Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 2
17. september 2012 MÁNUDAGUR2
SPURNING DAGSINS
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
4
3
2
5
9
568 8000 | borgarleikhus.is
Kári S
teinn
Karls
son,
langh
laupa
ri
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
mitt
SAMFÉLAGSMÁL Gert er ráð fyrir
því að nýtt hjúkrunarheimili rísi í
Bolungarvík á næsta ári. Velferð-
arráðherra og bæjarstjóri Bol-
ungarvíkur skrifuðu undir samn-
ing um bygginguna fyrir helgi.
Hjúkrunarheimilið mun leysa
af hólmi eldra húsnæði í bænum,
en núverandi húsnæði var tekið
í notkun árið 1958. Heimilið
verður með tíu rýmum fyrir aldr-
aða og er gert ráð fyrir því að það
verði tilbúið í árslok 2013.
Verkefnið verður fjármagnað
af Íbúðalánasjóði og er gert ráð
fyrir að kostnaðurinn verði innan
við 290 milljónir króna. - þeb
Nýtt heimili í Bolungarvík:
Hjúkrunar-
heimili rís 2013
FÉLAGSMÁL „Það er óskiljanlegt að
ekki sé meiri skilningur hjá stjórn-
völdum vegna talþjálfunar,“ segir
Sigurður Jónas Eggertsson, faðir
barns sem er með þroskahömlun
og þarf á aðstoð talmeinafræðings
að halda.
Eins og sagt var frá í Frétta-
blaðinu í síðustu viku neitar
Hveragerðisbær að greiða niður
kostnað vegna talþjálfunar stúlku
í bænum. Samkvæmt samningi
Sjúkratrygginga Íslands og tal-
meinafræðinga eiga sveitarfé-
lögin að greiða niður átján tíma
talþjálfun barna á ákveðnu tíma-
bili í þjálfunarferlinu skömmu
eftir að börnin hefja skólagöngu.
Að minnsta kosti sum sveitarfélög
neita að greiða og benda á að þau
séu ekki aðili að þessum samningi.
Móðir níu ára stúlku í Reykja-
vík, sem ekki vill láta nafns getið,
segir að vegna að máls dóttur
hennar hafi verið sendar inn
kærur til velferðarráðu neytisins
annars vegar vegna synjunar
Reykjavíkurborgar og úrskurðar-
nefndar almannatrygginga hins
vegar vegna synjunar Sjúkra-
trygginga Íslands.
Móðirin bendir á að tími hjá tal-
meinafræðingi kosti 7.600 krónur.
Það muni um slíka upphæð í hverri
viku, sérstaklega hjá öryrkjum
eins og hún sé. Málið sé afar snúið
fyrir fólk á borð við erlenda for-
eldra barna með talerfiðleika.
Kerfið sé frumskógur þar sem
auðvelt sé að rekast á hindranir.
Sjúkratryggingar borga 80 prósent
af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma
sem stofnunin samþykkir.
„Ég er tilbúin að berjast alla leið
fyrir dóttur mína og öll önnur börn
sem þurfa á þessu að halda,“ segir
móðirin sem kveðst njóta stuðn-
ings umboðsmanns barna og munu
fara með málið til umboðsmanns
Alþingis ef þörf krefji.
Sigurður Jónas segir að líta
verði til samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
um að það eigi að hafa jafnan rétt
til menntunar og aðrir.
„Það finnst öllum sjálfsagt að
kenna börnum að lesa og skrifa vel
og því er óskiljanlegt að talþjálfun
sé þar undanskilin. Talþjálf-
un eykur mannlega getu, gefur
meiri reisn, styrkir sjálfsímynd,
bætir félagslega hæfni og jafnvel
dregur úr einelti. Hér eru stjórn-
völd og bæjarfélög að þverbrjóta
á réttindum barna með sérþarfir,“
segir Sigurður sem telur talþjálfun
vera sjálfsagðan hluta af kennslu
og eiga að vera í boði í öllum skól-
um landsins. gar@frettabladid.is
Foreldrar berjast við
kerfið fyrir talþjálfun
Faðir segir stjórnvöld og bæjarfélög þverbrjóta á rétti barna með því að bjóða
ekki þeim sem þurfa talþjálfun. Móðir sem kært hefur til úrskurðarnefndar al-
mannatrygginga og velferðarráðuneytisins kveðst tilbúin að „berjast alla leið“.
