Fréttablaðið - 15.09.2012, Side 90
15. september 2012 LAUGARDAGUR58 58
popp@frettabladid.is
Til hamingju með frábæran árangur á Ólympíumóti fatlaðra í London
Bláa Lónið er stoltur styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra
Margar áhugaverðar
íslenskar plötur líta dags-
ins ljós í haust og fram að
jólum. Fréttablaðið renndi
yfir það sem er fram undan
í popp- og rokkdeildinni.
Eins og undanfarin ár kemur út
nóg af íslenskum popp- og rokk-
plötum núna á haustmánuðum.
Helstu nýliðarnir sem láta að sér
kveða í ár eru Ásgeir Trausti, sem
sendi fyrir skömmu frá sér sína
fyrstu plötu, hljómsveitin hressa
Ojba Rasta, sem gefur út frum-
burð sinn í næstu viku, og Eurov-
ison-drottningin Greta Salóme
sem mætir með sinn fyrsta grip.
Retro Stefson og Mammút
senda frá sér plötur á vegum
Record Records í október og
fimm útgáfur eru staðfestar frá
Kimi Records í haust, þar á meðal
frá Þóri, Borko og Morðingjunum.
Þá gefur Geimsteinn út sólóplötu
frá Þór Breiðfjörð og hugsanlega
verður ný plata frá Klassart til-
búin fyrir jól.
Þrjátíu plötur eru væntan-
legar frá stærstu útgáfu lands-
ins, Senu. R&B-popparinn Frið-
rik Dór fylgir vinsælli frumraun
sinni eftir í byrjun október með
nýrri plötu sem ku heita Vélrænn.
Börn Loka, önnur skífa hinna
vinalegu þungarokkara í Skálm-
öld, kemur út 26. október og þriðja
plata Bloodgroup er væntanleg í
október undir merkjum Kölska,
þremur árum eftir að Dry Land
leit dagsins ljós.
Sigurður Guðmundsson er á
leiðinni til Kúbu þar sem hann
ætlar ásamt félögum sínum að
hljóðrita plötuna Sigurður Guð-
mundsson og mafían í Havana og
Magni Ásgeirsson sendir frá sér
Nýliðar og reynsluboltar
gefa út á tónlistarhausti
sína aðra sólóplötu, í þetta sinn
með frumsömdu efni á íslensku.
Tónlistarkonurnar Lára Rún-
arsdóttir og Elíza Newman eru
einnig með nýjar plötur á leið-
inni, auk Ellenar Kristjánsdótt-
ur. Hljómsveitin Valdimar gefur
svo sjálf út sína aðra plötu, Um
stund. Fyrsta plata sveitarinnar,
Undraland, verður svo gefin út af
Geimsteini á 180 gramma lituðum
vínyl. Jónas Sigurðsson og Ritvél-
ar framtíðarinnar mæta einnig til
leiks með sína þriðju plötu fyrir
jólin.
Eldri og reyndari poppar-
ar skila sömuleiðis frá sér nýju
efni. Tveir af helstu lagahöf-
undum þjóðarinnar, Magnús Þór
og Jóhann Helga, senda frá sína
fyrstu plötu með nýju efni í nærri
tuttugu ár og er hún einnig sú
fyrsta eingöngu með íslenskum
textum. Egill Ólafsson vinnur
að plötunni Vetur, Raggi Bjarna
syngur dúetta með yngri lista-
mönnum á nýrri skífu og Bubbi
Morthens er að undirbúa sína
fyrstu jólaplötu.
freyr@frettabladid.is
ÁR ERU SÍÐAN Katie Holmes byrjaði að vinna með fatahönnuðinum
Jeanne Yang að fatalínunni Holmes & Yang. Línan var frumsýnd á tískuvik-
unni í New York núna í vikunni og lagðist vel í spekinga.
3
NÓG FRAM UNDAN
Friðrik Dór, Skálmöld, Greta
Salóme, Sigurður Guðmunds-
son og Raggi Bjarna mæta
öll með nýjar plötur núna í
haust.
Í tilefni af sýningu myndarinn-
ar Indie Game: The Movie stend-
ur Riff-hátíðin í samstarfi við
tölvuleikjaframleiðandann CCP
að pallborðsumræðum á Sólon
föstudaginn 5. október. Yfir-
skrift umræðnanna er Vöxtur og
umfang tölvuleikjaframleiðslu og
möguleikar sjálfstæðra framleið-
enda til framtíðar.
Leikstjórar Indie Game, þau
James Swirsky og Lisanne Pajot,
sitja umræðurnar ásamt Torfa
Frans Ólafssyni, listrænum
stjórnanda CCP, Jónasi Björgvin
Antonssyni, framkvæmdastjóra
Gogogic, og Sesselju Vilhjálms-
dóttur. Hún er önnur leikstjóra
myndarinnar The Start Up Kids
sem er einnig sýnd á hátíðinni.
Myndin fjallar um unga frum-
kvöðla í tækni- og þekkingar-
iðnaði. Meðal viðmælenda eru
stofnendur Vimeo, Soundcloud og
Dropbox sem eru allt vinsæl net-
fyrirtæki.
Tölvuleikir og tækni
LEIKSTJÓRAR Vala Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir eru leikstjórar The Start
Up Kids.
Leikkonan Lára Sveinsdóttir verður með Judy Garland-sýningu í
Leikhúskjallaranum á morgun, sunnudag. Lára gaf fyrir skömmu út
plötuna Judy Garland Kabarett sem er afsprengi sýningar sem var
haldin í Þjóðleikhúskjallaranum síðasta vetur. Þar söng Lára þekkt-
ustu lög Garland ásamt því að bregða sér í nokkur hlutverk og segja
sögu hennar. Garland var ein frægasta söng- og leikkona síðustu aldar.
Hún hóf feril sinn aðeins tveggja og hálfs árs gömul. Hún lék í fjölda
kvikmynda, kom fram í sjónvarpsþáttum og á tónleikum og sendi frá
sér plötur.
Lára sýnir Judy Garland