Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 4. október 2012 41
maðurinn sem þráast við að yfir-
gefa heimili sinnar fyrrverandi.
Og að lokum ungur fíkill sem held-
ur barnsmóður sinni bundinni við
hjónarúmið, á milli þess sem hann
nauðgar henni og misþyrmir.
Persónusköpunin er vel af hendi
leyst og allar sögurnar áhugaverðar
til að byrja með. Leikararnir standa
sig með mikilli prýði og þar liggur
helsti styrkur myndarinnar. Þá er
myndatakan bæði áferðarfalleg og
fjölbreytileg, sem myndar skemmti-
legt mótvægi við grámóskulegan
fábreytileika leikmyndarinnar.
En þó öll fyrrnefnd atriði gangi
upp þarf meira til. Kynbundið
ofbeldi er raunverulegt vandamál
en til að gera því góð skil í kvik-
mynd þarf að feta ansi þröngan stíg,
og það tekst alls ekki hér. Yfirgengi-
leg framsetningin skemmir góðan
efnivið og grafískt ofbeldið er án
sýnilegs tilgangs. Dramatíkinni
er haldið alveg við þolmörkin nær
allan tímann og þegar leikstýran
skrúfar (ítrekað) frá strengjasveit-
inni ýtir hún myndinni langt yfir
strikið. Að ósköpunum loknum er
áhorfandinn andlega uppgefinn, en
einskis vísari. Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Vel leikin og fallega
tekin. En það dugir ekki til.
Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna
Wintour, heilsaði ekki raunveru-
leikastjörnunni Kim Kardashian
á Marchesa-sýningunni á tísku-
vikunni í New York. Wintour
kyssti hins vegar kærasta henn-
ar, tónlistarmanninn Kanye West,
í bak og fyrir. Að sögn tímarits-
ins Intouch vakti atvikið athygli
viðstaddra en Wintour er sögð
hafa hunsað Kardashian alger-
lega og stóð raunveruleikastjarn-
an vandræðaleg við hlið West.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
ritstjórinn hunsar Kardashian
en hún bannaði raunveruleika-
stjörnunni að taka þátt í árlega
Met-ballinu í fyrra.
Heilsaði
ekki Kim
LÍKAR EKKI KARDASHIAN Anna Wintour
neitaði að heilsa Kim Kardashian á
tískuvikunni í New York. NORDICPHOTOS/GETTY
Daniel Radcliffe er í viðræð-
um um að leika persónuna The
Hunchback í nýrri mynd um
Frankenstein. Hunchback, eða
kroppinbakur, er aðstoðarmaður
Henrys Frankenstein í sköpun
skrímslisins.
Handritshöfundur myndarinn-
ar verður Max Landis, sem einn-
ig samdi handritið að Chronicle.
Hún fjallar um menntaskólanema
sem öðlast ofurkrafta. Harry Pot-
ter-leikarinn Radcliffe lék síðast
í draugamyndinni The Woman
In Black sem þótti nokkuð vel
heppnuð.
Í mynd um
Frankenstein
DANIEL RADCLIFFE Harry Potter-leikar-
inn fer líklega með hlutverk í mynd um
Frankenstein.
Bíó ★★ ★★★
90 Minutes
RIFF-hátíðin
Leikstjórn: Eva Sørhaug. Leik-
arar: Bjørn Floberg, Aksel Hennie,
Annmari Kastrup, Mads Ousdal,
Pia Tjelta, Kaia Varjord.
Hin norska 90 Minutes segir sögu
þriggja karlmanna sem tengjast
ekki á neinn hátt, en eiga þó ýmis-
legt sameiginlegt. Fyrst fylgjumst
við með eldri manni sem þaul-
skipuleggur morð á konunni sinni.
Næstur er það fráskildi lögreglu-
Leikstjórar sem elska fiðlur
ÞRÖNGUR STÍGUR Að áhorfi á 90 Minutes loknu en áhorfandinn andlega uppgefinn
en einskis vísari, að mati gagnrýnanda.
facebook.com/noisirius