ERFITT OG FLÓKIÐ „Það mætti alveg
einfalda lífið og færa þessa þjónustu
inn í skólana,“ segir Sigurður Jónas
Eggertsson. Hann kveður mjög erfitt
fyrir foreldra að þeytast um allt með
börn í alls kyns greiningar og til sér-
fræðinga.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NÁTTÚRA Í tilefni af Degi íslenskrar
náttúru bauð Náttúrufræði stofnun
Íslands upp á gripagreiningar í
höfuð stöðvum sínum í Garðabæ
og á Akureyri í gær. Almenningi
gafst þá kostur á að fá sérfræðinga
stofnunarinnar til að greina fyrir
sig náttúrugripi á borð við steina,
íslenskar plöntur, sjávardýr, fugla
og villt spendýr.
Um 20 manns höfðu nýtt sér tæki-
færið þegar Fréttablaðið bar að
garði en samkvæmt starfsmönnum
stofnunarinnar höfðu flestir með
sér grjót til greiningar. Aldur og
tegund grjótsins voru þær spurn-
ingar sem brunnu á vörum flestra
en sömu sögu var að segja hjá skrif-
stofum Náttúrufræðistofnunar á
Akureyri.
Sigurður Kr. Finnsson mætti
með steinrunnið tré til greiningar
en gripinn fann hann á hreindýra-
veiðum fyrir nokkrum vikum. „Ég
var að fá staðfestingu á því sem
ég hélt. Þetta er 8-9 milljóna ára
gamalt,“ sagði Sigurður ánægður
með svör sérfræðinganna.
Hinn 16. september varð fyrir
valinu sem dagur íslenskrar nátt-
úru en það er fæðingardagur Ómars
Ragnarssonar sem hefur verið ötull
talsmaður íslenskrar náttúru í gegn-
um tíðina. -áp
Gripagreining hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Degi íslenskrar náttúru:
Mikið af grjóti kom til greiningar
STEINRUNNIÐ TRÉ Sigurður Kr. Finnsson
mætti með steinrunnið tré sem reyndist
um 8-9 milljóna ára gamalt.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STJÓRNSÝSLA Óvíst er hvort að
hægt verið að bjóða áfram upp á
sérstakar sumarbúðir í Vatna-
skógi fyrir drengi með athyglis-
brest eftir að ríkið ákvað að fella
niður fjárframlög til sumarbúð-
anna. Þetta var haft eftir fram-
kvæmdastjóra Vatnaskógar í
fréttum Stöðvar 2 í gær.
Í fjárlögum næsta árs, sem
kynnt voru í vikunni, er gert ráð
fyrir að fjárveiting til æskulýðs-
mála lækki. Þannig verða til að
mynda framlög til Æskulýðsmið-
stöðvar KFUM í Vatnaskógi og
Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlf-
ljótsvatni felld niður. - óká
Minna fer í æskulýðsmálin:
Framtíð sér-
stakra sumar-
búða í uppnámi
Gylfi, var þetta erfið fæðing?
„Er reggí lagi með þig? Hún var
unaðs-leg.“
Gylfi Sigurðsson og félagar í reggísveitinni
Ojba Rasta gefa út sína fyrstu plötu í vik-
unni. Upptökur hófust fyrir tveimur árum
síðan, og hafa meðlimir líkt útgáfunni við
það að eignast barn.
HEILBRIGÐISMÁL Á aðalfundi Félags
almennra lækna, sem haldinn var
fyrir helgi, kom fram að félagið
teldi þau vinnubrögð velferðarráð-
herra að hækka laun Björns Zoëga,
forstjóra Landspítalans, forkast-
anleg.
Í tilkynningu frá félaginu kemur
fram að félagið fagni að ráðherra
hafi áttað sig á samkeppnisstöðu
íslenskra heilbrigðis stétta og launi
vel unnin störf. Að sama skapi sé
gengið fram hjá öllu því starfsfólki
sem hefur tekist á við aukið álag,
skert kjör og óásættanlegar vinnu-
aðstæður. Félagið telur að almenn-
ir læknar eigi að njóta sanngirni
og vera umbunað fyrir þá ábyrgð
og álag sem starfi þeirra fylgir.
