Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 30
FÓLK|HEILSA BYLTING „Aðgerðin er miklu fljótari en áður og felur í sér minni óþæg- indi fyrir sjúkling- inn. Hún felur líka í sér minni þurrka- vandamál eftir að- gerð auk þynnri og nákvæmari flipa,“ segir Ólafur Már Björnsson, augn- læknir hjá Sjónlagi. Augnlæknastöðin Sjónlag hóf starfsemi árið 2001 og hefur á þeim tíma skipað sér í fremstu röð slíkra stöðva hérlendis. Stöðin hefur alla tíð boðið upp á heildræna þjónustu þegar kemur að augnheilsu og meðal annars fram- kvæmt yfir 9.000 sjónlagsaðgerðir með leysi og yfir 1.000 augasteins- aðgerðir. Nýlega voru öll leysitæki Sjónlags endurnýjuð. Meðal nýjunga er Femto-leysitæki sem notað er við lasik-sjónlagsaðgerðir. Sjónlag er fyrsta augnlæknastöðin á Íslandi til að bjóða upp á slíka tækni en hún hefur á skömmum tíma náð yfir- burðum í sjónlagsaðgerðum um allan heim. NÝJU TÆKIN MJÖG ÖFLUG Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir yfir 20.000 lasik- aðgerðir hafa verið framkvæmdar hér á landi síðan árið 2000 með góð- um árangri en margt breytist með nýju Femto-leysitækninni. „Áður voru slíkar aðgerðir framkvæmdar þannig að hnífsblað var notað til að gera flipa fremst í hornhimnunni. Það hefur verið gert hér á landi í tíu ár með góðum árangri en það er þróun í þessu eins og mörgu öðru. Nú er búið að þróa leysigeisla til að gera þetta þannig að flipinn er skor- inn út með leysigeisla. Þannig verð- ur flipinn bæði jafnari og þynnri og um leið verður hornhimnan sterkari eftir aðgerð en áður.“ Þegar búið er skera flipann er skjólstæðingurinn settur undir annað leysitæki sem framkvæmir sjálfa sjónlagsaðgerðina með slípun hornhimnunnar. Nýja tækið er mjög öflugt að sögn Ólafs og skýtur 750 skotum á sekúndu á mjög nákvæma dýpt og samkvæmt fyrir fram ákveðinni forritun eftir því hvort viðskiptavinurinn er nærsýnn eða fjarsýnn. „Þegar þessi aðgerð er búin leggjum við flipann aftur yfir og hann grær. Þessi aðferð okkar er algjör bylting hérlendis. Hún er kölluð „All-laser Lasik“ erlendis sem er það besta sem er í boði í svona aðgerðum.“ NÁKVÆMARI AÐGERÐIR Eldri tækni sem sker flipa á horn- himnuna með flipavél er enn í boði en síðan byrjað var að bjóða upp á Femto-tæknina hefur fólk svo til eingöngu valið hana. Ólafur segir að þótt eldra tækið sé enn fullboðlegt og enn í notkun hjá þeim séu nýju tækin algjör bylting. „Nýja leysi- tækið er tíu sinnum hraðvirkara en eldra tækið. Í stað þess að vinna í eina mínútu er ég sex sekúndur að vinna verkið. Ég á stundum erfitt með að trúa að ég sé búinn með verkið. Auk þess er nýja tækið með innbyggðan eltibúnað sem tekur mið af lithimnu og yfirborði augans og læsir leysigeislann við augað og fylgir því eftir með mikilli nákvæmni á meðan aðgerðin stendur yfir. Í raun og veru er verið að skrifa nýjan kafla í sögu sjónlagsaðgerða.“ Mikill munur er á aðgerðum og eftirmeðferð með nýju tækjunum að sögn Ólafs. „Aðgerðin er miklu fljótari en áður og felur í sér minni óþægindi fyrir sjúklinginn. Hún felur líka í sér minni þurrkavandamál eftir aðgerð auk þynnri og nákvæmari flipa. Það skal tekið fram að ekkert er 100% öruggt en þessi nýja tækni hjálpar okkur þó að gera örugga aðgerð enn öruggari.“ Þótt tækið sé nýlega tekið í notkun hjá Sjónlagi hafa þau verið í notkun erlendis um nokkurra ára skeið og þykja mikil bylting í grein- inni. Ólafur bendir meðal annars á að stærsta stofan sem framkvæmir leysiaðgerðir í Japan noti sömu Femto-leysitækni en viðkomandi stofa framkvæmir um 70% slíkra aðgerða í Japan. ÝMSAR LEIÐIR Í BOÐI Auk leysiaðgerða hefur Sjónlag verið brautryðjandi þegar kemur að meðferð við ellifjarsýni en undan- farin ár hafa fjölmargir skjólstæð- ingar verið meðhöndlaðir með fjölfókus augasteinum. „Við erum með alla breiddina og erum meðal annars að koma í meira mæli inn á sjónlagsaðgerðir á eldra fólki. Leysiaðgerðir henta vel fólki á aldursbilinu 20 til rúmlega 50 ára aldurs. Eftir það ferðu að renna yfir í augasteinaaðgerðir. Til viðbótar við þær aðgerðir er hægt að útbúa augasteininn þannig að hann geri fólki kleift að losna við lesgleraugu. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, losna við fjarlægðargler- augun og hjálpa fólki með lesturinn án gleraugna.“ Ólafur segir starfsmenn Sjónlags leggja mikla áherslu á að fólk komi og láti meta augun sín. „Það koma margir hingað til okkar og ætla í leysiaðgerð en oft mælum við með öðrum leiðum í staðinn enda henta slíkar aðgerðir ekki endilega öllum. Sumir þurfa ekki leysiaðgerðir og stundum er aðalvandinn að halda fólki frá slíkum aðgerðum. Það er gaman að vera augnlæknir þessi misserin, þróunin er svo hröð. Fyrir skjólstæðinga okkar fer möguleik- unum sífellt fjölgandi sem eru í boði fyrir utan gleraugu og linsur sem fólk ætti að kynna sér.“ NÝR KAFLI Í SÖGU SJÓNLAGSAÐGERÐA SJÓNLAG KYNNIR Í tengslum við endurnýjun allra leysitækja hjá augnlæknastöðinni Sjónlagi er nú í fyrsta skipti boðið upp á Femto Lasik-tækni hér á landi. Ný tækni býður upp á meira öryggi, nákvæmni og ekki síður styttri aðgerðir og þægilegri eftirámeð- ferð fyrir sjúklinga. Sjónlag er auk þess brautryðjandi hér á landi í meðferð við ellifjarsýni. NÝ TÆKNI Sjónlag er fyrsta augn- læknastöðin á Íslandi til að bjóða upp á Femto- leysitæki. Sjónlag er til húsa í Glæsibæ. MYND/ÚR EINKASAFNIMYND/ANTON MYND/ANTON MYND/ANTON BYLTING „Þessi aðferð okkar er algjör bylting hér- lendis,“ segir Ólafur Már Björnsson, augn- læknir hjá Sjónlagi. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.