Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 90

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 90
15. september 2012 LAUGARDAGUR58 58 popp@frettabladid.is Til hamingju með frábæran árangur á Ólympíumóti fatlaðra í London Bláa Lónið er stoltur styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra Margar áhugaverðar íslenskar plötur líta dags- ins ljós í haust og fram að jólum. Fréttablaðið renndi yfir það sem er fram undan í popp- og rokkdeildinni. Eins og undanfarin ár kemur út nóg af íslenskum popp- og rokk- plötum núna á haustmánuðum. Helstu nýliðarnir sem láta að sér kveða í ár eru Ásgeir Trausti, sem sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu, hljómsveitin hressa Ojba Rasta, sem gefur út frum- burð sinn í næstu viku, og Eurov- ison-drottningin Greta Salóme sem mætir með sinn fyrsta grip. Retro Stefson og Mammút senda frá sér plötur á vegum Record Records í október og fimm útgáfur eru staðfestar frá Kimi Records í haust, þar á meðal frá Þóri, Borko og Morðingjunum. Þá gefur Geimsteinn út sólóplötu frá Þór Breiðfjörð og hugsanlega verður ný plata frá Klassart til- búin fyrir jól. Þrjátíu plötur eru væntan- legar frá stærstu útgáfu lands- ins, Senu. R&B-popparinn Frið- rik Dór fylgir vinsælli frumraun sinni eftir í byrjun október með nýrri plötu sem ku heita Vélrænn. Börn Loka, önnur skífa hinna vinalegu þungarokkara í Skálm- öld, kemur út 26. október og þriðja plata Bloodgroup er væntanleg í október undir merkjum Kölska, þremur árum eftir að Dry Land leit dagsins ljós. Sigurður Guðmundsson er á leiðinni til Kúbu þar sem hann ætlar ásamt félögum sínum að hljóðrita plötuna Sigurður Guð- mundsson og mafían í Havana og Magni Ásgeirsson sendir frá sér Nýliðar og reynsluboltar gefa út á tónlistarhausti sína aðra sólóplötu, í þetta sinn með frumsömdu efni á íslensku. Tónlistarkonurnar Lára Rún- arsdóttir og Elíza Newman eru einnig með nýjar plötur á leið- inni, auk Ellenar Kristjánsdótt- ur. Hljómsveitin Valdimar gefur svo sjálf út sína aðra plötu, Um stund. Fyrsta plata sveitarinnar, Undraland, verður svo gefin út af Geimsteini á 180 gramma lituðum vínyl. Jónas Sigurðsson og Ritvél- ar framtíðarinnar mæta einnig til leiks með sína þriðju plötu fyrir jólin. Eldri og reyndari poppar- ar skila sömuleiðis frá sér nýju efni. Tveir af helstu lagahöf- undum þjóðarinnar, Magnús Þór og Jóhann Helga, senda frá sína fyrstu plötu með nýju efni í nærri tuttugu ár og er hún einnig sú fyrsta eingöngu með íslenskum textum. Egill Ólafsson vinnur að plötunni Vetur, Raggi Bjarna syngur dúetta með yngri lista- mönnum á nýrri skífu og Bubbi Morthens er að undirbúa sína fyrstu jólaplötu. freyr@frettabladid.is ÁR ERU SÍÐAN Katie Holmes byrjaði að vinna með fatahönnuðinum Jeanne Yang að fatalínunni Holmes & Yang. Línan var frumsýnd á tískuvik- unni í New York núna í vikunni og lagðist vel í spekinga. 3 NÓG FRAM UNDAN Friðrik Dór, Skálmöld, Greta Salóme, Sigurður Guðmunds- son og Raggi Bjarna mæta öll með nýjar plötur núna í haust. Í tilefni af sýningu myndarinn- ar Indie Game: The Movie stend- ur Riff-hátíðin í samstarfi við tölvuleikjaframleiðandann CCP að pallborðsumræðum á Sólon föstudaginn 5. október. Yfir- skrift umræðnanna er Vöxtur og umfang tölvuleikjaframleiðslu og möguleikar sjálfstæðra framleið- enda til framtíðar. Leikstjórar Indie Game, þau James Swirsky og Lisanne Pajot, sitja umræðurnar ásamt Torfa Frans Ólafssyni, listrænum stjórnanda CCP, Jónasi Björgvin Antonssyni, framkvæmdastjóra Gogogic, og Sesselju Vilhjálms- dóttur. Hún er önnur leikstjóra myndarinnar The Start Up Kids sem er einnig sýnd á hátíðinni. Myndin fjallar um unga frum- kvöðla í tækni- og þekkingar- iðnaði. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud og Dropbox sem eru allt vinsæl net- fyrirtæki. Tölvuleikir og tækni LEIKSTJÓRAR Vala Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir eru leikstjórar The Start Up Kids. Leikkonan Lára Sveinsdóttir verður með Judy Garland-sýningu í Leikhúskjallaranum á morgun, sunnudag. Lára gaf fyrir skömmu út plötuna Judy Garland Kabarett sem er afsprengi sýningar sem var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum síðasta vetur. Þar söng Lára þekkt- ustu lög Garland ásamt því að bregða sér í nokkur hlutverk og segja sögu hennar. Garland var ein frægasta söng- og leikkona síðustu aldar. Hún hóf feril sinn aðeins tveggja og hálfs árs gömul. Hún lék í fjölda kvikmynda, kom fram í sjónvarpsþáttum og á tónleikum og sendi frá sér plötur. Lára sýnir Judy Garland
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.