Fréttablaðið - 04.10.2012, Side 59

Fréttablaðið - 04.10.2012, Side 59
FIMMTUDAGUR 4. október 2012 47 A-RIÐILL: Porto - PSG 1-0 Dynamo Kiev - Dinamo Zagreb 2-0 Staðan: Porto 6, PSG 3, Kiev, 3, Zagreb 0. B-RIÐILL: Schalke 04 - Montpellier 2-2 Arsenal - Olympiakos 3-1 1-0 Gervinho (41.), 1-1 Kostantinos Mitroglou (45.), 2-1 Lukas Podolski (55.), 3-1 Aaron Ramsey (93.). Staðan: Arsenal 6, Schalke 4, Montpellier 1, Olympiakos 0. C-RIÐILL: Zenit St Petersburg - AC Milan 2-3 0-1 Urby Emanuelson (12.), 0-2 Stephan El Shaa- rawy (15.), 1-2 Hulk (46.), 2-2 Roman Shirokov (48.), 2-3 Tomas Hubocan, sjálfsmark (75.). Anderlecht - Málaga 0-3 Staðan: Malaga 6, AC Milan 4, Anderlecht 1, Zenit 1. D-RIÐILL: Manchester City - Dortmund 1-1 0-1 Marco Reus (60.), 1-1 Mario Balotelli, víti (89.). Ajax - Real Madrid 1-4 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Karim Benzema (47.), 1-2 Niklas Moisander (55.), 1-3 Cristiano Ronaldo (78.), 1-4 Cristiano Ronaldo (80.). Staðan: Real Madrid 6, Dortmund 4, Manchester City 1, Ajax 0. MEISTARADEILD FÓTBOLTI Manchester City komst ekki upp úr riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu í gær og útlit- ið er ekki bjart eftir fyrstu tvær umferðirnar í ár. Liðið gerði í gær 1-1 jafntefli við Þýskalandsmeist- ara Dortmund á heimavelli og var þó stálheppið að fá eitt stig úr leiknum. Þjóðverjarnir óðu í færum í leiknum en Joe Hart, markvörður City, sá til þess að Dortmund skor- aði aðeins eitt mark að þessu sinni. Mario Balotelli skoraði svo jöfnun- armark City úr vítaspyrnu á loka- mínútum leiksins. „Við spiluðum ekki vel,“ sagði Roberto Mancini, stjóri City, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum ekki skilið að fá þetta stig en það gæti reynst dýrmætt á endanum. Dort- mund spilaði betur en við og eins og málin standa nú eru þeir með betra lið en við. Joe Hart bjargaði okkur í kvöld.“ Í sama riðli vann Real Madrid öruggan 4-1 sigur á Ajax þar sem Cristiano Ronaldo skoraði þrennu. Madrídingar eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins og líklegastir til að halda toppsætinu allt til loka. Dortmund er í góðri stöðu í öðru sæti með fjögur stig. City er í þriðja sætinu með eitt stig og þarf að spila mun betur en liðið gerði í gær til að gera almennilega atlögu að sæti í 16-liða úrslitunum. Porto (A-riðill), Arsenal (B-rið- ill) og Malaga (C-riðill) eru öll með fullt hús stiga í sínum riðlum eftir sigra í sínum leikjum í gær. Arse- nal hafði betur gegn Olympiakos, 3-1, á heimavelli. „Þetta var erfitt en þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir,“ sagði Steve Bould, aðstoðar- stjóri Arsenal, en Arsene Wenger er enn að taka út leikbann í Meist- aradeildinni. „Olympiakos varðist mjög vel og við virtumst stundum taugaóstyrkir. En niðurstaðan var glæsileg fyrir okkur.“ AC Milan vann góðan sigur í C- riðli á Zenit St. Pétursborg í Rúss- landi, 3-2, en sigurmark leiksins reyndist sjálfsmark þegar stund- arfjórðungur var til leiksloka. eirikur@frettabladid.is City enn númeri of lítið fyrir Evrópu Manchester City var heppið að sleppa með 1-1 jafntefli gegn Dortmund á heimavelli í gær og er nú með eitt stig í dauðariðli Meistaradeildarinnar. Real Madrid og Arsenal unnu bæði í gær og eru með fullt hús stiga. EITT NÚLL Marco Reus skorar mark Dortmund í gær. Gael Clichy nær ekki að stöðva hann. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.