Fréttablaðið - 15.09.2012, Page 86

Fréttablaðið - 15.09.2012, Page 86
15. september 2012 LAUGARDAGUR54 54 menning@frettabladid.is Þrjár myndlistarsýningar verða opnaðar í Hafnarhús- inu á Tryggvagötu á morg- un, þar sem sjónhverfingar, máttur tímans og pólitísk samtímaádeila eru í lykil- hlutverki. „Þetta eru ólíkar sýningar, enda langaði okkur að bjóða gestum upp á fjölbreytilegt úrval,“ segir Hafþór Yngvason, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur um þrjár sýningar, sem verða opnaðar í Hafnarhúsinu í dag. Fyrst ber að nefna sýningu rúmenska listamannsins Dan Per- jovschi, sem þykir einn áhrifa- mesti veggja- og teiknimynda- listamaður samtímans. Í verkum Perjovschi má gjarnan finna póli- tíska ádeilu á áhrifamátt fjöl- miðla, markaðshyggju og viðtekin samfélagsgildi. Hann var fulltrúi Rúmeníu á Feneyjatvíæringnum árið 1999 og sýndi stóra innsetn- ingu í MoMA-safninu í New York árið 2008. „Perjovschi vinnur út frá hverj- um sýningarstað fyrir sig,“ segir Hafþór Yngvason, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. „Frá því hann kom til Reykjavíkur hefur hann verið á flakki um borgina, setið á kaffihúsum, kynnt sér aðstæður og drukkið í sig stemn- inguna. Þess á milli kemur hann hingað í Hafnarhúsið og teiknar á veggi og gólf.“ Eðli málsins sam- kvæmt hverfa verk Perjovschi fyrir fullt og allt þegar sýningu er lokið. „Hann er mjög harður á því,“ segir Hafþór. „Við getum til dæmis ekki framlengt sýninguna án þess að fá sérstakt leyfi frá honum.“ Í innsetningunni HA leysir Sara Björnsdóttir hið fasta rými upp með lifandi myndum af rýminu sjálfu. Hver myndin fellur inn í þá næstu og skapar síbreytilega sjónhverfingu. Sýningarstjóri er Hanna Styrmisdóttir. „Þetta er stór innsetning sem Sara hefur verið að vinna að í eitt og hálft ár,“ segir Hafþór. „Safnið pantaði verk eftir hana og lagði til dágóð- an pening svo hún gæti gert þetta af miklum metnaði. Sara beitir fyrir sig aðferðum sem hún hefur notað áður en á miklu stærri skala. Útkoman er mjög merkileg.“ Þriðja sýningin er samsýningin Hreyfing augnabliksins, en Hafþór er jafnframt sýningarstjóri hennar. Öll verkin tengjast framvindu og breytingum. Listamennirnir á sýn- ingunni eru Þór Elís Pálsson, Harpa Árnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Sólveig Aðal- steinsdóttir og Jóhann Eyfells, en verk hans er miðjan í sýningunni. „Jóhann er merkilegur listamað- ur, hann er að verða níræður en er með verk á þremur sýningum í Reykjavík; hér, á Kjarvalsstöðum og í Listasafni ASÍ.“ Listamennirnir í sýningunni vinna með ólíka miðla en eiga það sameiginlegt að styðjast við óvissa verkferla til að breyta efniviði sínum og færa hann úr einu ástandi í annað. Endanleg ásýnd listaverk- anna er því ófyrirsjáanleg. „Þeir sem vinna með málningu láta til dæmis efnin ljúka við verkið.“ Flest verkanna eru komin í föst form á sýningunni en Hafþór bendir á að þau geti alltaf breyst við flutninga og verða til dæmis fyrir rakabreyt- ingum. „Þá fara þessi efnaferli aftur af stað. Eitt verkið er til dæmis silf- urplata sem Ragna Róbertsdóttir hengdi upp á vegg fyrir nokkrum árum. Platan tekur stöðugum breyt- ingum því það fellur sífellt á hana. Mér skilst að það hafi orðið miklar breytingar á henni eftir að Hellis- heiðarvirkjun var tekin í notkun því það breytti efnasamsetningu í loft- inu.“ bergsteinn@frettabladid.is ÞREFÖLD OPNUN Í HAFNARHÚSINU ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sara Björnsdóttir skapar sjónhverfingu með því að varpa myndum af sýningarrrýminu á veggi sama rýmis. Rúmeninn Dan Perjovschi teiknar pólitískar myndir á veggi en samsýningin Hreyfing augnabliksins saman- stendur af verkum þar sem listamennirnir láta efnaferla og óvissuþætti ráða endanlegri útkomu verksins. RÚMENSKI LISTAMAÐURINN Dan Perjovschi flytur erindi um eigin verk á morgun kl. 16. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningu listamannsins sem stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.