Félag almennra lækna:
Misbýður
vinnubrögð
STJÓRNMÁL Illugi Gunnarsson,
þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins og fyrsti þingmaður
flokksins í Reykjavík, hyggst bjóða
sig fram til forystu fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjavík í próf-
kjöri flokksins fyrir næstu þing-
kosningar. Frá þessu var greint í
fréttum Bylgjunnar í gær.
Þar með er ljóst að í það minnsta
tveir vilja leiða flokkinn í Reykja-
vík í næstu þingkosningum, þar
sem Hanna Birna Kristjánsdóttir,
hefur einnig sagst sækjast eftir
fyrsta sætinu.
Illugi gegn Hönnu Birnu:
Tveir vilja í
fyrsta sætið
BESSASTAÐIR Forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, heiðraði í
gær þátttakendur á Ólympíumóti
fatlaðra í London með sérstakri
móttöku á Bessastöðum. Íþrótta-
fólkinu, fjölskyldum þeirra, þjálf-
urum og öðrum starfsmönnum
sem voru á Ólympíumótinu var
boðið til móttökunnar sem og for-
ystu Íþróttasambands fatlaðra og
ÍSÍ. Einnig var því íþróttafólki
sem áður hefur unnið til gull-
verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra
boðið. Sundkappinn Jón Margeir
Sverrisson hreppti gullverðlaun
fyrir Íslands hönd í London í ár.
Móttaka á Bessastöðum:
Ólympíufarar
heiðraðir
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Heiðraði
í gær þátttakendur á nýafstöðnu
Ólympíumóti fatlaðra í London á
Bessastöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Brotnaði við smalamennsku
Karlmaður á fertugsaldri fótbrotnaði
við smalamennsku á Fellsströnd í
Dalasýslu á laugardag og var hann
fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar á slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi. Veður var slæmt þegar slysið átti
sér stað og þurfti maðurinn að bíða
aðstoðar í hátt í þrjá klukkutíma.
SLYS
AFGANISTAN, AP Að minnsta kosti átta konur og stúlkur
létu lífið í loftárás NATO í héraðinu Laghman í
Afganistan í gær. Minnst sjö til við bótar slösuðust.
Talsmenn NATO hafa beðist afsökunar á því að
óbreyttir borgarar hafi látið lífið. Hamid Karzai,
forseti Afganistan, fordæmdi árásina.
Þá voru þrjár árásir gerðar á alþjóðlega hermenn
í landinu um helgina. Sú fyrsta varð á föstudags-
kvöld, þegar fimmtán uppreisnar menn dulbúnir í
bandarískum herbúningum myrtu tvo hermenn,
særðu níu aðra og eyðilögðu sex herþotur. Á laugar-
dag skaut maður í öryggisvarðarbúningi tvo breska
hermenn til bana í Helmand- héraði.
Blóðugasta árásin varð svo á sunnudag við
eftir litsstöð í Zabul-héraði, sunnarlega í landinu,
þegar fjórir bandarískir hermenn voru myrtir.
Hermennirnir ætluðu að koma afgönskum lögreglu-
mönnum til hjálpar þegar lögreglumaður eða menn
réðust gegn þeim. Einn lögreglumannanna lét lífið
en aðrir lögreglumenn á staðnum flúðu.
Talíbanar héldu því fram að árásin á föstudag
hefði verið hefnd fyrir bandarísku myndina um
Múhameð spámann, sem hefur valdið miklum
mótmælum víða um heim. Á sunnudag komu svo
hundruð háskólanema saman í Kabúl til að mót-
mæla myndinni auk þess sem mótmælt var víðar í
landinu. - þeb
Þrjár árásir voru gerðar á alþjóðlegt herlið og Bandaríkjunum var mótmælt:
Átta konur létu lífið í loftárás
MÓTMÆLT Í KABÚL Mótmælendur kveiktu í fánum og skop-
myndum af Barack Obama Bandaríkjaforseta í mótmælum í
Kabúl. Kvikmynd um Múhameð spámann var mótmælt víða
um landið eins og annars staðar í múslímaríkjum um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP