Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Mánudagur
skoðun 12
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Fasteignir.is
Apótek
17. september 2012
218. tölublað 12. árgangur
É g trúði þessu nú varla sjálfur fyrr en ég fékk senda mynd af vörunni tilbúinni. Þetta er auðvitað stórt skref, að koma fyrstu vörunni sinni á er-lendan markað,“ segir Stefán Pétur Sól-veigarson vöruhönnuður en spænska fyrirtækið Doiy Design hefur sett spag-ettímælinn Ég gæti borðað heilan hest í dreifingu um allan heim. Rétt tæpt ár er síðan Stefán hannaði mælinn og því óhætt að segja að mælir-inn hafi slegið strax rækilega í gegn.„Það má segja að hann hafi strax farið á flug í hönnunarbloggheimum þegar hann kom út og ummæli um hann birt-ust á hverri síðunni eftir aðra. Einhver fyrirtæki höfðu líka fljótlega samband og Doiy Design bauð mér góðan samn-ing sem ég skellti mér á. Þeir eru stórirá markaðnum í d
þetta hefur tekið um það bil hálft ár þar til varan er nú komin á markaðinn,“
segir Stefán. „Nú sest ég bara niður og
bíð eftir að gróðinn fari að „tikka“ inn,“
bætir hann við og hlær og segist ekki
vita til þess að aðrir íslenskir hönnuðir
séu undir hatti Doiy Design, enn þá. „Það gæti þó átt eftir að breytast.“Doiy design leigir framleiðsluna á spagettímælinum af Stefáni í fimm ár.
Varan er merkt honum á umbúðunum
og er einungis fáanleg úr grænu plasti
en sjálfur hafði Stefán framleitt hann úr stáli og hvítu og grænu plasti. Hann
segir einnig aðra breytingu hafa verið
gerða á mælinum.„Ég hafði jafnrétti í mínum mæli, það
er að segja jafn mikið
MÆLIRINN Á FULLTÍSLENSK HÖNNUN Spagettímælirinn Ég gæti borðað heilan hest er kominn á
erlendan markað rétt tæpu ári eftir að hann varð til á teikniborðinu.
STÓRT SKREF
„Þetta er auðvitað stórt skref, að koma vörunni sinni á erlendan markað,“ segir Stefán Pétur Sólveigarson.
MYND/GVA
ENDURVINNSLA ER TIL GÓÐSEndurvinnsla felst í því að nýta hluta sorps til að búa til nýtilegt
efni með því markmiði að minnka þörf á nýjum hráefnum og draga
úr mengun. Sorp, sem mögulegt er að endurvinna, er til dæmis gler,
pappír, málmar, malbik, bylgjupappi, fatnaður og tiltekin plastefni.
FASTEIGNIR.IS17. SEPTEMBER 2012
35. TBL.
Fasteignasalan TORG kynnir einstaklega fallegt einbýlishús með rúmgóðri séríbúð í kjallara. Húsinu fylgir 39,4 fermetra bílskúr með sjálfvirkri rafmagnshurð. Við það er stór hellulögð verönd og fallegt útsýni til suðurs.
Nánari lýsing er sem hér segir:
Komið er inn í rúmgóða flísalagða
forstofu með millihurð með gleri.
Inn af forstofu er herbergi með
lausum skáp og gestaherbergi með
flísum á gólfi. Gengið er inn í rými
með parketi á gólfi sem flæðir inn
í öll svefnherbergin og upp í stofu
og borðstofu.
Barnaherbergin eru tvö og
hjónaherbergi með skápum. Bað-
herbergi er flísalagt í hólf og
gólf. Hvít innrétting, handklæða-
ofn og nýlegt salerni. Gengið
er niður tvær tröppur í rúm-
góða sturtu sem einnig er hægt
að nota sem stórt baðkar. Þvotta-
húsið er með flísum á gólfi og út-
gengi út á suður svalir. Eldhús er
með ljósri viða innréttingu og
eyju með borðplötu úr teini. Ný-
legur stálháfur er í eldhúsi. Tengi
er fyrir amerískan ísskáp. Inn af
eldhúsi er búr með hillum. Flísar
eru á gólfi. Gengið er niður í flísa-
lagt sjónvarpshol með útgengi út á
stóra, skjólgóða og hellulagða ver-
önd og niður í garð.Íbúð í kjallara er rú góð og
björt.
Forstofan er með flísum s m
flæða inn alla íbúð. Svefnherber i
er með lausum skápum. Baðher-
bergi er með sturtuklefa og tengi
fyrir þvottavél. Stórt og svart al-
rými er með hvítri eldhúsinnrétt-
ingu. Útgengi er úr eldhúsi á hellu-
lagða verönd.
