
• Uppgjör ferðareikninga
Hæfniskröfur
• Stúdenspróf eða önnur haldgóð menntun sem nýtist
í starfinu
• Reynsla af gjaldkerastörfum
• Góð tölvukunnátta, Word, Exel og bókhaldskerfi.
Reynsla af bókhaldskerfi ríkisins kostur.
• Færni í dönsku og/eða ensku er einnig kostur.
Féhirðir heyrir undir framkvæmdastjóra.
Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og
hlutaðeigandi stéttarfélags.
Ráðið verður í starfið sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 7. október.
Umsókn sem greinir frá menntun og fyrri störfum skal
senda til framkvæmdastjóra Heyrnar- og talmeinstöð-
var, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, eða á netfangið
gudrung@hti.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðstöfun starfsins liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Um Icewear: Icewear var stofnað 1972 og starfaði í ullariðnaði.
Á undanförum árum hefur fyritækið þróað útvistarlínu
sem er seld í verslunum í Evrópu og Norður Ameríku
undir vörumerkjunum Icewear og Norwear. Víkurprjón er alfarið í
eigu Drífu ehf.
Drífa ehf, Suðurhrauni 12 C, 210 Garðabæ.
Leiðbeinandi í hlutastarf–
Frístundafjör Aftureldingar
Frístundafjörið er samstarfsverkefni Aftureldingar og bæjaryfirvalda
Mosfellsbæjar og er fyrir 1.-2. bekkjar nemendur í grunnskóla.
Óskað er eftir starfskrafti sem er með reynslu í starfi með börnum og
er æskilegt að þessi aðili sé íþróttamenntaður, í námi á íþróttabraut,
sé með reynslu við þjálfun og/eða með brennandi áhuga á íþróttum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Vinnutími frá kl. 14 – 15.30 mán – fim.
Umsóknir sendast á umfa@afturelding.is fyrir fimmtudaginn
20. september. Frekari upplýsingar um starfið veitir
Halldór Steingrímsson, Íþróttastjóri Aftureldingar í síma 844-1321.