Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 84
15. september 2012 LAUGARDAGUR52 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. blaðra, 6. komast, 8. keraldi, 9. espa, 11. tímaeining, 12. brotthlaup, 14. rusl, 16. sjó, 17. húsfreyja, 18. vætla, 20. 950, 21. síll. LÓÐRÉTT 1. hvæs, 3. í röð, 4. lítilmenni, 5. eyrir, 7. vinsæll, 10. ról, 13. hluti verkfæris, 15. kattardýr, 16. sigti, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. masa, 6. ná, 8. ámu, 9. æsa, 11. ár, 12. strok, 14. skrap, 16. sæ, 17. frú, 18. íla, 20. lm, 21. alur. LÓÐRÉTT: 1. fnæs, 3. aá, 4. smákarl, 5. aur, 7. ástsæll, 10. ark, 13. orf, 15. púma, 16. sía, 19. au. G-strengs Gulli nýtur nýpressaða appelsínu- safans í sólinni... Þá ... allt í einu Hjálp! Hjálp! Mús! Svo þú ætlar að halda kleinu- hringnum? Já. Mér finnst hann gera mig listrænan og hættulegan. Algjörlega! Ef þýðingu orðanna „listrænn“ og „hættulegur“ hefur verið breytt í „grár“ og „rytjulegur“! Stórskorinn rómantíker leitar að fágaðri konu til að ræna og rupla. Hvað ertu að teikna? Kanínu. Kanínu?? Þetta lítur út eins og kú! Eða hestur, eða api, eða híena... Ha! Ha! Ha! Ha! Ha! Hvað ertu að teikna? Spendýr. Santiago Sierra heitir listamaður. Hann er þekktastur fyrir að borga fátæku fólki fyrir að gera erfiða og/eða niðurlægj- andi hluti, eins og til dæmis að vera ofan í kassa í fjóra daga eða láta múra sig inn í vegg. Hann vill sýna fram á að fólk sé til- búið að gera ansi margt sér til viðurværis, meðal annars að láta breyta líkama sínum varanlega, og greiddi til dæmis fjórum vændiskonum peningaupphæð sem sam- svaraði einum heróínskammti fyrir að láta húðflúra línu á bak sitt. Sierra vill með list sinni sýna notkun kapítalismans á fólki og líkama þess. Í stuttu máli: hann fer illa með fólk til að sýna hversu illa er hægt að fara með einstakling án þess að samfélagið fordæmi það. CHRIS BROWN heitir lista- maður sem sækir að því er virðist innblástur til Sierra. Hann vill sýna hvað samtím- inn er firrtur þegar kemur að ofbeldi gagnvart konum. Hann vill neyða okkur til að horfast í augu við það að einhver sem getur sungið skemmtileg lög, er myndarlegur og fallega klæddur geti jafnframt verið maður sem lemur kærustuna sína þannig að hún þarf að leggjast inn á spítala. Gjörningurinn, sem hefur staðið yfir í mörg ár, felur í sér að verða popp- stjarna sem er elskuð og dáð, einkum af unglingsstúlkum, lemja kærustuna sína í klessu, hljóta dóm og Grammy-verðlaun nokkru síðar. Í stuttu máli: hann fer illa með konur til að sýna hversu illa er hægt að fara með þær án þess að samfélagið fordæmi það. CHRIS BROWN notar líka húðflúr í list- sköpun sinni. Þar sem listaverkið sem á að sýna firringu heimsins gagnvart ofbeldi gegn konum er hann sjálfur, líf hans og starf, leggur hann eigin líkama undir og lætur flúra á hálsinn á sér staðfestingu þess að hann hafi framið glæpinn sem allir vita að hann framdi. Vel valinn lík- amshluti, hann er aldrei með trefil. Betri áminning til heimsins um nákvæmlega hvað hann gerði er vandfundin, og betri yfirlýsing um afstöðu hans til verksins er ekki til. EN ÞETTA er allt saman listrænn gjörn- ingur. Það hlýtur bara að vera. Einhvern tíma bráðum mun Chris Brown taka niður sólgleraugun, horfa djúpt í augun á okkur og segja: „Hvað eruð þið eiginlega að spá? Hversu langt þarf ég að ganga til að þið sjáið hvað ég er fyrirlitlegur og hættið að mæra verkin mín og gefa dætrum ykkar myndir af mér til að hengja upp á vegg?“ Gjörningurinn Chris Brown Við bjóðum 20% af bíómiðanum og meira popp og gos Þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri færðu stórt gos og popp á verði miðstærðar og 20% afslátt af bíómiðanum – alla daga. Sjáðu nánari upplýsingar um námsvild á islandsbanki.is *Afslátturinn gildir hvorki með öðrum tilboðum né á sýningar í lúxussölum. Við bjóðum góða þjónustu www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn Vegna forfalla getum við innritað nokkra nemendur fyrir skólaárið 2012-2013: • Einn 6 ára nemanda í Forskóla I • Einn 7 ára nemanda í Forskóla II • 4 til 5 8-10 ára nemendur á gítar • 2 til 3 8-10 ára nemendur á slagverk ( ásláttarhljóðfæri) • 2 8-10 ára nemendur á harmóníku • 2 8-10 ára nemendur á saxófón • 2 8-10 ára nemendur á klarinett Vinsamlega hafið samband í síma 562-8477 milli kl. 13:00-16:00 Skólastjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.