Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 4. október 2012 47 A-RIÐILL: Porto - PSG 1-0 Dynamo Kiev - Dinamo Zagreb 2-0 Staðan: Porto 6, PSG 3, Kiev, 3, Zagreb 0. B-RIÐILL: Schalke 04 - Montpellier 2-2 Arsenal - Olympiakos 3-1 1-0 Gervinho (41.), 1-1 Kostantinos Mitroglou (45.), 2-1 Lukas Podolski (55.), 3-1 Aaron Ramsey (93.). Staðan: Arsenal 6, Schalke 4, Montpellier 1, Olympiakos 0. C-RIÐILL: Zenit St Petersburg - AC Milan 2-3 0-1 Urby Emanuelson (12.), 0-2 Stephan El Shaa- rawy (15.), 1-2 Hulk (46.), 2-2 Roman Shirokov (48.), 2-3 Tomas Hubocan, sjálfsmark (75.). Anderlecht - Málaga 0-3 Staðan: Malaga 6, AC Milan 4, Anderlecht 1, Zenit 1. D-RIÐILL: Manchester City - Dortmund 1-1 0-1 Marco Reus (60.), 1-1 Mario Balotelli, víti (89.). Ajax - Real Madrid 1-4 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Karim Benzema (47.), 1-2 Niklas Moisander (55.), 1-3 Cristiano Ronaldo (78.), 1-4 Cristiano Ronaldo (80.). Staðan: Real Madrid 6, Dortmund 4, Manchester City 1, Ajax 0. MEISTARADEILD FÓTBOLTI Manchester City komst ekki upp úr riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu í gær og útlit- ið er ekki bjart eftir fyrstu tvær umferðirnar í ár. Liðið gerði í gær 1-1 jafntefli við Þýskalandsmeist- ara Dortmund á heimavelli og var þó stálheppið að fá eitt stig úr leiknum. Þjóðverjarnir óðu í færum í leiknum en Joe Hart, markvörður City, sá til þess að Dortmund skor- aði aðeins eitt mark að þessu sinni. Mario Balotelli skoraði svo jöfnun- armark City úr vítaspyrnu á loka- mínútum leiksins. „Við spiluðum ekki vel,“ sagði Roberto Mancini, stjóri City, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum ekki skilið að fá þetta stig en það gæti reynst dýrmætt á endanum. Dort- mund spilaði betur en við og eins og málin standa nú eru þeir með betra lið en við. Joe Hart bjargaði okkur í kvöld.“ Í sama riðli vann Real Madrid öruggan 4-1 sigur á Ajax þar sem Cristiano Ronaldo skoraði þrennu. Madrídingar eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins og líklegastir til að halda toppsætinu allt til loka. Dortmund er í góðri stöðu í öðru sæti með fjögur stig. City er í þriðja sætinu með eitt stig og þarf að spila mun betur en liðið gerði í gær til að gera almennilega atlögu að sæti í 16-liða úrslitunum. Porto (A-riðill), Arsenal (B-rið- ill) og Malaga (C-riðill) eru öll með fullt hús stiga í sínum riðlum eftir sigra í sínum leikjum í gær. Arse- nal hafði betur gegn Olympiakos, 3-1, á heimavelli. „Þetta var erfitt en þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir,“ sagði Steve Bould, aðstoðar- stjóri Arsenal, en Arsene Wenger er enn að taka út leikbann í Meist- aradeildinni. „Olympiakos varðist mjög vel og við virtumst stundum taugaóstyrkir. En niðurstaðan var glæsileg fyrir okkur.“ AC Milan vann góðan sigur í C- riðli á Zenit St. Pétursborg í Rúss- landi, 3-2, en sigurmark leiksins reyndist sjálfsmark þegar stund- arfjórðungur var til leiksloka. eirikur@frettabladid.is City enn númeri of lítið fyrir Evrópu Manchester City var heppið að sleppa með 1-1 jafntefli gegn Dortmund á heimavelli í gær og er nú með eitt stig í dauðariðli Meistaradeildarinnar. Real Madrid og Arsenal unnu bæði í gær og eru með fullt hús stiga. EITT NÚLL Marco Reus skorar mark Dortmund í gær. Gael Clichy nær ekki að stöðva hann. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.