Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 44
4. október 2012 FIMMTUDAGUR32 Dagur Hjartarson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð. „Það má segja að bókin endur- spegli einskæran vilja af minni hálfu til að sjá fegurðina hvar sem er í mannlífinu, hvort sem er í ljósmengun yfir Garðabæ eða gróðurhúsum í Hveragerði,“ segir Dagur Hjartarson, sem hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómas- ar Guðmundssonar fyrir handrit- ið að ljóðabókinni Þar sem vind- arnir hvílast og fleiri einlæg ljóð. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Degi viðurkenninguna ásamt 600 þúsund króna sigurlaunum við athöfn í Höfða í gær. Verðlaun Tómasar Guðmunds- sonar eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Þar sem vindarnir hvílast var hlut- skarpast 49 innsendra handrita en að mati dómnefndar er hand- ritið „lágstemmt, afslappað og áreynslulaust“ og einkennist af „tærleika, bjartsýni og einlægri ást“. Dagur Hjartarson er 26 ára Reykvíkingur sem nemur rit- list við Háskóla Íslands. Þar sem vindarnir hvílast er hans fyrsta bók en hann fór að fást við skriftir upp úr tvítugu. „Ég byrjaði á því að skrifa mis- gáfuleg ljóð fyrir skúffuna upp úr tvítugu. Undanfarin tvö til þrjú ár hef ég verið að skrifa af meiri alvöru, ekki síst eftir að ég byrjaði í náminu, og um leið sann- færst um að ég vil halda áfram að skrifa.“ Svo vill til að faðir Dags, Hjörtur Marteinsson, hlaut Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar árið 2000 fyrir sögulegu skáld- söguna AM00. „Þetta er skemmtileg til- viljun; ég þekki ekki fleiri dæmi um að feðgar hafi unnið til þessara sömu verðlauna.“ Spurður hvort faðir hans hafi haft áhrif á hann sem höfund segir Dagur svo eflaust vera. „Svona eins og foreldrar eru áhrifa- valdar og fyrirmyndir í lífi fólks. Pabbi, og ekki síður mamma, var duglegur að lesa yfir fyrir mig, koma með athugasemdir og lesa mig áfram.“ Hann á sér fjölmarga fleiri áhrifavalda, sem eru að sögn „aðallega dauðir hvítir karl- ar“. Dagur fæst við fleiri texta- form og fékk á dögunum Nýrækt- arstyrk bókmenntasjóðs fyrir smásagnasafnið Fjarlægðir, sem kemur út á næsta ári. Hann vinn- ur nú að sinni fyrstu skáldsögu. Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð kemur út hjá Bjarti í dag. bergsteinn@frettabladid.is 32 menning@frettabladid.is Bækur ★★★ ★★ Grimmdarlíf Melissa Gavin. Erla Sigurðardóttir þýddi. Sögur útgáfa Ógeðslegasta bók ársins Þau sem fylgst hafa með fréttum hin síðari misseri kannast líklega við ráð- gátuna um Rögnu Esther Sigurðardóttur, sem fluttist ung með Larry Gavin, amerískum eiginmanni sínum, til Bandaríkjanna og hvarf þar sporlaust. Ættingjar Rögnu Estherar hafa reynt að hafa upp á henni áratugum saman en ekki haft erindi sem erfiði. Grimmdarlíf skrifar Melissa Gavin, dóttir Larrys Gavin af seinna hjónabandi. Fyrri hluti bókarinnar er saga Rögnu Estherar fram að hinu dularfulla hvarfi, skrifuð „í formi skáldsögu“ en í þeim síðari segir Melissa sína eigin sögu og rifjar upp minningar um föður sinn. Fljótlega eftir að Ragna Esther fluttist vestur um haf tók fjölskyldu hennar á Íslandi að gruna að Larry, eiginmaður hennar, beitti hana ofbeldi. Ef marka má Grimmdarlíf, þá reyndist sá grunur réttur. Fjölskylda Larrys átti sér langa sögu um kynferðisofbeldi, sifjaspell og hreinan sadisma sem blómstr- aði í þögninni umhverfis þau. Ragna Esther gekk inn í viðbjóðinn, sem fluga í kónguló- arvef, og var hugvitsamlega pyntuð nánast daglega. Larry, móður hans og föður/afa (já, þeir virðast