Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Förðunarfræðingurinn Ásdís Gests-dóttir, sem leggur stund á snyrti-fræði við snyrtiskólann Beauty
Academy í Ármúla, er mikill skóunn-
andi. Svo mikill að skórnir voru farnir
að flæða út úr öllum skápum á heimili
hennar í Sandgerði. Hún býr þröngt og
brá því á það ráð að búa til vegghillu
fyrir hælaskóna. Þar hanga nú hátt í
tuttugu hælar og vekja mikla athygli
gesta. Ásdís útbjó sömuleiðis hillu fyrir
stígvél og aðra skó en henni telst til að
hún eigi um sextíu skópör í allt.
„Ég er enn með tvær skápahillur
fullar af skóm en skóhillurnar léttu þó
verulega skápaplássinu.“ Skódellan
byrjaði snemma og Ásdís var ung að
árum þegar hún dansaði um allt í hæla-
skóm af mömmu sinni. „Skór eru það
eina sem passar alltaf og ég klæði mig
yfirleitt fyrst í skóna áður en ég ákveð
dressið.“
Efnið í hillurnar fann Ásdís í timbur-
sölunni í BYKO og fékk hún bróður sinn
til að hjálpa sér að mæla fyrir þeim.
Hún notaði kverka- og þéttilista til að
útbúa hælahillurnar en venjulegar
timburfjalir undir stígvélin. „Ég málaði
svo herlegheitin hvít og kom það svona
agalega vel út. Auk þess finnst mér ég
nýta skóna betur því þeir áttu það til
að gleymast lengst inni í skáp. Hælarnir
eru líka margir hverjir ansi fallegir og
bara hin mesta veggprýði og skapast
oft miklar umræður um þá í anddyr-
inu.“
En eru einhverjir í sérstöku upp-
áhaldi? „Já ég var að kaupa mér eftir-
líkingu af Jeffrey Campbell-skónum í
Maníu. Þeir eru úr svörtu leðri með
göddum og mér finnst þeir algert æði.
Þá eru grænir platform-hælar líka í
miklu uppáhaldi.“
HÆLARNIR UPP Á VEGG
SKÓSAFNARI Að búa þröngt getur reynst forföllnum söfnurum þrautin þyngri.
Ásdís Gestsdóttir brá á það ráð að hengja hælana upp á vegg.
AÐEINS BROT AF ÞVÍ
BESTA
Það eru aðeins allra fín-
ustu skórnir sem fá að
fara upp á vegg. Efnið í
hælahillurnar fann Ásdís
í timbursölunni í Byko
og er um ódýra lausn að
ræða.
Stendur þú í einhverjum fram kvæmdum
þessa dagana á heimilinu eða hefur
nýlokið við? Já, við höfum búið hér í
tæplega tvö ár og erum búin að vera
í framkvæmdum frá því við fluttum
inn. Þetta er eldgamalt hús
sem þarf að halda vel við
og það var lítið hugsað um
það í mörg ár áður en við
keyptum það. Við smíðuðum
stóran pall (sem þættirnir sem
eru á RÚV voru einmitt teknir
á) og svo erum við að innrétta
30 fermetra sumarbústað sem
er í garðinum. Erum að gera
hann að svona afslöppunar-
stofu.
Einhverjar framkvæmdir á
döfinni? Ó já, við ætlum
að smíða gróðurhús núna
með haustinu sem verður
klárt fyrir næsta vor. Svo
ætla ég að flísaleggja
baðið og þvottahúsið.
Ertu dugleg að breyta og
bæta heima við? Já, ég
mundi segja að ég sé frekar
dugleg. Mér finnst mjög gaman að
breyta og bæta. Ég er líka dugleg að
losa mig við hluti sem ég er orðin leið
á. Ég fæ fljótt leið á uppstillingum svo
ég verð alltaf að vera að breyta. Það
var líka draumur að vera í gömlu húsi
sem ég gæti endalaust verið að dúlla í.
Svona hús sem er aldrei alveg tilbúið.
Er einhver hlutur sem þig langar
sérstaklega mikið í þessa
dagana?
Ég var að kaupa þann hlut. Mig
var lengi búið að langa í gamalt
hringlaga borðstofuborð úr
tekki sem hægt er að stækka.
Ég datt inn á snilling sem var
búinn að nostra við slíkt borð
og 6 stóla sem ég keypti af
honum. Nú þarf ég að finna
nýjan hlut til að langa í.
Hver er uppáhaldshluturinn
þinn í eldhúsinu? Ég er rosa-
lega hrifin af ísskápnum
mínum. Mér finnst hann
æði. Hann er frekar lítill,
svartur Gorenje Retro Look
og ég fæ ekki leið á að horfa á
hann.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á
heimilinu? Ætli það sé ekki eldhús-
krókurinn en þar geri ég rosamargt,
borða, nota hann sem skrifstofu og fæ
mér kaffi með vinum.
HEIMA VIÐ | HREFNA SÆTRAN MATREIÐSLUMAÐUR
HRINGLAGA BORÐ-
STOFUBORÐ NÝJAST
Á HEIMILINU
„Ég fæ fljótt leið á upp-
stillingum svo ég verð
alltaf að vera að breyta,“
segir Hrefna.
DRAUMUR AÐ
VERA Í GÖMLU HÚSIFerðamálaskóli Íslands www.menntun.is Sími 567 1466
Meðal námsefnis:
Mannleg samskipti.
Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og
myndum.
Mismunandi
trúarbrögð.
Saga landsins,
menning og listir.
Frumbyggjar og saga
staðarins.
Þjóðlegir siðir og hefðir.
Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra
í leiðsögn á erlendri grund.
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson,
Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Magnús Björnsson,
Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Sr. Bragi Skúlason.
Fararstjórn erlendis
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi,
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur,
Ómar Valdimarsson blaðamaður, Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursso fararstjóri í
Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í. , Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur.
Nýtt námskeið hefst 26. september
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS