Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGSjúkraþjálfun & stoðtæki FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 5125427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hefur undanfarin ár notað „Un- loader One“-hnéspelkuna frá Öss- uri með góðum árangri. Í stað aðgerðar „Brjóskið í hægra hnénu á mér er alveg uppurið, þar er bara bein í bein,“ segir Jón. „Fyrir fjórum árum síðan fór ég að finna fyrir óþægindum og verkjum í hnénu og fór í liðþófaaðgerð þar sem stærsti hluti liðþófans var fjarlægður. Í kjölfarið kom í ljós að brjóskeyð- ing í hnénu var einnig mikil. Stefán Carlsson bæklunarlæknir ráðlagði mér að prófa fyrst Unloader-spelk- una frá Össuri og að fá innlegg í skóinn því fóturinn er líka styttri. Ég hef notað spelkuna frá því árið 2010 og hún hefur hjálpað mér verulega.“ Eykur hreyfanleika Unloader One-hnéspelkan veit- ir stuðning og minnkar verki og gerir notendum kleift að ganga með hana allan daginn. Í Unloa- der One-spelkunni eru tveir borð- ar sem létta álagi af slitnum liðflöt- um og auðvelda fólki með verki í hnjám að stíga í fótinn. Borðarnir aðlagast hreyfingum sem gerir það að verkum að álagið flyst af slitna liðfletinum yfir á þann heila. Not- endur Unloader One-spelkunn- ar svitna síður af henni en öðrum sambærilegum hnéspelkum. Sá hluti spelkunnar sem liggur næst húðinni er gatað sílikon sem hleyp- ir lofti í gegn og gerir húðinni kleift að anda vel. Unloader One-spelkan er árangur margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu Össurar. Einföld og þægileg Nýlega fékk Jón nýja útgáfu af Un- loader One sem hann lætur vel af. Það er auðvelt að koma Unloader- spelkunni á sig og hún er bæði ein- föld og þægileg í notkun. Hún pass- ar undir buxurnar án þess að móti fyrir henni. „Ég finn afskaplega lítið fyrir spelkunni og hún truflar mig ekki neitt. Hún léttir þrýstingi af hnénu og styður við það þann- ig að ég á mun auðveldara með gang. Eftir að ég fékk nýju spelk- una hef ég haft hana á mér nánast allan daginn, hún er mjög þægi- leg,“ segir hann. „Spelkan vinnur eins og hnédeyfir, svipað og högg- deyfar (demparar) bíla.“ Finn ekki lengur til Jón er mörgum kunnur sem for- maður HSÍ um margra ára skeið en hann segir sposkur á svip að hann hafi stundað handbolta fyrir fjöru- tíu árum og fjörutíu kílóum síðan, en hann var einn af „strákunum okkar“ á Ólympíuleikunum í Mün- chen 1972. „Ég vil ekki kenna hand- boltanum um þessi hnévandamál mín, slapp algjörlega við meiðsli í honum, heldur miklu frekar yfir- þyngd (1/10 úr tonni!) sem ég safn- aði á mig eftir að ferlinum lauk. Nú er ég að reyna að létta mig til að minnka álagið á hnén. Eftir að ég fékk spelkuna fer ég mun oftar í lengri göngutúra og hef gaman af og léttist um leið. Áður veigr- aði ég mér við að fara í göngutúra, enda hafði ég enga ánægju af þeim því þeir reyndu svo á fæturna. Þá rýrna vöðvar í fótum sem ekki er gott, því vöðvarnir styðja við lið- böndin í hnjánum. Ég fann aðal- lega til í vinstra lærinu enda farinn að færa álagið yfir á þann fót þegar hægra hnéð var orðið svo slæmt, en sjúkraþjálfari minn hefur leið- beint mér til að laga það. Eftir að ég fór að nota spelkuna frá Össuri finn ég ekkert til lengur og mæli ein- dregið með því að fólk með hnjá- vandamál ræði við lækni sinn um að sækja um spelkuna í stað þess að fara í aðgerð.