Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 12
12 17. september 2012 MÁNUDAGUR F ramsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteigna- lánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur Framsóknarflokksins ráð fyrir að fjögurra prósenta þak verði sett á verðtryggingu. Kjarninn í tillögum Fram- sóknar flokksins er sá sami og í kosningaloforði flokksins fyrir síðustu kosningar, þegar hann lofaði 20 prósenta almennri niðurfellingu á skuldum heimila. Afleiðingar beggja leiða eru líka þær sömu: óheyrilegur kostnaður fyrir ríkissjóð, sem hann hefur enga burði til að standa undir. Seðla- bankinn komst að þeirri niðurstöðu í apríl, eftir ítarlegustu greiningu sem framkvæmd hefur verið á 20 prósenta almennum skuldaniður- færslum, að leiðin myndi kosta 261 milljarð króna. Tæplega 60 prósent afskriftanna myndu falla í skaut tekjuháum heimilum en einungis fjórðungur skila sér til tekjulágra heimila. Munurinn á þeirri tillögu og nýju Framsóknar-tillögunni er sá að sú síðari gæti jafnvel orðið enn dýrari og ómarkvissari. Frádráttur frá skattgreiðslum myndi skerða tekjur íslenska ríkisins gríðarlega, enda um stærsta einstaka útgjaldalið hvers heimilis að ræða. Að sama skapi myndu þeir sem eru með hæstu lánin, og búa í dýrustu eignunum, fá mesta skattafrádráttinn. Ríkissjóður, sem áætlar að borga 88 milljarða króna í vaxtagjöld á næsta ári, hefur ekki efni á því. Niðurfærsla á fasteignamati í 100 prósent af fasteignamati, sem er umtalsvert lægra en markaðsvirði, myndi væntanlega þýða að Íbúðalánasjóður, sem á rúmlega 60 prósent allra verðtryggðra lána, þyrfti að færa niður virði eigna sinna í samræmi við verri veð- stöðu. Við það myndi sjóðurinn, sem er með 1,4 prósenta eiginfjár- hlutfall, verða tæknilega gjaldþrota á ábyrgð íslenska ríkisins. Með þaki á verðtryggingu myndu eigendur skulda sjóðsins, lífeyrissjóðir landsins, síðan tapa tugum milljarða króna. Hinar nýju tillögur Framsóknarflokksins ættu þó ekki að koma neitt sérstaklega á óvart. Flokkurinn er þekktur fyrir að gefa út galin loforð í aðdraganda kosninga. Árið 1999 lofaði hann að leggja milljarð króna í að gera Ísland fíkniefnalaust innan nokkurra ára. Milljarðurinn skilaði sér aldrei og líkast til geta allir verið sammála um að Ísland er enn víðs fjarri því að vera fíkniefnalaust. Árið 2003 lofaði flokkurinn 90 prósenta íbúðalánum. Þótt fasteigna- bólan sem blásin var upp í kjölfarið hafi að mestu verið drifin af einkabönkunum segir í rannsóknarskýrslu Alþingis að 90 prósenta lánin hafi verið „ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögu- legum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa“. Árið 2009 kom síðan hið ómarkvissa og fjárhagslega lamandi loforð um 20 prósenta almenna niðurfellingu húsnæðisskulda. Og nú er sama hugmynd um eignatilfærslu úr almannasjóðum til skuldsettra endur- vakin, en klædd í önnur föt. Ef henni verður hrint í framkvæmd er nokkuð ljóst að sagan myndi dæma hana sem ein af stærstu hag- stjórnarmistökum í kjölfar falls bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélags- fræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, við skiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúru- hörmungar í beinni útsendingu með vef- myndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fædd- umst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Allt- of miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verð- skulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og ham- ingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum „af-því-bara“, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða. „Af-því-bara“ Loforð Framsóknar er gamalt í nýjum fötum: Hagstjórnarmistök Þróunar- samvinna Ingunn Snædal ljóðskáld, þýðandi og kennari Við sem búum við for- réttindin, sem við fengum „af-því-bara“, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Formenn ósammála Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Frétta- blaðinu á laugardag að krafa leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, sem fram kom í eldhúsdagsumræðum, um að slíta tafarlaust aðildarviðræðum við Evrópusambandið væri þvert á lands- fundarsamþykkt flokksins. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar í Klinkinu á Stöð 2 í gær að stefna forystunnar í Evrópumálum væri í takti við umrædda samþykkt. Réði hann yrðu viðræðurnar stöðv- aðar og framhald þeirra lagt í dóm kjósenda. „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum,“ bætti formaðurinn núverandi við. Hvað segir samþykktin? Það er því ekki úr vegi að glugga aðeins í umrædda ályktun. „Lands- fundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu.“ Hér stendur hins vegar ekkert um að slíta beri viðræðum strax, þó Bjarni telji svo vera. Stærsta skúbb ársins? Bjarni ræddi nánar um við ræðurnar og kom í framhjáhlaupi inn á það að stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, hefði sagt sér að ekki væri í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem ekki stæðu sameinuð að baki umsókn. Hér er um að ræða skúbb ársins: ESB ætlar ekki að ljúka viðræðum við Ísland! Gott væri að fá staðfestingu á þessu, aðra en upprifjun Bjarna af tveggja manna tali þeirra Füle, því stór eru tíðindin. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.