Eignin stendur við jaðarbyggð
og er gott útsýni til suðurs. Gróinn
garður og gott viðhald er á húsinu.
Rúmgóðar innkeyrslur eru bæði
við bílskúr og aukaíbúð í kjall-
ara. Allar upplýsingar um eignina
veitir Dórothea í síma 898-3326
og í gegnum netfangið dorothea@
fasttorg is
Fallegt að innan sem utan
Eignin stendur við jaðarbyggð og er gott útsýni til suðurs.
Landmark leiðir þig heim!* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!
100% þjónusta = árangur*
Sími 512 4900 landmark.is Magnús EinarssonLöggiltur fasteignasaliSími 897 8266
Sigurður SamúelssonLöggiltur fasteignasaliSími 896 2312
Sveinn
EylandLöggiltur fasteignasaliSími 690 0820
Þórarinn ThorarensenSölustjóriSími 770 0309
Kristberg Snjólfsson
SölufulltrúiSími 892 1931
Eggert
Maríuson
SölufulltrúiSími 690 1472
Haraldur
Ómarsson
sölufulltrúisími 845 8286
Sigurður Fannar GuðmundssonSölufulltrúiSími 897 5930
Rúnar GíslasonLögg. fasteignasali
audur@fasteignasalan.is
Viltu selja?Vegna mikillar sölu vantar mig 2ja og 3ja herbergja íbúðir í hverfum 101 og 105 Reykjavík. Ákveðnir kaupendur bíða eftir réttu eigninni.
Talaðu endilega við Auði í síma 824-7772
eða audur@fasteignasalan.is
HVETTU BARNIÐ TIL AÐ VERA GÆTIÐ
ÞEGAR ÞAÐ VEITIR PERSÓNULEGAR
UPPLÝSINGAR Á NETINU
www.saft.is
APÓTEKMÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
Kynningarblað
Ráðgjöf
Heilsufarsmælingar
Hjúkrunarþjónusta
Vítamín
Lyf
Gjafavörur
Stefna Apóteksins er einföld og skýr: Að tryggja viðskipta-vinum lyf, lausasölulyf og
aðra vöru á lágu verði. Lyfja höfðar
til skynsemi neytenda og býður
hagstætt verð, einfalt vöruval,
gott aðgengi og faglega þjónustu.
Apótekin eru nú orðin sex talsins
eftir að nýjasta Apótekið opnaði á
Garðatorgi í Garðabæ í febrúar sl.
Apótekið er einnig í Spönginni í
Grafarvogi, Hólagarði í Breiðholti,
Hagkaupum í Skeifunni, Setbergi í
Hafnarfirði og á Akureyri. Apó tekið
þekkist á appelsínugula litnum.
Lágt lyfjaverð í 16 ár
Þó að útsölustöðum Apóteksins
hafi farið fjölgandi að undanförnu
Það þarf ekki að fara
langt fyrir lágt lyfjaverðApótekið var stofnað árið 1996 og er með sex útsölustaði. Þar er boðið upp á lyf á lægra verði og gott úrval af annarri vöru. Nýjasta Apótekið var opnað á Garðatorgi í Garðabæ fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið góðar hjá heimamönnum.
létt&laggott
Byrjaði tveggja ára
Hin fjórtán ára Salka Þorra
Svanhvítardóttir býr til
skart og selur á Facebook.
popp 30
Engir fordómar
Hinsegin ferðaþjónustan
Pink Iceland annast
brúðkaup gagnkynhneigðs
pars í fyrsta sinn.
popp 30
SPRENGING Í ÍBÚÐAHVERFI Sjúkraflutningamenn hlúa að húsráðanda í íbúðinni þar sem sprengingin varð, örstuttu eftir að hún skók hverfið. Fremst til hægri á myndinni sést
brak sem þeyttist úr íbúðinni ásamt glerbrotadrífu út á leikvöll, þar sem lítil börn voru að leik örskömmu áður en sprengingin varð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
UTANRÍKISMÁL Danir vilja
leggjast á árar við lausn
makríl deilunnar, að sögn Villy
Søvndals, utanríkisráðherra
Danmerkur.
