Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 94

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 94
15. september 2012 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is STELLA SIGURÐARDÓTTIR skoraði 12 mörk þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Slóvakíu, 22-23, í öðrum leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi í gær en íslenska liðið tapaði stórt fyrir Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í fyrradag. Það var allt annað var að sjá til íslenska liðsins í gær, íslensku stelpurnar voru 10-6 yfir í hálfleik og með forystu allan leikinn þar til á 56. mínútu en þá seig Slóvakía framúr. Stelpurnar mæta Tékkum í lokaleik sínum í dag. Það er okkur fyllilega ljóst að taprekstur gengur ekki til lengdar. ÓLAFUR MAGNÚSSON ÍÞRÓTTASAMBANDI FATLAÐRA FÓTBOLTI Víkingar úr Ólafsvík geta tryggt sér sæti í Pepsi- deild karla á næsta sumri með hagstæðum úrslitum á móti KA á Akureyrarvelli í 21. umferð 1. deildar karla á morgun. Þórsarar eru þegar komnir upp en KA er eina liðið sem getur náð öðru sætinu af Víkingsliðinu. Víkingar eru með sex stiga forskot á KA-menn þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Ólafsvíkur-Víkingar tryggja sér því sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins með því að ná í stig í leiknum sem hefst kl. 14.00. KA-menn hafa reyndar verið á miklu flugi síðan í ágústbyrjun og náð 16 stigum út úr síðustu sjö leikjum sínum. Það má því búast við hörkuleik á morgun. Takist Víkingum að tryggja sér Pepsi-deildarsætið í dag verður það í fyrsta sinn síðan 1962 (ÍBÍ) sem nýtt félag af Vesturlandi/ Vestfjörðum sem bætist í hóp liða sem hafa spilað í efstu deild í karlafótboltanum á Íslandi. - óój Víkingar úr Ólafsvík: Geta komist upp á morgun EINAR HJÖRLEIFSSON Á mikinn þátt í að Víkingar hafa fengið á sig fæst mörk allra liða í 1. deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÍÞRÓTTIR Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár fær Íþróttasam- band fatlaðra minni fjárveitingu en á þessu ári. Upphæðin lækkar um 400 þúsund krónur og er nú 21,1 milljón króna. „Hver króna skiptir máli fyrir okkur eins og alla aðra,“ segir Ólafur Magnús- son, framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs hjá Íþróttasam- bandi fatlaðra. Gulldrengurinn frá London Ólympíumóti fatlaðra lauk fyrir tæpri viku og fyrir aðeins fáein- um dögum síðan tók ríkisstjórnin sérstaklega á móti keppnissveit- inni með mikilli viðhöfn. Fremst- ur í þeim flokki fór Jón Margeir Sverrisson sem vann til gullverð- launa í Lundúnum. „Við verðum fyrir niðurskurði eins og fleiri. Það er auðvitað eng- inn ánægður með það hlutskipti,“ segir Ólafur. „En því skal haldið til haga að ríkisstjórnin kom fær- andi hendi eftir mótið og styrkti sambandið um fjórar milljón- ir fyrir þann árangur sem við náðum í London. Ber okkur vissu- lega að þakka fyrir þann velvilja,“ bætir hann við. „En það kostar heilmikið að taka þátt í móti sem þessu sem og að undirbúa okkar keppendur fyrir þátttöku eins vel og kostur er. Það má segja að við vorum þegar búnir að eyða þeirri upp- hæð áður en við fengum styrk- inn.“ Fjárveiting sem hvarf í hruninu Íþróttasamband fatlaðra fann einnig fyrir hruninu á sínum tíma. „Fram til ársins 2009 fékk Ólympíuráð fatlaðra sérstaka fjárveitingu upp á þrjár milljónir á ári. Sú fjárveiting var þá tekin af okkur og hefur aldrei komið til baka,“ segir Ólafur. Sambandið hélt þó áfram sínu striki enda undirbúningur þegar hafinn fyrir Ólympíumótið í London. Það hafði þó sínar afleiðingar í för með sér. „Sambandið hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Okkar eiginfjárstaða var þó á þann veg að við gátum haldið áfram okkar starfi en það er okkur að sama skapi fyllilega ljóst að taprekstur gengur ekki til lengdar,“ segir Ólafur. Krónurnar nýtast ekki jafn vel Íþróttasamband fatlaðra hélt sínum helstu styrktaraðilum þrátt fyrir hrunið sem Ólafur segist þakklátur fyrir. „Okkar samstarfsaðilar hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir sýndu það í verki með því að skrifa undir nýja samninga strax eftir hrun,“ segir Ólafur. „En eins og við þekkjum öll hefur allur kostnaður auk- ist mjög eftir hrunið og því nýt- ast krónurnar sem við fáum frá okkar samstarfsaðilum ekki jafn vel og áður.“ Hann segir að sambandið muni áfram ræða við ríkisvaldið um aukna fjárveitingu og ekki síst endurupptöku styrkveitingu til Ólympíuráðs fatlaðra. Á ekki von á breytingum „Í hvert skipti sem við höfum farið á fund fjárveitingarvalds- ins eftir hrun höfum við biðlað til þeirra um að taka upp þenn- an styrk á ný. Ég á ekki von á að það muni breytast í bráð,“ segir Ólafur sem neitar því ekki að við óbreytt ástand geti verið erfiðir tímar fram undan. „Ef ekkert breytist þarf maður bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig okkur tekst að vinda ofan af okkar málum.“ eirikur@frettabladid.is GULLDRENGURINN Jón Margeir Sverrisson synti til sigurs á Ólympíumóti fatlaðra. Hér er hann með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FATLAÐIR FÁ MINNA Í FJÁRLÖGUM Íþróttasamband fatlaðra fær minni fjárveitingu á næsta ári en á þessu samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Fjárveiting sem fatlaðir fengu ár hvert hvarf árið 2009 vegna hrunsins. ÍF hefur verið rekið með tapi í 2 ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.