hafa verið sami maðurinn) er lýst sem úrkynjuðum sadískum skepnum sem ekki höfðu snefil af mannlegri samkennd heldur litu á ofbeldið sem fjölskylduhefð. Síðari hluti bókarinnar er sem fyrr segir saga höfundarins, Melissu Gavin. Hún er mun styttri og brotakenndari, en byggð á minningum úr ofbeldis- fullri æsku, auk þess sem sagt er af leitinni að Rögnu Esther og bréfaskipt- um milli ættingja. Það er hreint ekki auðvelt að skrifa um bókina Grimmdarlíf og skreyta hana tilheyrandi stjörnum. Eitt er víst að hún er svo skelfileg að hún heldur harðsnúnum lesanda við efnið og heldur jafnvel fyrir honum vöku (það er nauðsynlegt að vita hvernig þetta endar allt saman) en hún gæti auðveld- lega gert hina viðkvæmari lesendur afhuga bóklestri um langa hríð. Ég varð enn fremur nokkuð hugsi yfir löngum og ítarlegum lýsingum á nauðgunum og öðrum pyntingum sem hvað eftir annað dynja yfir sögu- persónurnar. Bókin er flokkuð sem heimildaskáldsaga/minningar og á heimasíðu útgáfunnar stendur að Melissa Gavin skrifi bókina „í skáldsögu- formi, en samkvæmt bestu heimildum og með hliðsjón af þekkingu sinni á föður sínum og umhverfi hans“. Það er ljóst að Melissa vissi ekki af tilvist Rögnu Estherar fyrr en nú nýverið. Þó að einhverjar heimildir hafi verið til um skelfilegt ofbeldið, þá hlýtur höfundurinn að bæta allnokkuð í fremur en að draga úr og það er umhugsunarefni hvers vegna hún gerir það. Þetta fær lesanda til þess að íhuga mörk sannleika og skáldskapar og enn fremur velta fyrir sér tilganginum með frásögninni. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Hryllileg saga um heimilisofbeldi. Sæmilega unnin, en það þarf sterk bein til að komast í gegnum hana. SONNET OF DELIRIUM Er heiti sýningar Unu Lorenzen sem opnar í Þoku í dag, fimmtudag. Sonnet of Delirium (2011) er fjögurra mínútna tilraunakennd hryllingsmynd sem íslenska listakonan Una Lorenzen teiknaði. Myndin er byggð á sögu íranska listamannsins Majeed Beenteha og búin til með handteiknuðum klippimyndum og kolateikningum sem voru unnar ramma fyrir ramma. Auk stuttmynd- arinnar er sýning á kolateikningum Unu sem notaðar voru við gerð myndarinnar. Þoka er í kjallara Hríms hönnunarhúss, Laugavegi 25. UNGSKÁLD HREPPIR TÓMASARVERÐLAUNIN Fim. 04. okt. ‘12 » 19:30 Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar Ralph Vaughan Williams Fantasía um stef eftir Tallis Claude Debussy Première Rhapsodie Anders Hillborg Peacock Tales César Franck Sinfónía í d-moll Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri Martin Fröst einleikari TÓNLEIKAKYNNING » 18:00 Martin Fröst er án efa einn fremsti klarinettleikari heims í dag. Hann hefur einstakan persónulegan stíl og býr yfir undraverðri tækni. Fröst er tónleika- gestum á Íslandi að góðu kunnur og hefur notið mikilla vinsælda fyrir túlkun og líflegan flutning. „Það er freistandi að segja að ef Martin Fröst léki ekki á klarinett þá væri hann leikari eða dansari.“ ART DESK Bakhjarlar: DAGUR LJÓÐSINS Jón Gnarr borgarstjóri (og ljóðskáld) afhendir Degi Hjartarsyni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið að ljóðabókinni Þar sem vindarnir hvílast. Faðir Dags, Hjörtur Marteinsson, hlaut sömu verðlaun árið 2000. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „ég var að horfa á tunglið“ ég var að horfa á tunglið speglast í polli þegar þú komst gangandi á móti mér djöfullinn sagðir þú en ég sagði elskan hafðu ekki áhyggjur þó annar skórinn sé blautur því í kvöld hefur þú stigið fæti á tunglið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.