Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 10
17. september 2012 MÁNUDAGUR10 10
82 MÁL hafa verið lögð fram á yfirstandandi þingi, samkvæmt vef Alþingis. Þau skiptast til helminga í þings-ályktunartillögur og lagafrumvörp. Þessi tala á eftir að hækka þegar líður á vikuna og þingflokkar forgangsraða
þingmannamálum sínum.
Flutningalausnir
Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 102, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » sala@maritech.is » www.maritech.is
Gold Enterprise Resource Planning
Silver ndependent Software Vendor ( SV)
- tryggir þér samkeppnisforskot
Innkaupastjórinn:
„Hlutverk mitt er að
tryggja rétt birgðahald
og hámarka framlegð
vörunnar.“
Maritech sérhæfir sig í
Microsoft Dynamics NAV
viðskiptalausnum.
Endurtekið efni verður á
dagskrá Alþingis í vetur
þegar mál sem ekki náðust
í gegn á síðasta þingi verða
rædd. Þingsályktunartil-
lögur og lagafrumvörp
hrúgast inn.
Frumvarp um fiskveiðistjórnun og
þingsályktunartillaga um Ramma-
áætlun um vernd og nýtingu nátt-
úrusvæða. Þetta eru þau mál sem
setja munu, öðrum fremur, mark
sitt á starf Alþingis í vetur. Hið
sama var sagt þegar þau voru
boðuð á síðasta þingi, en bæði eru
því marki brennd að ekki náðist að
klára þau í vor.
Alþingi var sett á þriðjudag og
fjárlög ársins 2012 voru lögð fram.
Starfið hófst fyrr en áður, venju-
lega hefur þing ekki verið sett
fyrr en 1. október. Ekki veitir af
þar sem þingmanna bíður ærinn
starfi við fjölda mála og ekki er
í boði að draga þingstörf fram á
sumar. Kosið verður til Alþingis
í apríl.
Náttúran og nýtingin
Sagan endalausa varðandi ramma-
áætlun heldur áfram. Vinna við
hana hefur staðið yfir í rúman ára-
tug og Katrín Júlíusdóttir, þáver-
andi iðnaðarráðherra, boðaði að
með henni yrði deilan um hvort
vernda ætti náttúrusvæði eða nýta
þau til orkuöflunar leidd til lykta í
eitt skipti fyrir öll.
Annað hefur verið að skilja á
Svandísi Svavarsdóttur um hverfis-
og auðlindaráðherra. Hún hefur
viðrað þá skoðun sína að ekki sé
hægt að velja fyrir hönd komandi
kynslóða hvort svæði verði virkjuð
eður ei. Hún sagði í Fréttablaðinu
á föstudag að ekki væri öruggt að
svæði í nýtingarflokki yrðu nýtt.
„Varúðarsjónarmiðin hverfa
ekki þó að Rammaáætlun sé lokið,
þau verða til eftir sem áður. Það
lá alltaf fyrir að þó að ákvörðun
væri tekin um að virkjunarhug-
mynd færi í nýtingarflokk, þá
væri sú ákvörðun ekki trygging
fyrir því að viðkomandi svæði
yrði nýtt. Það sem breytist við
Rammaáætlun er að í stað þess
að landið sé allt í nýtingarflokki,
þá er það bara skilgreindur hluti
þess.“
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að Sjálfstæðis flokkurinn
hyggist leggja fram þings-
ályktunar tillögu um Ramma-
áætlun í vikunni. Þar verður lagt til
að flokkunin verði óbreytt frá því
sem sérfræðinganefnd lagði til. Það
þýðir, til að mynda, að neðrihluti
Þjórsár fer aftur í nýtingaflokk og
Norðlingaalda úr verndarflokki.
Ljóst er því að tekist verður á
um einstök svæði í þingsal í vetur.
Engin sátt um fiskveiðar
Liður í samkomulagi um þinglok
í júní var að unnið yrði að sam-
komulagi um stjórnun fiskveiða.
Atvinnuveganefnd skipaði starfs-
hóp um málið og eftir brotthvarf
Þórs Saari úr honum sátu í honum
þingmenn úr stjórnarflokkunum
tveimur, Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokki.
Fjórmenningarnir skiluðu af
sér skýrslu sem innihélt grundvöll
til sátta, þó ekki í stærstu ágrein-
ingsmálunum eins og leigupottum
og innköllun hluta aflaheimilda
sem skipta um hendur. Samkomu-
lag var um hvað ekki ætti að vera
í lögum hvað þetta varðar, en ekki
hvað ætti að koma í staðinn.
