Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 45
KYNNING − AUGLÝSING Apótek17. SEPTEMBER 2012 MÁNUDAGUR 3
Viðskiptavinum fjölgar bara og fjölgar þótt við auglýsum ekki mikið. Það kemur til af því að við höfum allt-
af komið mjög vel út úr verðkönnunum á
lyfjum, hvort sem um er að ræða lyfseðils-
skyld lyf eða lyf sem eru seld án lyfseðils,“
segir Haukur Ingason apótekari í Garðs Apó-
teki.
Hann segir æ fleiri komast að raun um að
hægt sé að gera góð kaup á fleiru en lyfjum
í Garðs Apóteki.
„Margir koma gagngert til að kaupa fæðu-
bótarefni og vítamín sem fást í úrvali, hjúkr-
unarvörur, snyrtivörur og næringardrykki,
því verð er almennt lágt í apótekinu.“
Að sögn Hauks kunna viðskiptavinir því
einkar vel að Garðs Apótek sé einkarekið.
„Eftir bankahrunið er fólk orðið meðvit-
aðra um við hvern það verslar og virðist hafa
fengið nóg af lyfjakeðjum, hvort sem þær
heita Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið, Apótekar-
inn eða Skipholts Apótek,“ upplýsir Haukur.
Í Garðs Apóteki er notalegt kaffihúsahorn
þar sem hægt er að setjast niður með ilm-
andi kaffi, te eða vatnsglas í boði hússins.
„Hverfisbúar koma hingað oft og tíðum og
stundum er apótekið eins og hverfismiðstöð
þar sem íbúarnir hittast og spjalla saman,“
segir Haukur ánægður.
„Við erum í leiðinni fyrir íbúa stærstu
hverfa borgarinnar og með tilkomu raf-
rænna lyfseðla finnst mörgum þægilegt að
hringja á undan sér, láta taka til lyfin sín og
sækja þau á heimleiðinni upp í Breiðholt,
Árbæ eða Grafarvog og nágrannasveitar-
félögin Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ,
Hafnarfjörð og víðar,“ segir Haukur.
Það sem gerir Garðs Apótek að fyrsta vali
viðskiptavina er þó fyrst og fremst fyrir-
myndarþjónusta og hlýlegt viðmót starfs-
fólksins, í kaupauka við lága verðið.
„Nýverið jukum við þjónustu í kringum
stómavörur og þvagleggi, og nú geta þeir
sem nota slíkar vörur snúið sér til okkar og
fengið þær afhentar í apótekinu eða sendar
heim til sín, hvert á land sem er,“ segir
Haukur og bætir við:
„Svo eru alltaf einhverjir sem segjast
koma bara af því hér starfi f lottustu af-
greiðslustúlkur bæjarins, en ég sel það ekki
dýrara en ég keypti það, eins og svo margt
annað,“ segir Haukur og brosir.
Garðs Apótek er á horni Sogavegs og
Réttar holtsvegs, við brúna yfir Miklubraut.
Sími 5680990. Opið er virka daga frá klukkan
9 til 18 en lokað um helgar. Sjá nánar á www.
gardsapotek.is.
Viðskiptavinum fjölgar bara
og fjölgar í Garðs Apóteki
Garðs Apótek er vel þekkt fyrir lágt lyfjaverð og úrvals þjónustu. Meðal nýjunga í apótekinu eru stómavörur, þvagleggir og
næringardrykkir. Margir viðskiptavinir koma gagngert þangað til að kaupa fæðubótarefni og vítamín sem fást þar í miklu úrvali.
Garðs Apótek er á horni Sogavegs og Réttarholts-
vegs, við brúna yfir Miklubraut. Á efri hæð hússins
hefur nú opnað Læknastöðin Sogavegi. MYND/ANTON
Haukur Ingason apótekari í Garðs Apóteki með flottustu afgreiðslustúlkum bæjarins sem eru í senn rómaðar fyrir hugguleika, hlýlegar móttökur og afbragðs þjónustu. MYND/ANTON