Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 97

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 97
LAUGARDAGUR 15. september 2012 FÓTBOLTI Pepsi-deild karla fer aftur af stað á morgun eftir þrettán daga landsleikjahlé og það gæti farið svo að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og Grinda- vík félli þótt enn væru þrjár umferðir eftir af deildinni. FH-ingar eru með tíu stiga for- skot á KR-inga og KR-liðið verð- ur búið að spila sinn leik á móti Breiðabliki þegar kemur að stór- leik FH og Stjörnunnar klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið. Tak- ist Vesturbæingum ekki að vinna Blika þá verður það ljóst við fyrsta flaut á teppinu í Garðabæ að FH- liðinu nægir eitt stig til að gull- tryggja sjötta Íslandsmeistaratit- ilinn á átta árum. FH-liðið hefur unnið þrjá leiki í röð án þess að fá á sig mark og alls náð í 21 af 24 stigum í boði frá miðjum júlímánuði og það þykir flestum aðeins vera tímaspursmál hvenær FH-ingar endurheimta Íslandsbikarinn. Grindvíkingar eru aftur á móti í afar slæmum málum á botni deildarinnar og ekkert nema sigur á móti ÍBV í Eyjum kemur í veg fyrir að liðið falli úr deildinni. Grindavík er tíu stigum á eftir Fram sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Tapi Fram og nái Grindavík í stig þá munar níu stigum þegar níu stig eru eftir í pottinum en markatala Grindavík- urliðsins er miklu verri (20 mörk) og liðið væri því í raun fallið. Það verður líka hart barist um Evrópusætin enda munar aðeins þremur stigum á liðunum í 3. til 6. sæti (Stjarnan 29, ÍBV 28, ÍA 28, Breiðablik 26). Bikarmeistaratit- ill KR-inga þýðir að liðin í 3. og 4. sæti komast í Evrópukeppnina næsta sumar. Þá má ekki gleyma fallbarátt- unni því slæm staða Grindvíkinga breytir því ekki að það fer annað lið líka niður í 1. deild og þar sem Framarar og Selfyssingar voru á miklu flugi fyrir frí þá mega liðin fyrir ofan þau vara sig. Tvö þeirra, Keflavík (tekur á móti Fram) og Fylkir (tekur á móti Selfossi) drag- ast fyrir alvöru niður í fallbarátt- una með tapi í þessum leikjum. - óój Leikir morgundagsins: 16.00 ÍBV - Grindavík Hásteinsvöllur 17.00 ÍA - Valur Akranesvöllur 17.00 Keflavík - Fram Nettóvöllurinn 17.00 Fylkir - Selfoss Fylkisvöllur 17.00 KR - Breiðablik KR-völlur 19.15 Stjarnan - FH Samsung völlurinn Pepsi-deild karla aftur af stað eftir landsleikjahlé: Jafntefli gæti fært FH-ingum titilinn HEMIR GUÐJÓNSSON Þjálfari FH-inga þarf ekki að hafa miklar áhyggjur enda er staða liðsins frábær á toppi deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN - Ekkert um okkur án okkar www.obi.is „Ég hafði gaman af kennslunni, hún var oft krefjandi en það var líka gefandi að vinna með unglingum. Mér leið einnig vel í hópi góðra starfsfélaga. Í dag snýst lífið um að gera það besta úr þeirri litlu orku sem ég hef, finna mér tilgang í félagsstörfum og sinna fjölskyldunni. Ég valdi það ekki að verða öryrki. Það rýrir ekki gildi þitt sem manneskju að geta ekki unnið.“ Þorbera Fjölnisdóttir Langflestir sem verða öryrkjar hafa unnið í áratugi og óska þess að geta tekið virkan þátt í samfélag- inu. