Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 6
17. september 2012 MÁNUDAGUR6 Lyfjaval.is • sími 577 1160 15% afsláttur SAMFÉLAGSMÁL Kvennaathvarfið stendur nú fyrir tölusölu í fjáröflunarskyni til þess að unnt sé að flytja starfsemi athvarfsins í stærra og hentugra húsnæði. Þörfin er brýn enda eru aðeins fjögur svefnherbergi í núverandi húsnæði athvarfsins þar sem rúmlega hundrað konur hafa dvalið ár hvert undanfarin ár, þar af um þriðjungur með eitt eða fleiri börn með sér. Jóna Sólveig Elínardóttir, verkefnisstýra átaks- ins, segir átakið hafa farið vel af stað en auk þess sem tölusalan er lífleg hafa athvarfinu í vikunni einnig borist nokkrir myndarlegir fjárstyrkir. Í vikunni var einnig haft samband við athvarfið frá Dagþjónustunni Gylfaflöt þar sem fatlað fólk á aldrinum 16 til 25 ára dvelur til þess að bjóða börnum sem dvelja í athvarfinu glaðning. „ Börnin sem fylgja mæðrum sínum í Kvennaathvarfið eru augasteinar allra sem þar starfa. Einmitt þess vegna vorum við í skýjunum þegar hringt var frá Dagþjónustunni Gylfaflöt og okkur sagt að þar ætti að útbúa tíu brúður sem hefðu augu úr tölum Kvennaathvarfsins,“ segir Jóna Sólveig. Megináhersla í starfi Gylfaflatar er á tómstundir og þar er meðal annars starfrækt listasmiðja sem gengur undir nafninu Smiðjan en það var þar sem brúðurnar voru búnar til. Átak Kvennaathvarfsins „Öll með tölu“ stendur fram til 23. september. -ss Ungmenni í Gylfaflöt gefa börnum í Kvennaathvarfinu brúður: Brúður með þýðingarmikil augu GEFA BRÚÐUR Unga fólkið í Dagþjónustunni Gylfaflöt hefur útbúið brúður með augum úr fjáröflunartölum Kvennaathvarfs- ins. Brúðurnar ætla þau að gefa börnum sem dvelja í athvarfinu. GÓÐGERÐARMÁL Tæpar 100 millj- ónir króna söfnuðust í söfnunar- átakinu á Allra vörum, en því lauk með söfnunarþætti sem fram fór í beinni útsendingu á Rás 2 og í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Í tilkynningu frá aðstand endum átaksins kemur fram að upp hæðin sem safnaðist hafi bæði verið fengin með frjálsum framlögum og sölu á varaglossi. Fjármununum var safnað fyrir byggingu stuðningsmiðstöðvar fyrir langveik börn með ólækn- andi sjúkdóma. - óká Átakinu lauk um helgina: Söfnuðu nærri 100 milljónum FJÁRMÁL Þegar er hafin frumvarps- gerð innan ráðuneyta um hvernig auðlindastefna stjórnvalda verður innleidd. Stefnan liggur nú fyrir en Auðlindastefnunefnd skilar loka- skýrslu sinni í dag. Horfið er frá stofnun Auðlindasjóðs, tíma bundið, en í þess stað verður stofnaður Auðlindareikningur sem hefur með höndum að ráðstafa auðlindaarði á sýnilegan hátt. Vinna Auðlindanefndar hefur frá skipun snúist um hvernig hand hafar sérleyfa eru valdir, til hve langs tíma leyfin gilda og hvernig mögu- legum umframarði, auðlindarentu, er skipt milli sérleyfishafa og þjóð- arinnar. Búið er að byggja upp rann- sóknir og ráðgjöf vegna ákvarðana um verndun og nýtingu auðlinda auk eftirlits. