Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 17. september 2012 13 Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnar- skrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslend- ingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna“? Óreiðuvíkingarnir Er reglan kannski frekar sú að skuldir óreiðumanna séu ein- mitt greiddar af öllum öðrum en þeim sjálfum; að óreiðu mönnum hafi einmitt verið gefnar upp skuldir sínar – hinar frægu afskriftir – og enginn þyki nú maður með mönnum í fínu partí- unum nema að geta státað af umtalsverðum afskriftum, rétt eins og snekkjum, þyrlum og Alpaskálum fyrir hrun og Tom Jones á rúmstokknum að syngja mann í svefn með hugljúfum brag um Money Heaven. Þegar tveir útrásarvíkingar hittast og hefja mannjöfnuð spyrja þeir ekki lengur: „Hvað varstu með á síðasta ári í ebita?“ heldur: „Hvað varstu með á síðasta ári í afskriftir?“ Einn af öðrum skjóta þeir upp kollinum óreiðuvíkingarnir með úttroðna vasana af fé úr leyni- hólfum heimsins og enga iðrun að sjá í fasi þeirra, engin merki þess að þeir átti sig á því hversu grátt þeir léku þjóðina sína: hjá þeim eru engar skriftir fyrir- hugaðar – bara afskriftir. Uppáskriftir Hrunið var raunverulegt og hafði skelfilegar afleiðingar fyrir margt fólk; heiðarlegt, vinnu- samt fólk sem skilað hafði sínu og vel það horfði nú framan í stökkbreytta skuldaófreskju af því að það hafði trúað því að hægt væri að láta einhvern draum rætast með hagstæðum lánum; draum um hús og þar með tilveru. Hrunið var líka sumum mönnum skálkaskjól eða hentug allsherjarskýring á því hvernig komið væri fyrir viðkomandi í lífinu – í stað þess að líta í eigin barm var nú kominn mjög hent- ugur sökudólgur og tilvalin leið til að hlaupast undan skuldum sínum. Þær eru margar og margvís- legar sögur fólks úr Hruninu og flókið að greiða úr málum þannig að hægt sé að kenna við einhvers konar réttlæti, átta sig á því hverjir eiga hjálp skilið og hverjir ekki – og hvernig hjálp. Sumar snúast þessar sögur um heiðarlegt fólk sem þarf að borga skuldir óreiðumanna. Maður heyrir til dæmis sögur af því að óreiðumenn hafi getað farið til umboðsmanns skuldara og sann- fært fólk þar á bæ um að aflétta skuldum sínum enda ekki borg- unarmenn fyrir þeim. Það er auðvitað ágætt að horfast í augu við það og hjálpa mönnum aftur á fætur, en hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að lánveit- andinn virðist einfaldlega snúa sér að næsta ábyrgðarmanni, að gömlum íslenskum bankasið. Það er þá fólk sem í grandaleysi hefur skrifað upp á fyrir viðkom- andi skuldara, yfirleitt vegna fjöl- skyldutengsla og yfirleitt verið fullvissað um að einungis sé um formsatriði að ræða. Stundum er um að ræða fyrrverandi maka sem sitja þá ekki bara uppi með sinn hluta skuldar sem sameigin- lega var stofnað til og hafa alltaf staðið í skilum með – heldur fá nú líka hluta makans óskilvísa. Og stundum er um að ræða gamalt fólk sem ekki hefur varast óreiðumennina og upplifir það nú skyndilega að gengið er að eigum þess með óvægnum hætti – allt tekið. Hún reynist ekki lengri leiðin yfir í Money Heaven en þetta. Ný lög um ábyrgðarmenn tóku gildi fyrir nokkrum árum og bættu nokkuð úr því ófremdar- ástandi sem hér ríkti um árabil þegar lánveitendur þurftu enga ábyrgð að taka af því að hrúga peningum í fólk sem ekki stóð í skilum, og gátu síðan gengið að þeim sem skrifuðu upp á. Nú þarf lánveitandi að láta fara fram greiðslumat og kynna það fyrir væntanlegum ábyrgðarmanni áður en hann skrifar undir. Það er vissulega til bóta þó að lögin séu reyndar ekki afturvirk – hér eru réttindi fólks aldrei afturvirk, einungis lánaskilmálar. En áður en við hleypum hrós- mönnum Íslands á fulla ferð áfram í því að kenna öðrum löndum að takast á við hrun efna- hagslífsins er þörf ýmissa úrbóta, eigi lofið að vera eitthvað annað en skrum. Og svo þurfum við náttúrlega líka að standa undir nafni þegar kemur að endurbótum á stjórnar- skránni sem útlendingar hafa fyrir satt að íslenska þjóðin sé nú að skrifa. Þar á þjóðin kost á því að mæta í ráðgefandi kosningar þann 20. október næstkomandi til að taka afstöðu til nokkurra grundvallaratriða í tilveru sinni, og hjálpa til við að reisa hér far- sælda frón. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Skriftir, afskriftir og uppáskriftir AF NETINUSigurbraut fréttabarna Þegar ég fór úr skóla í blaða- mennsku, vorum við fullorðin. Kunnum íslenzku, þar á meðal stafsetningu, kunnum Y og Z, kunnum setningafræði, þekktum rætur orða. Kunnum hugtaka- fræði, þekktum mun á lýðveldi og lýðræði, sálgreiningu og sálfræði, barokk og rókokkó, Juno og Heru, belgísku og frönsku Kongó. Við höfðum lært landafræði og sagn- fræði. Lengi hefur ekkert slíkt verið í boði í menntakerfinu. Og uppeldi snýst um að hossa börnum og segja þau vera toppinn á tilverunni. Þróar unglinga, sem telja sig sigra heiminn með millilendingu í blaða- mennsku. Þau eru núllin, er við köllum fréttabörn. Milli hláturkasta. www.jonas.is Jónas Kristjánsson Djúpið Ég var að horfa á myndina Djúpið eftir Baltasar. Mikið er þetta fín mynd. Þó hún lýsi afar dramatískum og sorglegum atburðum er hún lágróma og einlæg. Mér virðist sem allir sem störfuðu við myndina hafi unnið sín verk með miklum sóma. Persónurnar eru alvöru fólk. Ólafur Darri er eins og skapaður í hlut- verkið, en það er ekkert alltaf nóg – það verður líka að leggja í það sálina. Og það tókst honum. Og það lukkaðist að láta hafið leika. Klippingar milli nærmynda og víðmynda tókust vel – sem er ekkert alltaf raunin um myndir sem gerast úti á sjó. Og djúpið sjálft verður líka ein eftirminnilegasta „persónan“. Ég vona að fólk flykkist í bíó að sjá þessa mynd. http://blog.pressan.is/illugi/ Illugi Jökulsson Hrunið var líka sumum mönnum skálkaskjól eða hentug allsherjar- skýring á því hvernig komið væri fyrir viðkomandi í lífinu – í stað þess að líta í eigin barm var nú kominn mjög hentugur sökudólgur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.