Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 8
4. október 2012 FIMMTUDAGUR8 STJÓRNSÝSLA Fulltrúar teymis sem vinnur að hönnun nýs fang- elsis á Hólmsheiði undirrituðu í gær, ásamt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, svokallaðan Nordic Built-sáttmála. Í frétt frá innanríkisráðuneytinu er sátt- málinn sagður samvinnuverkefni sem hvetji til þróunar samkeppn- ishæfra lausna í vistvænni mann- virkjagerð. „Með þeirri hugmyndafræði er við sköpun á manngerðu umhverfi leitast við að auka lífs- gæði, nýta sjálfbærni, stað- bundnar auðlindir og byggja á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best,“ segir ráðu- neytið. Fram kemur að Norræna ráð- herraráðið ásamt Nordic Innova- tion fjármagni verkefnið. - gar Ráðherra undirritar sáttmála: Nýtt fangelsi verði vistvænt JAPAN, AP Hvergi í heiminum er hærra hlutfall aldraðra en í Japan, þar sem 30 prósent íbúanna eru komin yfir sextugt. Árið 2050 verða sextíu önnur lönd komin í sömu stöðu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni eru stjórnvöld ríkjanna hvött til þess að hyggja að þörfum aldraðra og tryggja að þeir geti átt gott ævi- kvöld. Víða er staða aldraðra bág og fátækt meiri meðal þeirra en ann- arra íbúa. Í Lettlandi og á Kýpur býr til dæmis um helmingur þeirra sem komnir eru yfir sex- tugt við fátækt. Jafnvel í iðnvædd- um ríkjum á borð við Japan eiga aldraðir í erfiðleikum með að nálg- ast nauðsynlega þjónustu. „Meira þarf að gera til að afhjúpa, rannsaka og sporna gegn mismunun, misnotkun og ofbeldi gegn öldruðum, sérstaklega konum sem standa verr að vígi,“ segir í skýrslunni. Nú eru 810 milljónir manna, eða níundi hver jarðarbúi, komn- ar yfir sextugt. Árið 2050, þegar mannkyni hefur fjölgað úr sjö í níu eða tíu milljarða er talið að fimmti hver jarðarbúi verði kominn yfir sextugt, eða allt að tveir milljarðar manna. - gb Einn af hverjum níu jarðarbúum er yfir sextugu: Hlutur aldraðra í mann- fjöldatölum stækkar ört ELDRI BORGARAR Í JAPAN Hlutfall aldraðra er hvergi hærra en í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SÝRLAND, AP Þrír sjálfsvígsárásar- menn sprengdu í gær upp bíla sem þeir óku inn á svæði stjórnarhers- ins í Aleppo, stærstu borg Sýr- lands. Sprengjurnar kostuðu hátt í 40 manns lífið, en að minnsta kosti 120 manns særðust að auki. Fjórða sprengingin varð nálægt gamla miðbænum í Aleppo, sem er á menningarminjaskrá Samein- uðu þjóðanna. Miklar skemmdir hafa orðið á gamla miðbænum og markaðstorginu þar, sem hefur lengi verið vinsælt meðal ferða- manna. Sýrlandsstjórn kennir hryðju- verkamönnum um sprengjuárás- irnar. „Þetta var eins og röð jarð- skjálfta,“ sagði íbúi í Aleppo. „Þetta var skelfilegt, skelfilegt.“ Harðir skotbardagar brutust út í kjölfar árásanna. Árásunum svipar til árása sem hryðjuverkahópar tengdir Al Kaída-samtökunum hafa stað- ið fyrir, en hópar af því tagi eru taldir hafa blandað sér í átökin í Sýrlandi með ýmsum hætti. Uppreisnarmenn, sem reyna að koma Bashar al Assad forseta frá völdum, segjast þó engin tengsl hafa við þessa hryðjuverkahópa. Hörð átök hafa geisað í Aleppo í tvo mánuði, en hvorki stjórnar- hernum né uppreisnarmönnum hefur tekist að ná borginni á sitt vald, ekki frekar en höfuðborg- inni Damaskus þar sem enn eru átök uppreisnarmanna og stjórn- arhersins nánast daglega. Sjálfsvígsárásir og bílspreng- juárásir hafa orðið æ algengari í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, en átökin þar hafa nú geisað í á hálft annað ár. Frá upphafi hafa átökin kostað meira en 30 þúsund manns lífið og heilu hverfin eru nú gjöreyðilögð. Átökin eru farin að breiðast út til landamæra Tyrklands þar sem að minnsta kosti fimm létu lífið í gær þegar sýrlenski stjórn- arherinn skaut sprengjum yfir landamærin. gudsteinn@frettabladid.is Harðir bardagar í Aleppo Tugir fórust þegar bílasprengjur voru sprengdar í Aleppo í gær. Miklar skemmdir hafa orðið á gamla mið- bænum í Aleppo, sem er á menningarminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Átökin hafa nú breiðst út til landa- mæranna. Að minnsta kosti fimm létust í árásum sýrlenska stjórnarhersins á tyrkneskan landamærabæ. AÐ LOKINNI SPRENGJUÁRÁS Flestir þeirra sem fórust í Aleppo í gær voru hermenn sýrlensku stjórnarinnar. NORDICPHOTOS/AFP særðust og hátt í 40 létust í þremur sjálfs- vígsárásum í Aleppo í Sýr- landi í gær. 120 VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað heitir faðir tónlistarmann- anna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum? 2. Alþjóðlegur dagur hverra er í dag? 3. Hversu háar eru dagsektir vegna trassaskapar við hús í borginni? SVÖR 1. Einar Georg Einarsson 2. Dýranna 3. Tæpar 32 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.