Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 15. september 2012 53
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 15. september
➜ Sýningar
10.00 Sýningin Teikning - þvert á tíma
og tækni opnar í Bogasal Þjóðminja-
safnsins. Á sýningunni eru teikningar
skoska vísindamannsins John Baine
sem tók þátt í leiðangri Stanleys til
Íslands árið 1789 en auk þess teikn-
ingar Önnu Guðjónsdóttur, grafíkmyndir
Per Kirkeby og teikningar eftir höfund
sýningarinnar, Þóru Sigurðardóttur.
14.00 Unnar Örn J. Auðarson opnar
myndlistarsýninguna Brotabrot úr
afrekssögu óeirðar á íslandi: Fyrsti hluti
í Flóru, Akureyri.
14.00 Myndlistasýningin Ljósdraugar
opnar í höggmyndagarði Myndhöggv-
arafélagsins í Reykjavík, Nýlendugötu
17A. Heimalöguð gulrótarsúpa og léttar
veitingar verða í húsnæði Myndhöggv-
arafélagsins í Reykjavík á Nýlendugötu
15.
15.00 Sýning Ásdísar Kalman, Ljós-
eindir, opnar í sal Íslenskrar Grafíkur í
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Saman-
stendur hún af abstrakt olíumálverkum
Ásdísar.
16.00 Síbreytileg sjónhverfing, máttur
tímans og pólitísk samtímaádeila eru
viðfangsefni þriggja nýrra sýninga sem
opna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
hús.
➜ Námskeið
10.00 Elisabeth Nordegen og Märtha
Louise Noregsprinsessa halda námskeið
um hvernig hægt sé að ná tengslum
við verndarengil sinn í sal Þjóðdans-
afélags Íslands, Álfabakka 14. Verð kr.
3.000.
➜ Umræður
10.30 Stefán Eiríksson lögreglustjóri
og Jón F. Bjartmarz verða gestir á laug-
ardagsspjalli Framsóknar að Hverfisgötu
33. Rætt verður um stöðu löggæslunnar
og spurninguna Er öryggi einstaklingana
ógnað á Íslandi?
➜ Uppákomur
16.00 Tónlistarmyndband við lagið
Born to be Free eftir Borko verður
frumsýnt í Bíó paradís. Í kjölfar sýn-
ingarinnar munu Borko og hljómsveit
leika nokkur lög, meðal annars af
væntanlegri breiðskífu. Aðgangseyrir er
kr. 1.000.
➜ Leikrit
14.00 Atvinnuleikhúsið Frystiklefinn,
frá Snæfellsnesi, í samvinnu við Gaflara-
leikhúsið í Hafnarfirði sýnir gamanleik-
inn Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason í
Gaflaraleikhúsinu.
➜ Tónlist
15.00 ASA Tríóið leikur á sjöundu
tónleikum Jazztónleikaraðar Munn-
hörpunnar í tónlistarhúsinu Hörpu.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Hljómsveitin Furstarnir heldur
upp á 17 ára starfsafmæli sitt með
spilamennsku á Restaurant Reykjavík.
21.00 Hljómsveitin Valdimar spilar á
Bar 11. Spilað verður gamalt og gott
efni í bland við lög af væntanlegri plötu
hljómsveitarinnar, Um Stund. Aðgangur
er ókeypis.
22.00 Helgi og Hljóðfæraleikararnir
spila á haustfagnaði á Græna Hattinum,
Akureyri. Miðaverð í forsölu er kr. 1.500.
22.00 Brother Grass efna til tónleika
á Café Rosenberg. Kristjana Arngríms-
dóttir verður gestasöngkona og mun
flytja nokkur lög. Aðgangseyrir er kr.
2.000.
23.30 Hljómsveitin Sveittir milli sanda
leikur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg
8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 16. september
➜ Sýningar
15.00 Sýning á myndum úr þýsku
barnabókinni Í skóginum stóð kofi einn
(Steht im Wald ein kleines Haus) opnar
í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggva-
götu 15. Höfundurinn, Jutta Bauer mun
leiða gestu um sýninguna með dansi
og söng. Allir eru velkomnir, ekki síst
börn og foreldrar. Léttar veitingar verða
í boði.
