Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 17
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
12 mánaða vaxtalausar greiðslur*
Gerið gæða- og verðsamanburð
*3,5% lántökugjald
Ný sending
af hágæða
sængurverasettum
i
BOAS RAFDRIFNIR
Leður hægindasófar
og stólar
i
l
NÝT
T
Ég trúði þessu nú varla sjálfur fyrr en ég fékk senda mynd af vörunni tilbúinni. Þetta er auðvitað stórt
skref, að koma fyrstu vörunni sinni á er-
lendan markað,“ segir Stefán Pétur Sól-
veigarson vöruhönnuður en spænska
fyrirtækið Doiy Design hefur sett spag-
ettímælinn Ég gæti borðað heilan hest í
dreifingu um allan heim.
Rétt tæpt ár er síðan Stefán hannaði
mælinn og því óhætt að segja að mælir-
inn hafi slegið strax rækilega í gegn.
„Það má segja að hann hafi strax farið
á flug í hönnunarbloggheimum þegar
hann kom út og ummæli um hann birt-
ust á hverri síðunni eftir aðra. Einhver
fyrirtæki höfðu líka fljótlega samband
og Doiy Design bauð mér góðan samn-
ing sem ég skellti mér á. Þeir eru stórir
á markaðnum í dag fyrir hönnunarvörur
með einhverja hugmynd að baki og
hafa farið stækkandi. Vinnan í kringum
þetta hefur tekið um það bil hálft ár
þar til varan er nú komin á markaðinn,“
segir Stefán. „Nú sest ég bara niður og
bíð eftir að gróðinn fari að „tikka“ inn,“
bætir hann við og hlær og segist ekki
vita til þess að aðrir íslenskir hönnuðir
séu undir hatti Doiy Design, enn þá.
„Það gæti þó átt eftir að breytast.“
Doiy design leigir framleiðsluna á
spagettímælinum af Stefáni í fimm ár.
Varan er merkt honum á umbúðunum
og er einungis fáanleg úr grænu plasti
en sjálfur hafði Stefán framleitt hann
úr stáli og hvítu og grænu plasti. Hann
segir einnig aðra breytingu hafa verið
gerða á mælinum.
„Ég hafði jafnrétti í mínum mæli, það
er að segja jafn mikið magn fyrir karla
og konur. Þeir minnkuðu hins vegar
skammtinn fyrir konurnar. Ég sá það
ekkert fyrr en á mynd og þá var of seint
að breyta því.“ ■ heida@365.is
MÆLIRINN Á FULLT
ÍSLENSK HÖNNUN Spagettímælirinn Ég gæti borðað heilan hest er kominn á
erlendan markað rétt tæpu ári eftir að hann varð til á teikniborðinu.
STÓRT SKREF
„Þetta er auðvitað stórt
skref, að koma vörunni
sinni á erlendan
markað,“ segir Stefán
Pétur Sólveigarson.
MYND/GVA
ENDURVINNSLA ER TIL GÓÐS
Endurvinnsla felst í því að nýta hluta sorps til að búa til nýtilegt
efni með því markmiði að minnka þörf á nýjum hráefnum og draga
úr mengun. Sorp, sem mögulegt er að endurvinna, er til dæmis gler,
pappír, málmar, malbik, bylgjupappi, fatnaður og tiltekin plastefni.