Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 52
17. september 2012 MÁNUDAGUR20 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Marteinn Lúther negldi skjal á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg og siðbreyting og siðbót hófust. Hamars- höggin og hugsun Lúthers opinberuðu vit- leysur tímans, sem hægt var að leiðrétta. Hallarkirkjan og dyr hennar eru síðan hvetjandi tákn um að fólk sinni lífsleikni og taki á móti Guðsgjöfunum. ÉG VAR í Íslendingahópi sem fór um Lúth- ersslóðir og heillaðist af dramatískri sögu siðbótartímans, mannvirkjum og náttúru svæðisins. En svo fengum við líka að heyra um baráttu fólks, sem enn lifir. Á tímum Hitlers og síðar Alþýðulýðveldisins voru framin hryllileg ofbeldisverk gagnvart póli- tískum andófsmönnum, umhverfis- sinnum og kirkjufólki. Uppgjörið er rétt að byrja og ekki útséð með allar afleiðingar. VIÐ HLIÐ Hallarkirkjunnar er orðastaður, akademía sem lútherska kirkjan í Þýskalandi rekur. Markmið starfsins er samtal, aukinn skilningur og sátt. Þar heyrðum við m.a. sagt frá viðbrögðum mismunandi hópa eftir hrun kommúnismans. Margir Stasiliðar hafa haldið því fram að þeir hafi ekki gert neitt rangt. Svo eru fórnarlömb þeirra hinum megin borðs og bera djúp sálarsár. Hvernig á að fyrirgefa vondu fólki og tuddum þeirra? Flekkun feðra og mæðra smitast í marga liði. Börn kúgara og börn fórnarlamba glíma lengi við afleiðingar. Ekki er þeim að kenna að þau urðu til. Þau áttu enga sök á gerðum foreldra. Mörg börn í Alþýðulýðveldinu fóru á mis við friðsama æsku vegna þess að pabbi og mamma fóru út af fyrirskipuðu spori. Sum þessara barna eru mörkuð fyrir lífstíð og mörg bitur. Svo eru afkomendur valdsmanna líka flekk- aðir. Eitt þeirra dró saman hræðilega stöðu þeirra með: „Við erum með eitruð gen.“ SÁR STASILANDSINS eru djúp ( – lesið nýútkomna bók Önnu Funder!). Tíminn læknar engin sár nema þau séu skoðuð, hreinsuð og unnið með þau af heiðarleika. Börn sorgarinnar og einnig þau með eitr- uðu genin þarfnast sáttar. Hlutverk kraft- mikillar kirkju er að vera farvegur hins góða. Lífgjöf er mál Guðs sem elskar og vill hreinsa hið sauruga. Lúthersneglan á Hallar kirkjudyr varðar að menn geti losnað við eitruð gen, náð sátt og búið við frið. Á sínum tíma mótmælti siðbótarkirkjan vond- um hlutabréfum eilífðar og nútímakirkja berst gegn flekkun mennsku, samfélags og náttúru. Hlutverk okkar er að hreinsa sár og vera farvegur lífs. Eitrað samfélag á ekki að líða og ekki heldur að fólki finnist það hafa eitruð gen, hvorki í Þýskalandi né á Íslandi. Siðbótar er sífellt þörf. Við erum með eitruð gen ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman HEIÐURSGESTIR Raggi Bjarna, Jón Páll Bjarna son og Guðmundur Steingrímsson MIÐASALA Á MIÐI.IS OG Í SÍMA 540 9800 ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON ÚTSETNINGAR & STJÓRN STÓRSVEITAR SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STJÓRN STRENGJASVEITAR GRÉTA SALÓME HANDRIT & LAGAVAL GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR · GUNNAR HELGASON · MARGRÉT BLÖNDAL · SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON SVIÐSMYND MÓEIÐUR HELGADÓTTIR BÚNINGAR ELLEN LOFTSDÓTTIR KYNNIR MARGRÉT BLÖNDAL LEIKSTJÓRI GUNNAR HELGASON KOMDU MEÐ Í ÓGLEYMANLEGT FERÐALAG TIL GULLALDARÁRANNA OG UPPLIFÐU ELLY Í MÁLI OG MYNDUM, LJÓSLIFANDI MINNINGUM SAMFERÐARFÓLKSINS OG AUÐVITAÐ TÓNLISTINNI SEM HÚN GAF OKKUR ÖLLUM. www.sena.is/elly LÁRÉTT 2. einsöngur, 6. 49, 8. hylli, 9. viðmót, 11. átt, 12. skrá, 14. land í Asíu, 16. óður, 17. svelg, 18. flott, 20. hreyfing, 21. hófdýr. LÓÐRÉTT 1. steintegund, 3. slá, 4. farartæki, 5. sóða, 7. sælgæti, 10. sæ, 13. fugl, 15. eyðimörk, 16. iðka, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. aría, 6. il, 8. ást, 9. fas, 11. sa, 12. skjal, 14. kórea, 16. ær, 17. iðu, 18. fín, 20. ið, 21. asni. LÓÐRÉTT: 1. gifs, 3. rá, 4. íssleði, 5. ata, 7. lakkrís, 10. sjó, 13. ari, 15. auðn, 16. æfa, 19. nn. G-strengs Gulli er úti og spásserar með vini sínum Bjössa bústaðahaus... Þegar allt í einu... Koma svo þaklekinn þinn! Bless, Palli! Bless, mamma xo Já … Já, auðvitað vil ég gerast áskrifandi að tímaritinu „Dáleiðsla“. Drífðu þig! Þú ert búin að vera að klæða þig í hálftíma! Ég finn ekki teygju í réttum lit! Jæja, ég verð þá bara með þessa. Loksins! En þá verð ég auðvitað að skipta um bol...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.