➜ Sýningarspjall
14.00 Listfræðingurinn og sýningar-
stjórinn Aðalsteinn Ingólfsson leiðir
sýningarstjóraspjall vegna sýningarinnar
Ljóðheimar á Kjarvalsstöðum.
15.00 Elísabet V. Ingvarsdóttir verður
með sýningastjóraspjall á sýningunni
Nautn og notagildi, myndlist og hönn-
un á Íslandi, í Listasafni Árnesinga.
➜ Uppákomur
13.00 Degi íslenskrar náttúru verður
fagnað í Grasagarðinum með grænum
og vænum náttúruratleik og rathlaupi
fyrir alla fjölskylduna. Í lok leikja og
hlaups verður boðið upp á ylvolga
skógarsaft. Þátttaka er ókeypis og allir
velkomnir.
19.00 Bridge verður spilað í Breiðfirð-
ingabúð. Allir velkomnir.
➜ Dans
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík verður haldinn í félagsheimili
þeirra að Stangarhyl 4. Danshljóm-
sveitin Klassík leikur létta danstónlist.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir félaga í
FEB og 1.800 fyrir aðra.
➜ Tónlist
16.00 Haldnir verða söngtónleikar í
Salnum, Kópavogi, til heiðurs tónskáld-
inu Jóni Þórarinssyni sem féll frá fyrr á
þessu ári. Auður Gunnarsdóttir sópran,
Bergþór Pálsson barítón og Gunnar
Guðbjörnsson tenór koma fram ásamt
píanóleikaranum Jónasi Ingimyndarsyni.
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög
af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Tríó Reykjavíkur kveður Hafnar-
borg eftir 100 tónleika þar á 22ja ára
samstarfi þeirra. Á þessum síðustu
tónleikum verða flutt nokkur af helstu
verkum tónbókmenntanna fyrri hljóð-
færaskipan tríósins.
➜ Listamannaspjall
16.00 Rúmenski listamaðurinn Dan
Perjovschi flytur erindi um eigin verk
í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Spjallið er í tengslum við sýningu hans
sem stendur þar yfir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
50 ÁRA AFMÆLISKVÖLDVERÐUR GRILLSINS
TIL STYRKTAR Á ALLRA VÖRUM
HELGINA 28 – 29 SEPTEMBER 2012
Veitingastaðurinn Grillið fagnar 50 ára starfsafmæli og af því tilefni höfum við fengið til liðs
við okkur fyrrverandi og núverandi matreiðslu- og framreiðslumeistara Grillsins
til að bjóða upp á sögulega matarupplifun. Agnar Sverrisson, Ragnar Wessman,
Bjarni Gunnar Kristinsson og Siguður Helgason hafa sett saman ómótstæðilegan
7 rétta matseðil sem túlkar 50 ára sögu Grillsins á nýstárlegan hátt.
Kvöldið hefst klukkan 19.00 með fordrykk á Mímisbar og síðan verður töfraður fram
7 rétta matseðill ásamt sérvöldum vínum á Grillinu. Verð kr. 29.000 á mann.
Borðapantanir og nánari upplýsingar veitir
Hörður Sigurjónsson í síma 525 9810.
VERTU MEÐ OKKUR ÞETTA EINSTAKA KVÖLD OG LÁTTU GOTT AF ÞÉR LEIÐA
ALLUR ÁGÓÐI KVÖLDSINS MUN RENNA BEINT TIL ÁTAKSINS Á ALLRA VÖRUM
Kór, kór kvennakór
Kvennakórinn Kyrjurnar er að hefja sitt 16. starfsár og getur bætt
við sig reyndum söngröddum/kórfélögum.
Æft er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum, í
Friðrikskapellu við Vodafonehöllina.
Lagaval er fjölbreytt og skemmtilegt.
Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir
söngkona og söngkennari. Hún sér einnig um raddþjálfun.
Frekari upplýsingar gefa Sigurbjörg
í síma 865 5503 og Auður í sima 864 6032.