Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 12
4. október 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
Nú er tíminn til þess að
setja niður haustlauka, vilji
menn njóta blóma í garðin-
um eða á svölunum í vor. Til
þess að allir laukarnir komi
ekki upp samtímis þarf að
kynna sér hver blómgunar-
tími tegundanna er.
Það fer allt eftir veðurfari yfir
veturinn hversu snemma fyrstu
haustlaukarnir koma upp. Stund-
um má sjá vorboða, vetrargosa
og krókus í mars, að því er Lára
Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur
hjá Blómavali, greinir frá.
„Snæstjarna, stjörnulilja og vor-
íris eru á svipuðu róli og krókus
og síðan taka páskaliljurnar við,“
segir hún.
Lára segir hægt að fá túlípana á
þremur blómgunarskeiðum. „Það
eru til túlípanar sem blómstra í
lok apríl og byrjun maí. Aðrar teg-
undir koma upp í maílok og byrjun
júní og svo eru til seinblómstrandi
túlípanar sem byrja um miðjan
júní og standa fram í júlí.“
Að sögn Láru njóta snemm-
blómstrandi tegundir sín hjá runn-
um áður en þeir laufgast. „Snemm-
blómstrandi tegundir eru einnig
settar í steinhæðir til þess að þær
blómstri áður en fjölæringarnir
byrja.“
Jarðvegurinn þar sem lauk-
ar eru settir niður má ekki vera
mjög blautur. „Það er til dæmis
ekki gott að vera með lauka þar
sem rennur af þakinu.“
Spurð að því hvort gefa eigi
laukunum næringu við gróður-
setningu segir Lára það ekki bráð-
nauðsynlegt. „En það má alveg
strá nokkrum áburðarkornum á
moldina að hausti.“
Lára bendir á að góðar upplýs-
ingar um gróðursetningardýpt
og blómgunartíma séu á umbúð-
um utan um laukana. „Við þurf-
um hins vegar að gera ráð fyrir að
blómgunin sé seinni við íslenskar
aðstæður.“ ibs@frettabladid.is
Vorið undirbúið með
gróðursetningu lauka
KRÓKUS Krókus er meðal þeirra
tegunda sem koma fyrst upp á vorin.
HAUSTVERK Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur segir nauðsynlegt að kynna sér blómgunartíma tegundanna til þess að allir lauk-
arnir komi ekki upp samtímis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
GRÓÐURSETT Laukarnir dafna best þar
sem ekki er mjög blautt.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Frá og með áramótum geta þeir sem ferðast með SAS-flug-
félaginu talað í farsíma um borð í vélum þess sem eru með
þráðlaust net. Upplýsingastjóri SAS, Knut Morten Johansen,
segir í viðtali við Aftenposten að ekki sé talið að breytingin
muni skapa vandamál. Gert sé ráð fyrir að fólk taki tillit til
annarra flugfarþega. Flugfélagið Norwegian hefur um skeið
heimilað að talað sé í farsíma um borð í gegnum SkyCall.
Að sögn upplýsingastjóra Norwegian, Lasse Sandaker-
Nielsen, hafa farþegar ekki kvartað undan farsímanotkun um borð.
Netnotkun er innifalin í flugmiðaverði hjá Norwegian. SAS hyggst hins vegar
taka gjald fyrir netnotkun um borð.
■ Fjarskipti
Flugfélagið SAS heimilar að talað
sé í farsíma um borð
Upplýsa á um magn íbætts vatns á umbúðum fisk- og
kjötvara. Ef varan er íshúðuð á íshúðin að teljast til
umbúða og því ekki að koma fram í þyngd vörunnar.
Þetta er ein af kröfum Neytendasamtakanna um merk-
ingar á matvælum sem samþykktar voru á nýafstöðnu
þingi þeirra. Á vef samtakanna er bent á að óheimilt
sé að vigta umbúðir með vöru. Við útreikning á verði
vörunnar eigi að draga þyngd umbúða frá. Neytenda-
samtökin segja að herða þurfi verulega eftirlit eftirlits-
aðila með því að verslanir fari að settum reglum.
■ Matvæli
Neytendasamtökin vilja betri
merkingar á matvörum
GÓÐ HÚSRÁÐ Saumaskapur
Nú er lítið mál að þræða nálina
Hver sá sem þurft hefur að stoppa í sokka eða
koma nálægt öðrum saumaskap hefur rekið sig á
þann upphafsþröskuld verksins að þræða nálina. Í
stað þess að sleikja endann á þræðinum og reyna
þannig að beina endanum rétta leið má reyna að
úða á hann hárlakki og á fingurgómana og nota
til að slétta úr þræðinum og gera hann stífan. Ætti
hann þá ljúflega að rata inn um nálaraugað.
BÆKUR voru lánaðar út frá Landsbókasafni Íslands – Háskóla-
bókasafni í fyrra. Fjöldinn er tæpum tíunda hluta undir því sem
var áratug fyrr. Árið 2001 voru lánaðar út 80.879 bækur.
73.138
Borgaryfirvöld í Róm hafa sett lög sem banna
vegfarendum að borða pítsur, ís, samlokur og
annað úti á götu við sögufræga staði í miðjum
gamla bæ Rómar, eins og Navona-torg, Panþeon
og Spænsku tröppurnar. Þeir sem brjóta bannið eiga
á hættu að þurfa að greiða 25 til 500 evrur, að því
er kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins sem vitnar
í Daily Telegraph. Svipuð lög hafa verið sett í Flórens,
Bologna og Feneyjum. Á síðastnefnda staðnum er til
dæmis bannað að snæða nestið sitt á Markúsartorgi.
■ Ferðalög
Bannað að borða ís og pítsur
við sögulega staði í Róm
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað
í Volkswagen Passat Comfortline Plus
er nú fullkomið leiðsögukerfi með
Íslandskorti ásamt bakkmyndavél.
www.volkswagen.is
Ratvís og
víðsýnn
Volkswagen Passat EcoFuel
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat
Passat Comfortline Plus
sjálfskiptur kostar aðeins
4.790.000 kr.