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Ég borgaði skatta í 22 ár og borga enn Ég valdi ekki að verða öryrki MENNINGARSJÓÐUR KVENNA Á ÍSLANDI UMSÓKNUM Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir og kynningu á menningu kvenna. Úthlutað er árlega úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki. Umsóknum skal skila á eyðublaði sem nálgast má á vefsíðu Hlaðvarpans, www.hladvarpinn.is. Á síðunni er einnig skipulagsskrá sjóðsins þar sem fram koma skilyrði fyrir styrkveitingum úr sjóðnum. Hlaðvarpinn er sjóður sem stofnaður var af hluthöfum Hlaðvarpans ehf. til styrktar menningarmálum kvenna á Íslandi. Stofnfé sjóðsins er söluandvirði fasteigna félagsins að Vesturgötu 3 í Reykjavík. Hlaðvarpanum pósthólf 1280 121 Reykjavík Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2012 Öllum umsóknum verður svarað. Sjá nánar á vefsíðu sjóðsins, www.hladvarpinn.is Upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn@hladvarpinn.is UMSÓKNIR SKULU BERAST auglýsir eftir GOLF Ragnar Már Garðarsson úr GKG tryggði sér í fyrradag sigur á hinu virta og sterka unglingamóti, Duke of York golfmótinu, sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már kom heim til Íslands í gær og fékk frábærar móttökur í klúbbhúsi GKG. „Ég er mjög sáttur enda ætlaði ég bara að gera mitt besta og fá bara reynslu út úr þessu. Ég bjóst ekki alveg við því að vinna mótið,“ sagði Ragnar Már Garðarsson í samtali við Fréttablaðið en móttakan í gær kom honum skemmtilega á óvart. Ragnar Már tryggði sér sigurinn í bráðabana en hann komst í hann með því að ná besta hring lokadagsins. Ragnar lék á 72 höggum eða pari Royal Troon vallarins. Það var frábært skor enda voru aðstæður mjög erfiðar. „Þetta var rosa mikið rok og mikil rigning inn á milli. Ég var örugglega aðeins vanari aðstæðunum en aðrir því sumir eru bara vanir því að spila í sól og blíðu alla daga,“ segir Ragnar í léttum tón. Ragnar var í sjöunda sæti fyrir lokahringinn en tókst samt að komast í umspilið. „Ég ætlaði að spila mitt besta golf og vona það besta. Ég fattaði það á tveimur síð- ustu holunum að ég væri að spila mjög vel miðað við aðstæður því það voru ekki allir að gera það. Ég sá þá strax að ég gæti hafa komist ofar. Eftir hringinn þá fattaði ég, þegar ég var að borða, að ég væri kominn upp í þriðja sætið og svo var ég bara kominn í umspil. Þetta var mjög spennandi og áhugavert,“ segir Ragnar um atburðarrásina í lok mótsins. Ragnar Már er enn bara 17 ára gamall og fær því tækifæri til að mæta aftur á mótið á næsta ári til þess að verja titilinn. „Ég var ekki að stressa mig mikið yfir þessu. Ég var bara glaður með hvað ég spilaði vel og var kominn langt. Ég fékk mjög mikla athygli og það voru margir sem vildu tala við mig. Mér var boðið á mótið aftur á næsta ári til þess að verja tit- ilinn. Ég ætla að reyna það. Það eru flestir sem hafa unnið mótið á lokaárinu og því ekki algengt að menn fái tækifæri til að verja titil- inn,“ segir Ragnar Már. Það var Andrew Bretaprins sem afhenti honum verðlaunin. „Hann var hress, spurði mig hvern- ig hefði gengið og óskaði mér til hamingju. Hann spurði líka hvort veðrið væri svipað á Íslandi,“ segir Ragnar Már og þessi stórefnilegi kylfingur er með háleit markmið í golfinu. „Ég ætla að reyna að kom- ast í háskóla út og spila þar. Svo ætla ég mér að gerast atvinnumað- ur fljótlega,“ segir Ragnar sem er einnig mjög liðtækur í blaki og tennis. „Ég er í landsliðinu í blaki en blakið er meira svona á veturna. Ég var í tennis en hætti því í sumar til þess að einbeita mér að golfinu,“ segir Ragnar. Hann er hlaðinn verðlaunum eftir sumarið og það er ekki slæmt að halda upp á það að vera kosinn efnilegasti kylfingur landsins með því að vinna eitt sterkasta unglingagolfmót í heimi. ooj@frettabladid.is Bjóst ekki við því að vinna Ragnar Már Garðarsson fékk frábærar móttökur þegar hann kom til landsins í gær sem nýrkrýndur meistari á einu sterkasta unglingagolfmóti heimsins. FAGNAÐARFUNDIR Foreldrar Ragnars, Ragnheiður Sigurðardóttir og Garðar Ólafsson, taka hér á móti honum í gær ásamt bróður hans Sigurði Arnari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.