Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 8
17. september 2012 MÁNUDAGUR8 www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.950.000 kr. (kr. 2.350.597 án vsk) *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn Villy Søvndal, utanríkis- ráðherra Danmerkur, sótti Ísland heim í lok síðustu viku. Í samtali við Frétta- blaðið segir hann upprisu Íslands eftir hrun hafa komið ánægjulega á óvart og önnur lönd líti til þess hvernig til hafi tekist. Hann segist aukinheldur vonast til þess að pólitísk lausn finnist á makríl deilunni, þar sem Danir eru í sér- stakri stöðu sem ESB-land og einnig í ríkjasambandi við Færeyjar. Søvndal tók við embætti fyrir tæpu ári eftir sigur vinstri flokkanna í þingkosningunum. Hann hefur leitt Sósíalíska þjóðarflokkinn (SF) frá árinu 2005, en sagði af sér for- mannsembættinu fyrir nokkrum dögum. Hann segist oft hafa milli- lent hér á landi á leið til Grænlands, en hefur ekki staldrað lengi við hér áður. „Ég hef haft standandi heimboð frá góðvini mínum Steingrími J. Sigfússyni, og það gleður mig að koma loks, enda tengi ég Ísland við heitar uppsprettur, íslenska hest- inn og mjög fallega náttúru.“ Søvndal hitti nokkra af ráða- mönnum Íslands hér á landi, til dæmis starfsbróður sinn Össur Skarphéðinsson. „Við ræddum nokkur af okkar helstu málum. Til dæmis tengslin við ESB, þar sem við Danir vorum í forystu fyrri hluta ársins. Við viljum gjarnan greiða götu Íslands í þeim efnum, ef Íslend- ingar ákveða að fara þá leið, sem er að sjálfsögðu ákvörðun íslensku þjóðarinnar. Þá viljum við gjarna hjálpa til við að leysa makríl- deiluna og vera milligönguaðili ef við getum. Þá ræddum við að sjálfsögðu málefni norðurslóða þar sem við höfum brýnna sameigin- legra hagsmuna að gæta.“ Søvndal bætir því við að Dan- mörk og Ísland hafi annars mjög nána samvinnu á alþjóðavettvangi þannig að á allt litið sé margt fram undan í þeim málum. Upprisa Íslands fyrirmynd Ráðherrann hitti einnig Katrínu Jakobsdóttur menningar- og mennta málaráðherra og vara- formann Vinstri grænna, sem er systurflokkur SF. Meðal þess sem barst í tal var staðan á Íslandi fjór- um árum eftir hrun. „Okkur finnst afar mikið koma til þess hvernig Ísland, sem var eitt af þeim löndum sem urðu hvað verst úti eftir fjármálahrunið 2008, hefur náð sér á strik á nú. Íslend- ingar hafa náð frábærum árangri frá hruni og ríkisstjórnin á hrós skilið. Íslenska ríkið virðir sínar skuldbindingar, en á sama tíma er hér hagvöxtur sem er meiri en við í Danmörku getum státað okkur af, og atvinnuleysið er að minnka, og það er vel að verki staðið.“ Aðspurður um efnahagsþreng- ingarnar sem Danir kljást við um þessar mundir játar Søvndal að þar í landi geti menn lært eitt og annað af reynslu Íslands. „Já, klárlega. Við Steingrímur höfum hist margoft og rætt þessi mál, enda góðir vinir, síðast í Ósló fyrir um mánuði síðan. Mér finnst Ísland geta verið góð fyrir mynd fyrir önnur ríki þar sem leiðin út úr kreppunni hefur verið hag- vöxtur og atvinnusköpun með mikla áherslu á aukið félagslegt réttlæti í gegnum skatta breytingar og nútímavæðingu íslensks samfé- lags. Ég er viss um að allir geri sér grein fyrir þeim hremmingum sem Ísland hefur gengið í gegnum og að Ísland er viðurkennt á alþjóða- vettvangi sem fyrirmynd að því hvernig hægt er að beita ábyrgum leiðum til að komast út úr kreppu.