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er unnið að stofnun mið- stöðvar auðlindaumsýslu í fjár- málaráðuneytinu, en það er gerlegt án lagasetningar, og er innan ráðu- neytisins unnið að frumvarpi um fjárreiðulög þar sem auðlindareikn- ingur kemur fram. Í atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu er hafin vinna við að skoða nýtingartíma orku- og vatns- auðlindarinnar. Auðlindastefnan snertir beint lengd nýtingarsamn- inga í nýjum lögum um stjórn fisk- veiða, svo dæmi sé tekið. Er ekki annað að skilja en mælt sé með styttri nýtingarsamningum en rætt hefur verið um til þessa. Í skýrslunni, sem í raun markar auðlindastefnu stjórnvalda, er ekki gert ráð fyrir sjóðssöfnun í Auð- lindasjóð, heldur að arðinum verði strax ráðstafað með sýni legum hætti í verkefni og málaflokka af fjárveitingavaldinu. Unninn verður auðlindareikningur þar sem birtar verða tekjur þjóðarinnar af auð- lindum sínum, sem eru í eigu eða í umsjón ríkisins. Gert er ráð fyrir að auðlindareikningurinn verði hluti ríkisreiknings og fjárlaga og birtur sérstaklega með fjárlagafrumvarpi hvers árs ásamt greinargerð. Auðlindasjóðurinn, sem lengi hefur verið í umræðunni, gæti þó komið til ef arður myndast af auð- lind eins og olíu á Dreka svæðinu. Þá er mælt með að frumkvæði verði haft að stofnun sjóðs sem farið yrði með í anda líkra erlendra sjóða. Er norski olíusjóðurinn sérstaklega nefndur. Auðlindastefnunefnd ályktar að ákvæði um ævarandi þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrá Íslands. svavar@frettabladid.is Þegar er unnið út frá nýrri auðlindastefnu Auðlindastefna stjórnvalda liggur fyrir með lokaskilum Auðlindastefnunefndar. Skýrslan verður kynnt í dag. Þegar er unnið að frumvarpsgerð innan ráðuneyt- anna í anda hennar. Horfið er frá stofnun sérstaks auðlindasjóðs í bili. Nefndin bendir á að í ljósi þess að auðlindaarður verður til víða um land sé sjálfsagt og eðlilegt að tryggja að hluti auðlindaarðsins renni til verkefna í þessum samfélögum, ekki síst til eflingar innviða og fjölbreyttara atvinnulífs. Með þeim hætti getur auðlindaarðurinn orðið undirstaða öflugri byggða og atvinnulífs um land allt. Slík ráðstöfun er einnig mikilvæg til að tryggja sátt um fyrirkomulag auðlindamála. Arður til að efla innviði og atvinnulíf FUNDUR AUÐLINDASTEFNUNEFNDAR Í ÁGÚST Í FYRRA Skýrsla auðlindastefnunefndar verður kynnt í dag, mánudag. Þegar hefur verið hrint í framkvæmd ýmsum tilmælum úr skýrslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú þjófnað og íkveikju í íbúð í Vestmannaeyjum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan fékk tilkynningu um eld í íbúð við Vest- mannabraut um klukkan 6.30 á laugardagsmorgun. Mikill hiti og reykur var í íbúðinni þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn, en íbúðin var mannlaus. Vel gekk að slökkva eldinn og reykræsta íbúðina, en miklar skemmdir urðu af völdum reyks og sóts. Að sögn lögreglu er ljóst að brotist var inn í íbúðina og 46 tommu sjónvarpi stolið. Þá kom eldurinn upp á tveimur stöðum sem bendir eindregið til íkveikju. Lögreglan biður þá sem gætu haft einhverjar upp- lýsingar um málið eða urðu varir við mannaferðir á þessum tíma um að hafa samband í síma 481-1665 eða 480-1010. - þeb Stóru sjónvarpstæki stolið úr íbúð í Vestmannaeyjum og svo kveikt í: Rannsaka íkveikju og þjófnað SÓFINN BORINN ÚT Slökkviliðsmenn báru muni út úr íbúðinni eftir að eldurinn hafði verið slökktur. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR KJÖRKASSINN Hefur þú keypt rafbók? JÁ 14,2% NEI 85,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér launahækkun forstjóra Landspítalans rétt- lætanleg? Segðu þína skoðun á Vísir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.