Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 40
4. október 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ryk, 6. málmur, 8. sjór, 9. blessun, 11. ullarflóki, 12. högni, 14. stinga, 16. í röð, 17. kopar, 18. mælieining, 20. bókstafur, 21. pottréttur. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. kringum, 4. flutn- ingaskip, 5. hyggja, 7. avókadó, 10. andmæli, 13. atvikast, 15. einsöngur, 16. skyggni, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. duft, 6. ál, 8. mar, 9. lán, 11. rú, 12. fress, 14. pikka, 16. de, 17. eir, 18. erg, 20. pí, 21. ragú. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. um, 4. farskip, 5. trú, 7. lárpera, 10. nei, 13. ske, 15. aría, 16. der, 19. gg. Hann fattaði aldrei hvað skeði! Ég sá hræðsluna í aug- unum á honum! Hann var hræddur! Mjög hræddur! Svo kom sársaukinn! Han kveinkaði sér og rétti út höndina … mmmmammmah mammaaaaaaaah viltu blásaaa … Og ég held hann hafi ælt á leið inn í sjúkrabílinn! Líklega! Sumir læra aldrei! Hrikalegt! En það breytir ekki þeirri staðreynd að ég var fyrstur í boltann! Held að þú hafir tæklað hann svipað á 2007 tímabilinu! Þá varð hann meistari í beinbrotum! Jón læknir hér. Hæ pabbi, geturðu sótt mig? Já, auðvitað. Hvenær á ég að koma? Ertu ekki lagður af stað?? Jósúa, geturðu unnið klukkutíma í yfirvinnu? Hannes... Þú hefðir átt að sjá þetta, mamma! Þetta var stærsta tyggjó- kúla í heimi! Hausinn á mér fór næstum af þegar hún sprakk! Það kemur tyggjókúla eftir þessa tyggjókúlu... Hei! Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstak- lingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af ein- elti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær. TIL þess að uppræta einelti þarf nefni- lega grundvallarhugarfarsbreytingu. Það þarf að hætta að hafa það fyrir börnum að það sé eðlilegt að skíta út stjórnmála- menn og aðra sem sjást á sjónvarpsskján- um og alla sem hafa andstæða skoðun í kommentakerfum netmiðla. Koma þeim skilaboðum rækilega á framfæri að það sé aldrei í lagi að ráðast á annað fólk vegna framferðis þess, skoð- ana, útlits eða óvana. Aldrei. Það lærir ekkert barn að einelti sé ófor- svaranlegt ef það hlustar á sífelldar yfirlýsingar um það hvað þessi eða hinn sé mikill hálfviti, hvað þessi kelling- arbikkja sé klikkuð, eða þessi kall feitur heima hjá sér á hverju kvöldi. Hvernig ættu þau að skilja það að foreldrunum leyfist að tala svona um aðrar manneskjur en þau sjálf megi ekki segja styggðaryrði við félaga sína? SUMIR eru jafnvel lagðir í einelti í nafni rétthugsunar. Þar eru efstir á blaði blessað- ir reykingamennirnir. Reykingar eru óholl- ar og sóðalegar og þar af leiðandi eru þeir sem þær stunda réttmætt skotmark barna og fullorðinna hvar sem til þeirra næst. „Það er ógeðslegt að reykja, þú getur dáið,“ segja börnin sem ganga fram hjá þegar maður situr í sakleysi á eigin tröppum og nýtur nikótínsins. Og foreldrarnir brosa drjúgir og klappa þeim á kollinn. Aldeil- is vel heppnuð innræting. En hvað með annað sem er óhollt og ógeðslegt? Hugsum okkur að sama barn sæi feita manneskju sitja og úða í sig hamborgara og frönskum, löðrandi í kokteilsósu, og tilkynnti henni á sama hátt að það væri ógeðslegt að borða svona jukk og líklegt til að draga hana til dauða. Haldiði að foreldrarnir myndu brosa jafn drýgindalega við þeirri staðhæfingu? Og hvað ef ég, sem valið hef þann lífsstíl að eiga ekki bíl, steytti hnefa, fussandi og sveiandi í hvert sinn sem ég sæi bíl? Hlýt ég ekki að eiga rétt á því að þurfa ekki að anda að mér eiturgufunum í útblæstri bílanna ykkar í hvert sinn sem ég fer út úr húsi? Þetta er ógeðslegt! EINELTI er skelfilegt. Alltaf, alls staðar. Eina leiðin til að vinna bug á því er að leyfa fólki bara að vera eins og það er með sína lesti og vankanta. Hætta að kássast upp á annarra jússur og reyna í staðinn að lappa upp á sínar eigin. Kássast upp á jússur Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi! fös. 28/9 kl. 20 UPPSELT lau. 29/9 kl. 20 örfá sæti lau. 6/10 kl. 19 örfá sæti lau. 6/10 kl. 22 örfá sæti sun. 7/10 kl. 20 örfá sæti fös. 12/10 kl. 19 UPPSELT lau. 13/10 kl. 19 örfá sæti lau. 20/10 kl. 19 UPPSELT Sýningar í Hofi á Akureyri fös. 01/11 kl. 20 | lau. 02/11 kl. 20 Miðasala í síma 450 1000 og á menningarhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.