“ Sáttasemjari í makríldeilu Danmörk er í sérstakri stöðu í makríldeilunni milli ESB og Nor- egs annars vegar, og Færeyja og Íslands hins vegar. Er ekki erfitt að samþætta hlutverk sitt sem ESB-ríki því að eiga náið sam- band við Ísland og vera meira að segja í ríkjasambandi við Fær- eyjar? „Það má segja að einmitt í krafti okkar stöðu höfum við möguleika á að byggja brú milli deiluaðila og sjá til þess að deilan verði leyst með pólitísku sam- komulagi og málamiðlun þannig að ekki muni reynast þörf á að grípa til refsiaðgerða. Við höfum einnig sérstökum skyldum að gæta gagnvart Færeyingum í formi ríkjasambandsins, þann- ig að við munum tvímælalaust verja hagsmuni Færeyja ef deilan kemur til kasta Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO). En ef refsiaðgerðir á vegum ESB verða að veruleika? „Ef gripið verður til einhvers konar viðurlaga vegna málsins, leggjum við áherslu að þau verði innan sanngirnismarka, í sam- ræmi við aðstæður og einungis tengd makríldeilunni. En við von- umst svo sannarlega til þess að ekki muni koma til þess og við biðlum til allra málsaðila um að pólitísk lausn finnist á málinu.“ Leið Íslands getur verið fyrirmynd annarra þjóða Villy Søvndal er fæddur árið 1952 og er kennari að mennt. Hann starfaði sem slíkur til ársins 1992 þegar stjórnmálaferillinn tók við. Þá hafði hann þegar verið virkur í verkalýðshreyfingunni um árabil. Hann settist á þing fyrir SF sem fullgildur þingmaður árið 1994 og tók við formannssætinu í flokknum árið 2005. Hann bast Helle Thorning-Schmidt, formanni Jafnaðarmannaflokksins, tryggðaböndum í aðdraganda þing- kosninganna í fyrrahaust og þrátt fyrir að SF missti sjö þingmenn tók vinstri stjórn við taumunum og Søvndal fékk embætti utanríkisráðherra. Þetta er í fyrsta sinn sem SF fær sæti í ríkisstjórn. Fyrir nokkrum dögum ákvað hann að draga sig í hlé sem formaður flokksins, að eigin sögn til að hleypa nýju fólki að fyrir næstu kosningar, en hann hyggst þó áfram sinna utanríkisráðherraembættinu. Stígur til hliðar úr formannsstól 1. Hvað er mesta magn kókaíns sem vitað er um að reynt hafi verið að smygla innvortis til landsins? 2. Hvar fann lögregla amfetamín- framleiðslu í bílskúr fyrir helgi? 3. Hvenær hefst málflutningur í Icesave-málinu? SVÖRIN SVÍÞJÓÐ Áfengisverslun sænska ríkisins hefur ákveðið að hefja heimsendingu á áfengi í tilrauna- skyni á sex stöðum í landinu. Tilraunin er svar áfengis- verslunarinnar við auknum inn- kaupum í gegnum internetið, að sögn forstjórans Magdalenu Ger- ger. Hún segir að tryggt verði að þeir sem fái áfengi heimsent hafi náð lögaldri. Heimsendingin mun kosta í kringum 250 sænskar krónur, eða um 5.500 íslenskar krónur. - þeb Tilraun hjá sænska ríkinu: Svíar fá áfengið í heimsendingu FRÉTTAVIÐTAL: Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur FYRSTA ÍSLANDSHEIMSÓKNIN Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, hafði stutta viðdvöl á Íslandi þar sem hann ræddi meðal annars við Össur Skarphéð- insson og Katrínu Júlíusdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. 1,3 kíló sem Þjóðverji nokkur reyndi að smygla í ágústlok. 2. Við Efstasund í Lang- holtshverfi. 3. Á morgun, þriðjudag. Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Rúnar Pálmason, blaðamaður Morgunblaðsins, hlaut í gær fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins sem veitt voru í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Svan- dís Svavarsdótt- ir umhverfis- og auðlindaráðherra veitti Rúnari verðlaunin fyrir umfjöllun hans um akstur utan vega og umgengni við náttúru Íslands. Hjörleifur Guttormsson fékk við sama tækifæri Náttúruvið- urkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir baráttu sína fyrir verndun náttúru Íslands. - áp Ráðuneyti veitir verðlaun: Beita sér í þágu náttúrunnar RÚNAR PÁLMASON VEISTU SVARIÐ? … við munum tvímælalaust verja hagsmuni Færeyja ef deilan kemur til kasta Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO). VILLY SØVNDAL UTANRÍKISRÁÐHERRA DANMERKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.