Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 86
15. september 2012 LAUGARDAGUR54 54
menning@frettabladid.is
Þrjár myndlistarsýningar
verða opnaðar í Hafnarhús-
inu á Tryggvagötu á morg-
un, þar sem sjónhverfingar,
máttur tímans og pólitísk
samtímaádeila eru í lykil-
hlutverki.
„Þetta eru ólíkar sýningar, enda
langaði okkur að bjóða gestum
upp á fjölbreytilegt úrval,“ segir
Hafþór Yngvason, forstöðumaður
Listasafns Reykjavíkur um þrjár
sýningar, sem verða opnaðar í
Hafnarhúsinu í dag.
Fyrst ber að nefna sýningu
rúmenska listamannsins Dan Per-
jovschi, sem þykir einn áhrifa-
mesti veggja- og teiknimynda-
listamaður samtímans. Í verkum
Perjovschi má gjarnan finna póli-
tíska ádeilu á áhrifamátt fjöl-
miðla, markaðshyggju og viðtekin
samfélagsgildi. Hann var fulltrúi
Rúmeníu á Feneyjatvíæringnum
árið 1999 og sýndi stóra innsetn-
ingu í MoMA-safninu í New York
árið 2008.
„Perjovschi vinnur út frá hverj-
um sýningarstað fyrir sig,“ segir
Hafþór Yngvason, forstöðumaður
Listasafns Reykjavíkur. „Frá því
hann kom til Reykjavíkur hefur
hann verið á flakki um borgina,
setið á kaffihúsum, kynnt sér
aðstæður og drukkið í sig stemn-
inguna. Þess á milli kemur hann
hingað í Hafnarhúsið og teiknar á
veggi og gólf.“ Eðli málsins sam-
kvæmt hverfa verk Perjovschi
fyrir fullt og allt þegar sýningu er
lokið. „Hann er mjög harður á því,“
segir Hafþór. „Við getum til dæmis
ekki framlengt sýninguna án þess
að fá sérstakt leyfi frá honum.“
Í innsetningunni HA leysir Sara
Björnsdóttir hið fasta rými upp
með lifandi myndum af rýminu
sjálfu. Hver myndin fellur inn í
þá næstu og skapar síbreytilega
sjónhverfingu. Sýningarstjóri er
Hanna Styrmisdóttir. „Þetta er
stór innsetning sem Sara hefur
verið að vinna að í eitt og hálft
ár,“ segir Hafþór. „Safnið pantaði
verk eftir hana og lagði til dágóð-
an pening svo hún gæti gert þetta
af miklum metnaði. Sara beitir
fyrir sig aðferðum sem hún hefur
notað áður en á miklu stærri skala.
Útkoman er mjög merkileg.“
Þriðja sýningin er samsýningin
Hreyfing augnabliksins, en Hafþór
er jafnframt sýningarstjóri hennar.
Öll verkin tengjast framvindu og
breytingum. Listamennirnir á sýn-
ingunni eru Þór Elís Pálsson, Harpa
Árnadóttir, Guðrún Einarsdóttir,
Ragna Róbertsdóttir, Sólveig Aðal-
steinsdóttir og Jóhann Eyfells, en
verk hans er miðjan í sýningunni.
„Jóhann er merkilegur listamað-
ur, hann er að verða níræður en
er með verk á þremur sýningum í
Reykjavík; hér, á Kjarvalsstöðum og
í Listasafni ASÍ.“
Listamennirnir í sýningunni
vinna með ólíka miðla en eiga það
sameiginlegt að styðjast við óvissa
verkferla til að breyta efniviði
sínum og færa hann úr einu ástandi
í annað. Endanleg ásýnd listaverk-
anna er því ófyrirsjáanleg. „Þeir
sem vinna með málningu láta til
dæmis efnin ljúka við verkið.“ Flest
verkanna eru komin í föst form á
sýningunni en Hafþór bendir á að
þau geti alltaf breyst við flutninga
og verða til dæmis fyrir rakabreyt-
ingum. „Þá fara þessi efnaferli aftur
af stað. Eitt verkið er til dæmis silf-
urplata sem Ragna Róbertsdóttir
hengdi upp á vegg fyrir nokkrum
árum. Platan tekur stöðugum breyt-
ingum því það fellur sífellt á hana.
Mér skilst að það hafi orðið miklar
breytingar á henni eftir að Hellis-
heiðarvirkjun var tekin í notkun því
það breytti efnasamsetningu í loft-
inu.“ bergsteinn@frettabladid.is
ÞREFÖLD OPNUN Í HAFNARHÚSINU
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sara Björnsdóttir skapar sjónhverfingu með því að
varpa myndum af sýningarrrýminu á veggi sama rýmis.
Rúmeninn Dan Perjovschi teiknar pólitískar myndir á
veggi en samsýningin Hreyfing augnabliksins saman-
stendur af verkum þar sem listamennirnir láta efnaferla
og óvissuþætti ráða endanlegri útkomu verksins.
RÚMENSKI LISTAMAÐURINN Dan Perjovschi flytur erindi um eigin verk
á morgun kl. 16. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningu listamannsins sem
stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.