Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 58
4. október 2012 FIMMTUDAGUR46
KR - Grindavík 62-51 (31-19)
KR: Sigrún Sjöfn Ámundad. 21/9 fráköst, Patechia
Hartman 13, Helga Einarsd. 12/10 fráköst, Guðrún
Gróa Þorsteinsd. 7, Hrafnhildur Sif Sævarsd. 4,
Björg Guðrún Einarsd. 3, Hafrún Hálfdánard. 2.
Grindavík: Ingibjörg Yrsa Ellertsd. 14, Helga
Hallgrímsd. 13/11 fráköst, Petrúnella Skúlad. 9/11
fráköst, Guðrún Guðmundsd. 7, Alexandra Hauksd.
4, Harpa Hallgrímsd. 2, Jóhanna Styrmisd. 2.
Haukar - Keflavík 62-79 (36-34)
Haukar: Siarre Evans 31/19 fráköst, Margrét Rósa
Hálfdanard. 9, Jóhanna Björk Sveinsd. 8, Gunn-
hildur Gunnarsd. 6, Auður Íris Ólafsd. 4, Dagbjört
Samúelsd. 2, María Lind Sigurðard. 2.
Keflavík: Sara Rún Hinriksd. 19, Jessica Jenkins
18, Pálína Gunnlaugsd. 12, Birna Valgarðsd. 10,
Sandra Þrastard. 5, Ingunn Kristínard. 5, Bríet
Hinriksd. 5, Telma Ásgeirsd. 3, Bryndís Guðm. 2.
Fjölnir - Njarðvík 63-74 (32-39)
Fjölnir: Fanney Lind Guðmundsd. 25, Bergdís
Ragnarsd. 10/11 fráköst, Hrund Jóhannsd. 7, Erla
Sif Kristinsd. 6, Birna Eiríksd. 5, Heiðrún Harpa
Ríkharðsd. 4, Eva María Emilsd. 2, Sigrún Anna
Ragnarsd. 2, Hugrún Eva Valdimarsd. 2.
Njarðvík: Lele Hardy 33/19 fráköst, Guðlaug
Júlíusd. 14, Ingibjörg Elva Vilbergsd. 7, Aníta Krist-
mundsd. 6, Emelía Grétarsd. 5, Salbjörg Sævarsd.
4, Erna Hákonard. 3, Sara Dögg Margeirsd. 2.
Valur - Snæfell 48-64 (30-37)
Valur: Unnur Lára Ásgeirsd. 11/11 fráköst, Kristrún
Sigurjónsd. 9, Alberta Auguste 8, Guðbjörg Sverr-
isd. 8/5 fráköst, María Björnsd. 5, Þórunn Bjarnad.
4, Ragnheiður Benónísd. 2, Sara Diljá Sigurðard. 1.
Snæfell: Kieraah Marlow 19/11 fráköst, Berglind
Gunnarsd. 17, Hildur Björg Kjartansd. 10, Hildur
Sigurdardottir 7, Alda Leif Jónsd. 7, Helga Hjördís
Björgvinsd. 2, Rósa Indriðad. 2.
DOMINOS KVENNA
FÓTBOLTI Snæfellskonur halda
áfram sigurgöngu sinni í kvenna-
körfunni og bættu við sextán
stiga útisigri á Val, 64-48, við þá
sex leiki sem liðið vann í Lengju-
bikarnum og Meistarakeppninni
rétt fyrir mót. Snæfell er til alls
líklegt í Dominosdeildinni í vetur.
Valskonur frumsýndu bleika
búninga og allar myndatökurn-
ar fyrir leik fóru greinilega ekki
alltof vel í Valsliðið því Snæfells-
liðið skoraði 7 fyrstu stig leiksins
og var komið í 19-6 þegar tæpar
tvær mínútur voru eftir af leik-
hlutanum. Valsliðið minnkaði
muninn í 13-19 fyrir lok fyrsta
leikhluta en Snæfellskonur voru
með sjö stiga forskot þegar geng-
ið var til hálfleiks, 37-30. Valur
náði að minnka muninn niður í
fjögur stig í seinni hálfleik en þá
lokaði Snæfellsliðið vörninni í sex
mínútur og gerði endanlega út um
leikinn.
„Þetta er frábært framtak hjá
þeim en bleiku búningarnir trufl-
uðu okkur ekki neitt. Það skiptir
engu máli hvort þær séu í bleik-
um búningum, bláum eða hvít-
um,“ sagði Berglind Gunnars-
dóttir sem átti flottan leik með
Snæfelli í gær og endaði með 17
stig og 7 fráköst. „Ætli þeir hafa
ekki bara truflað þær en við
létum þá ekkert trufla okkur,“
sagði fyrirliðinn og reynslubolt-
inn Hildur Sigurðardóttir sem
var nálægt þrefaldri tvennu.
„Við vorum að spila mjög góða
maður á mann vörn og náðum að
loka vel á þær. Þetta er flott en
segir samt ekki neitt því mótið
er bara rétt að byrja. Okkur gekk
vel á undirbúningstímabilinu og
ætlum bara að halda þeirri vel-
gengni áfram,“ sagði Berglind.
„Það eru margir sem segja að
við höfum bara verið að vinna
einhver undirbúningsmót. Þetta
er vissulega á undirbúningstíma-
bilinu en þetta eru titlar og við
erum að sýna það núna að við
erum með hörkulið,“ sagði Hildur.
„Við vorum svolítið hrædd um
þetta. Fyrir mánuði var ákveð-
ið að vera í bleikum búningum og
það er búið að vera mikið umstang
í kringum það í dag, blaðamanna-
fundir, viðtöl, myndatökur og hitt
og þetta. Það var því búist við því
að spennustigið yrði mjög hátt
og það sást alveg í byrjun leiks.
Við náðum ekki að hrista þetta
almennilega af okkur og náðum
aldrei takti í leik okkar,“ sagði
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.
Valsliðið ætlar þrátt fyrir tapið að
halda áfram að mæta í bleiku. „Við
erum ekki með neina hjátrú í því
og mætum bara galvösk í næsta
leik sem er á móti KR á sunnudag-
inn. Við getum ekkert annað en
spilað betur þá,“ sagði Ágúst. - óój
Snæfellskonur héldu sigurgöngu sinni áfram með sannfærandi sigri á Val í Vodafonehöllinni:
Ekki góð frumsýning í bleiku búningunum
BYRJA VEL Snæfell vann tvo titla á undirbúningstímabilinu og hóf tímabilið með sigri
á Val á útivelli. Hér er Hildur Sigurðardóttir með boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR