Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 91

Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 91
LAUGARDAGUR 15. september 2012 59 „Þetta er svolítið eins og að eignast barn,“ segir Arn- ljótur Sigurðsson, söngvari og bassaleikari Ojba Rasta, um útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar á þriðju- daginn. „Við byrjuðum að taka plötuna upp fyrir tæpum tveimur árum þannig að þetta hefur tekið sinn tíma.“ Hin ellefu manna Ojba Rasta spilar reggítónlist með „döbb“ ívafi. Þrjú lög af plötunni hafa hljómað í útvarpinu við góðar undirtektir, eða Baldursbrá, Jolly Good og nú síðast Hreppstjórinn. Útgefandi er Record Records. Umslag plötunnar er ansi ævin- týralegt og var það listamaðurinn Ragnar Fjalar Lárusson sem hannaði það. „Hann er að gera alls konar dót og líka mynd- list. Hann er einn af mínum uppáhaldslistamönnum,“ segir Arnljótur, sem hefur sjálfur unnið með Ragnari Fjalari við myndlist. „Ég sagði við hann að mig lang- aði að sjá eitthvað alveg geggjað og ég held að það hafi tekist.“ Fram undan hjá Ojba Rasta eru hlust- unarpartí á Faktorý á mánudagskvöld og útgáfutónleikar um næstu mánaðamót. Spilamennska á Airwaves-hátíðinni er einnig í pípunum. „Það eru mjög spenn- andi tímar fram undan hjá okkur og nýr kafli að verða til.“ - fb Langaði að sjá eitthvað geggjað SYSTKINI Arnljótur Sigurðsson (lengst til vinstri) ásamt þremur systkinum sínum úr Ojba Rasta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMSLAGIÐ Ragnar Fjalar Lárusson hannaði umslag fyrstu plötu Ojba Rasta. Bíó ★★★★★ A Seperation Leikstjórn: Asghar Farhadi. Leikarar: Leila Hatami, Peyman Moaadi, Shahab Hosseini, Sareh Bayat, Sarina Farhadi Þessi frábæra íranska kvikmynd frá því í fyrra hefur farið sigur- för um heiminn, unnið til fjölda verðlauna og nemur nú loks land í íslenskum kvikmyndahúsum. Segir hún frá ungum hjónum í Teheran sem skilja að borði og sæng. Konan flytur burt, en eiginmaðurinn verð- ur eftir í íbúð hjónanna ásamt ung- lingsdóttur þeirra og öldruðum föður sínum sem þjáist af Alzheim- er. Dag einn ræður hann fátæka og heittrúaða konu til þess að ann- ast gamla manninn, en hún veldur starfinu illa og allt fer á endanum í háaloft. Myndin eyðir mörgum ranghug- myndum fáfróða vesturlandabú- ans um Íran. Tehran virðist nokkuð nútímaleg borg og frjálslyndi milli- stéttarinnar er meira en annarra. Þó þetta sé ekki aðalatriði mynd- arinnar liggur dramatíkin samt að stórum hluta í þessum mismunandi viðhorfum persónanna til trúarinn- ar og lífsins. Leikararnir eru algjörlega frá- bærir og þau Leila Hatami og Peyman Moaadi eru þar fremst meðal jafningja. Áhorfandinn trúir því að þau séu raunverulega hjón sem hafi eitt sinn verið ástfangin og hamingjusöm, en nú sé neist- inn horfinn og þau eigi sér bjartari framtíð hvort í sínu lagi. Heimilis- hjálpin og vafasamur eiginmaður hennar vekja samúð og fyrirlitn- ingu til skiptis og þessi „hversdags- legu“ vandamál sem persónurnar glíma við kalla fram meiri spennu en flestar hasarmyndir sem ég hef séð nýverið. Leikstjórinn, sem einnig er hand- ritshöfundur og framleiðandi mynd- arinnar, á mikið hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð og góða list- ræna dómgreind. Tökumaðurinn er með vélina í lófanum mest allan tímann og gerir það smekklega og þægilega. Þá er kvikmyndin án tónlistar alveg þar til stafir rúlla í blálokin. Sú ákvörðun var hárrétt, enda hefði músík sennilega þvælst fyrir og dregið úr áhrifamættinum. Skothelt handritið, góð leikstjórn og leikur í úrvalsflokki sjá um þetta hjálparlaust. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Ein besta mynd síðasta árs. Drama í úrvals- flokki KOMDU ÞÉR Í TOPPFORM 6-vikna námskeið CLUB FIT-MTL mótun, tónun og lenging Þolþjálfun og styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd. Hópþjálfun á göngubrettum og góðar æfingar sem móta, tóna og lengja vöðvana. Hópstemning og hvetjandi tónlist. Hver og einn ræður sínum hraða á hlaupabrettinu. Aðeins 20 manns í hóp 45 mínútna tímar - Þér leiðist ekki eina mínútu! Innifalið: • Þjálfun 2x í viku • Club Fit - MTL æfingakerfið miðar að því að styrkja allan líkamann, móta og lengja vöðva og auka þol • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu • Hvatningarpóstur 1 x í viku frá Ágústu Johnson • Þol- og styrktarmælingar – fyrir og eftir • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.