Hann segir Dani í sérstakri
stöðu, verandi í Evrópusam-
bandinu og í ríkjasambandi
við Færeyjar. „Í krafti okkar
stöðu höfum við möguleika á
að byggja brú milli deiluaðila,“
segir Søvndal í viðtali við
Fréttablaðið. - þj, óká / sjá síðu 8
Utanríkisráðherra Dana:
Vinni að sátt í
makríldeilu
RIGNING norðan- og austanlands
en slydda eða snjókoma inn til
landsins þar. Skýjað með köflum
sunnan og vestan til. Strekkingsvind-
ur með norður- og austurströndinni.
VEÐUR 4
8
7
5
4
6
LÖGREGLUMÁL Öflug sprenging varð
í íbúð við Ofanleiti 17 um ellefu-
leytið í gærmorgun. Karl maður
á fertugsaldri sem var í íbúð-
inni var fluttur mikið slasaður
á sjúkrahús og var honum haldið
sofandi í öndunarvél í gærkvöld.
Hann er í lífshættu.
Enn hefur ekkert verið gefið
út um orsök sprengingarinnar,
en samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er ekkert sem liggur
fyrir um að eitthvað saknæmt
hafi farið fram í íbúðinni sem
hafi getað valdið slysinu. Lögregl-
an tók við rannsókn málsins um
klukkan hálftvö í gærdag og lauk
vettvangsvinnu tækni deildar þar
um sexleytið. Ekki fengust neinar
upplýsingar frá lögreglunni um
málið í gærkvöldi.
Sigurður Ásgrímsson, fagstjóri
sprengjusveitar Landhelgisgæsl-
unnar, furðar sig á að lögregla
hafi ekki kallað Landhelgisgæsl-
una á svæðið þegar sprengingin
varð.
„Það hefði verið eðlilegt að gera
það,“ segir Sigurður. „Ég mun
óska eftir því á morgun [í dag] að
fá að sjá vettvanginn og afla mér
upplýsinga um þetta mál.“
Höggið fannst í öllum nær-
liggjandi húsum þegar spreng-
ingin varð. Glerbrot úr rúðum
íbúðarinnar þeyttust allt að
hundrað metra frá húsinu, meðal
annars yfir leikvöll vestan við
bygginguna. Mikil mildi þykir
að engir fleiri hafi slasast, en
börn höfðu verið að leik á vell-
inum nokkrum mínútum áður en
sprengingin varð.
Svandís Eva Aradóttir var
stödd í íbúðinni fyrir ofan þegar
sprengingin varð. Hún vaknaði
við höggið. „Allir öskruðu: Eldur,
eldur,“ segir hún. „Við opnuðum
út á svalir og þá fylltist allt af
reyk. Svo fundum við mikla gas-
lykt.“
Slökkvilið kom á vettvang um
fimm mínútum eftir að tilkynn-
ing barst. Að sögn Rúnars Helga-
sonar varðstjóra gekk vel að
ráða niðurlögum eldsins. Um 20
slökkviliðsmenn komu fljótlega
á vettvang en síðan var kallaður
út viðbótarmannskapur. Íbúðin
er gjörónýt og allt sem í henni
var, en eldtungur náðu upp yfir
þak beggja vegna hússins með
miklum, sótsvörtum reyk. Tölu-
verðar reykskemmdir urðu í
nærliggjandi íbúðum og húsið
allt var tæmt. Íbúum var boðin
áfallahjálp og gisting hjá Rauða
krossinum.
Sigurbjörn Guðmundsson,
aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs-
ins á höfuðborgarsvæðinu, segir
málið allt hið furðulegasta.
„Svona ofsalega öflug spreng-
ing og gríðarlegur eldur með
miklu sóti strax í kjölfarið er
mjög óvenjulegt,“ segir Sigur-
björn. Vægast sagt sé mjög sér-
stakt að slík sprenging verði í
íbúðarhúsnæði.
Að minnsta kosti einn gaskútur
var inni í íbúðinni þegar spreng-
ingin varð, en hann var heill
þegar slökkvilið kom á staðinn
og fjarlægði hann. - sv / sjá síðu 4
Ekkert gefið út um
orsök sprengingar
Öflug sprenging varð í íbúðarhúsi við Ofanleiti í gær. Maður sem var í íbúðinni
er í lífshættu. Slökkviliðsmenn segja málið afar óvenjulegt. Fagstjóri sprengju-
sveitar furðar sig á því að Landhelgisgæslan hafi ekki verið kölluð á vettvang.
Svona ofsalega öflug
sprenging og gríðar-
legur eldur með miklu sóti
strax í kjölfarið er mjög
óvenjulegt,
SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON
AÐSTOÐARVARÐSTJÓRI SLÖKKVILIÐSINS
Meistarar
FH tryggði sér Íslands-
meistaratitilinn í
knattspyrnu í gær.
sport 26