Viðbrögð við skýrslu fjórmenn-
inganna sýna að hún er trauðla
grundvöllur sátta um málið.
Stjórnarþingmenn hafa gagnrýnt
hana mjög og sagt hana vinna
gegn upphaflegum markmiðum
frumvarpsins. Ólína Þorvarðar-
dóttir bókaði á fundi atvinnuvega-
nefndar:
„Verði þær breytingar á fisk-
veiðistjórnunarfrumvarpinu sem
fjórmenningarnir hafa drepið á
er ljóst að upphaflegt markmið
með frumvarpinu – um jafnræði,
atvinnufrelsi og nýliðunarmögu-
leika – yrði að engu. Væri þá verr
af stað farið en heima setið með
mál þetta í heild sinni.“
Ekki verður því annað séð en að
málefni fiskveiðistjórnunar séu á
sama stað og þau voru í vor og allt
sé í hnút.
Stór mál frá síðasta þingi endurflutt
ALÞINGI Starf 141. löggjafaþings hófst á þriðjudag. Fjöldi mála hefur verið lagður fram, en þingið verður stutt í annan endann þar
sem kosningar verða í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lilja Mósesdóttir, þingmaður
utan flokka, er fyrsti flutnings-
maður þriggja lagafrumvarpa
sem þegar hafa
verið lögð fram.
Þar eru lána-
málin áberandi
en einnig flytur
hú n , á s a mt
fleirum, frum-
varp til laga
um að virðis-
aukaskattur á
taubleium og
bleiufóðri verði
lækkaður úr 25,5 í 7 prósent. Í
greinargerð með frumvarpinu
kemur fram að um umhverfisvæna
skattaívilnun væri að ræða.
Lilja flytur einnig, ásamt
þingmönnum allra flokka nema
Samfylkingar, frumvarp um
breytingar á lögum um samn-
ingsveð. Lagt er til að lánveitandi,
sem veitir lán gegn veði í fasteign,
megi ekki ganga að öðrum eignum
lántaka en veðinu sjálfu, nema
krafa hafi orðið til vegna sak-
næmra athafna eða brota á lána-
reglum. Þá falli krafa lánveitenda
á lántaka niður ef andvirði veðsins
sem fæst við nauðungarsölu nægir
ekki til greiðslu hennar.
Þá er Lilja fyrsti flutnings maður
að frumvarpi um breytingar á
lögum um Lánasjóð íslenskra
námsmanna. Í því felst meðal
annars að ábyrgð ábyrgðarmanns
falli niður við 67 ára aldur, sé lán-
þegi í fullum skilum. Skilyrði er þó
að gengist hafi verið í ábyrgð fyrir
54 ára aldur.
Lána- og veðmálin
LILJA
MÓSESDÓTTIR
Ábyrgð alþingismanna
Alþingi er um margt stórkostlegt fyrirbæri. Þar eru þær línur dregnar sem
ramma samfélag okkar inn í reglur og lög og þar eiga fulltrúar andstæðra
hugmyndakerfa að takast á um hvernig best sé unnið að hag þjóðarinnar.
Þrátt fyrir þetta er virðing fyrir Alþingi af skornum skammti og ætli sé ofmælt
að þras, stagl og þrætur teljist einkenna Alþingi öðru fremur?
Oft og tíðum gleymist það góða starf sem unnið er á Alþingi. Kastljósið
beinist gjarnan að orðaskylmingum en síður að öðru starfi þingmanna.
Með sérstakri Alþingissíðu hyggst Fréttablaðið leggja sitt af mörkum til að
stuðla að upplýstari umræðu um mikilvæg mál. Sjónum verður beint að því
sem þykir umfjöllunarvert, óháð því hvort um hitamál líðandi stundar sé að
ræða eða ekki. Umfjöllun um Alþingi verður ekki bundin við eina síðu í viku;
þyki eitthvað fréttnæmt verða sagðar fréttir. Þetta nýja fyrirkomulag býður
hins vegar vonandi upp á dýpri umfjöllun óháð vindum dægurmálanna.
Starf 141. löggjafaþings skýrist á næstu dögum eftir því sem fleiri mál eru
lögð fram. Fréttablaðið mun, á mánudögum, skyggnast inn í þingsali og
skoða hvað þjóðkjörnir þingmenn hafast að. Ábyrgð þeirra er mikil, þeir véla
um það þjóðfélag sem við byggjum öll.
Þankabrot
Kolbeinn Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is