“ Spelkan kemur í stað hnéaðgerðar Handboltakempan fyrrverandi, Jón Hjaltalín Magnússon, hefur notað „Unloader One“-hnéspelkuna frá Össuri undanfarin ár. Hann mælir eindregið með notkun hennar fyrir alla þá sem hafa verki í hnjám og tapað hafa brjóski í hnjáliðum. Hann hefur sjálfur sloppið við eða frestað hnjáaðgerð, sem hann annars hefði líklega þurft að fara í. Jón Hjaltalín Magnússon mælir með notkun hnéspelkunnar Unloader One frá Össuri. Spelkan frá Össuri er einföld og þægileg. Hún veitir stuðning, dregur úr sársauka og eykur hreyfanleika hjá notanda. MYND/DANÍEL Við leggjum mikla áherslu á mannhelgi og setjum skjólstæðinga ok kar í öndvegi,“ segir Kristján Hjálmar Ragnarsson, sjúkraþjálfari og annar eigenda Sjúkraþjálfunar Kópavogs. Hann segir sjúkraþjálfun ganga út á að bæta færni og lífsgæði. „Sérhæf ing sjúk raþjálfara byggir á greiningu vandamála í stoðkerfi og meðferðaráætlunum til lengri eða skemmri tíma. Þa n n ig bæt u m v ið ásta nd skjólstæðinga okkar og aukum vinnufærni þeirra,“ útsk ýrir Kristján. Fagmennska Í Sjúkraþjálfun Kópavogs starfa tólf sjúkraþjálfarar, þar af níu sér- hæfðir í liðfræðum, sem er með- ferð á hrygg og liðum. „Hornsteinn sjúkraþjálfun- ar sem hér er lögð til miðast við að skjólstæðingar okkar séu virk- ir í þeirri markmiðasetningu og þróun sem verður í framhaldinu,“ segir Kristján. Í Sjúkraþjálfun Kópavogs leita einstaklingar aðstoðar vegna minniháttar, meiriháttar eða krónískra vandamála. Nákvæm greining „Sérstaða Sjúkraþjálfunar Kópa- vogs felst í nákvæmri greiningu og áætlun um samstarf sjúkraþjálf- ara og skjólstæðings í upphafi. Við skilgreinum vel hvers vegna fólk kemur og hvert við ætlum saman. Eftir nákvæma skoðun sjúkra- þjálfara er lögð niður áætlun og æfingaplan í samstarfi við skjól- stæðinginn því við erum sannfærð um að skorti upp á sjálfshjálp ein- staklingsins verði árangurinn ekki jafn góður,“ segir Kristján. Lífsgæðin í húfi Í Sjúkraþjálfun Kópavogs er að- búnaður og tækjakostur eins og best verður á kosið. Í lok október opnar æfingasalurinn eftir stækk- un og sjúkraþjálfarar starfa í lok- uðum herbergjum sem tryggja einrúm og næði. „Flestir fara til sjúkraþjálfara þegar eitthvað bjátar á og truflar þá í lífinu; þegar stoðkerfi líkam- ans veldur óþægindum. Íþrótta- fólk kemur á fyrirbyggjandi for- sendum til að sjá hvort misvægi sé í stoðkerfinu sem grípa þurfi inn í strax,“ útskýrir Kristján. Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á heildrænum áhrifum misvægis eða misálags í skrokkn- um því þau hafi áhrif á færni, vinnugetu og lífsgæði. „Heildartenging við daglegt líf, umhverfi og aðstæður skipt- ir máli því það er ekki bara hand- leggur sem kemur í meðferð held- ur heil manneskja. Hana umgöng- umst við af virðingu og horfum á hlutina í heild en stundum þarf að opna augu fólks fyrir því að misvægi sé farið að trufla líf þess meira en það áttar sig á. Þá er ekki nóg að fara í vikulega meðferð til sjúkraþjálfara heldur þarf við- komandi að breyta til á öllum víg- stöðvum.“ Sjúkraþjálfun Kópavogs er í Hamraborg 12, 2. hæð. Sjá nánar á www.sjk.is. Manneskjan sett í öndvegi Sjúkraþjálfun Kópavogs er elsta sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarstöð landsins. Þar starfa tólf reyndir sjúkraþjálfarar sem vinna með skjólstæðingum sínum að bættri færni og vinnugetu og við að ná nýjum markmiðum til að geta notið lífsins betur. Aðbúnaður og tækjakostur er eins og best verður á kosið. MYND/VILHELM Kristján Hjálmar Ragnarsson er í rauðum bol lengst til vinstri. Hér er hann með samstarfsfólki sínu í Sjúkraþjálfun Kópavogs. MYND/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.