Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 58
4. október 2012 FIMMTUDAGUR46 KR - Grindavík 62-51 (31-19) KR: Sigrún Sjöfn Ámundad. 21/9 fráköst, Patechia Hartman 13, Helga Einarsd. 12/10 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsd. 7, Hrafnhildur Sif Sævarsd. 4, Björg Guðrún Einarsd. 3, Hafrún Hálfdánard. 2. Grindavík: Ingibjörg Yrsa Ellertsd. 14, Helga Hallgrímsd. 13/11 fráköst, Petrúnella Skúlad. 9/11 fráköst, Guðrún Guðmundsd. 7, Alexandra Hauksd. 4, Harpa Hallgrímsd. 2, Jóhanna Styrmisd. 2. Haukar - Keflavík 62-79 (36-34) Haukar: Siarre Evans 31/19 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanard. 9, Jóhanna Björk Sveinsd. 8, Gunn- hildur Gunnarsd. 6, Auður Íris Ólafsd. 4, Dagbjört Samúelsd. 2, María Lind Sigurðard. 2. Keflavík: Sara Rún Hinriksd. 19, Jessica Jenkins 18, Pálína Gunnlaugsd. 12, Birna Valgarðsd. 10, Sandra Þrastard. 5, Ingunn Kristínard. 5, Bríet Hinriksd. 5, Telma Ásgeirsd. 3, Bryndís Guðm. 2. Fjölnir - Njarðvík 63-74 (32-39) Fjölnir: Fanney Lind Guðmundsd. 25, Bergdís Ragnarsd. 10/11 fráköst, Hrund Jóhannsd. 7, Erla Sif Kristinsd. 6, Birna Eiríksd. 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsd. 4, Eva María Emilsd. 2, Sigrún Anna Ragnarsd. 2, Hugrún Eva Valdimarsd. 2. Njarðvík: Lele Hardy 33/19 fráköst, Guðlaug Júlíusd. 14, Ingibjörg Elva Vilbergsd. 7, Aníta Krist- mundsd. 6, Emelía Grétarsd. 5, Salbjörg Sævarsd. 4, Erna Hákonard. 3, Sara Dögg Margeirsd. 2. Valur - Snæfell 48-64 (30-37) Valur: Unnur Lára Ásgeirsd. 11/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsd. 9, Alberta Auguste 8, Guðbjörg Sverr- isd. 8/5 fráköst, María Björnsd. 5, Þórunn Bjarnad. 4, Ragnheiður Benónísd. 2, Sara Diljá Sigurðard. 1. Snæfell: Kieraah Marlow 19/11 fráköst, Berglind Gunnarsd. 17, Hildur Björg Kjartansd. 10, Hildur Sigurdardottir 7, Alda Leif Jónsd. 7, Helga Hjördís Björgvinsd. 2, Rósa Indriðad. 2. DOMINOS KVENNA FÓTBOLTI Snæfellskonur halda áfram sigurgöngu sinni í kvenna- körfunni og bættu við sextán stiga útisigri á Val, 64-48, við þá sex leiki sem liðið vann í Lengju- bikarnum og Meistarakeppninni rétt fyrir mót. Snæfell er til alls líklegt í Dominosdeildinni í vetur. Valskonur frumsýndu bleika búninga og allar myndatökurn- ar fyrir leik fóru greinilega ekki alltof vel í Valsliðið því Snæfells- liðið skoraði 7 fyrstu stig leiksins og var komið í 19-6 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leik- hlutanum. Valsliðið minnkaði muninn í 13-19 fyrir lok fyrsta leikhluta en Snæfellskonur voru með sjö stiga forskot þegar geng- ið var til hálfleiks, 37-30. Valur náði að minnka muninn niður í fjögur stig í seinni hálfleik en þá lokaði Snæfellsliðið vörninni í sex mínútur og gerði endanlega út um leikinn. „Þetta er frábært framtak hjá þeim en bleiku búningarnir trufl- uðu okkur ekki neitt. Það skiptir engu máli hvort þær séu í bleik- um búningum, bláum eða hvít- um,“ sagði Berglind Gunnars- dóttir sem átti flottan leik með Snæfelli í gær og endaði með 17 stig og 7 fráköst. „Ætli þeir hafa ekki bara truflað þær en við létum þá ekkert trufla okkur,“ sagði fyrirliðinn og reynslubolt- inn Hildur Sigurðardóttir sem var nálægt þrefaldri tvennu. „Við vorum að spila mjög góða maður á mann vörn og náðum að loka vel á þær. Þetta er flott en segir samt ekki neitt því mótið er bara rétt að byrja. Okkur gekk vel á undirbúningstímabilinu og ætlum bara að halda þeirri vel- gengni áfram,“ sagði Berglind. „Það eru margir sem segja að við höfum bara verið að vinna einhver undirbúningsmót. Þetta er vissulega á undirbúningstíma- bilinu en þetta eru titlar og við erum að sýna það núna að við erum með hörkulið,“ sagði Hildur. „Við vorum svolítið hrædd um þetta. Fyrir mánuði var ákveð- ið að vera í bleikum búningum og það er búið að vera mikið umstang í kringum það í dag, blaðamanna- fundir, viðtöl, myndatökur og hitt og þetta. Það var því búist við því að spennustigið yrði mjög hátt og það sást alveg í byrjun leiks. Við náðum ekki að hrista þetta almennilega af okkur og náðum aldrei takti í leik okkar,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. Valsliðið ætlar þrátt fyrir tapið að halda áfram að mæta í bleiku. „Við erum ekki með neina hjátrú í því og mætum bara galvösk í næsta leik sem er á móti KR á sunnudag- inn. Við getum ekkert annað en spilað betur þá,“ sagði Ágúst. - óój Snæfellskonur héldu sigurgöngu sinni áfram með sannfærandi sigri á Val í Vodafonehöllinni: Ekki góð frumsýning í bleiku búningunum BYRJA VEL Snæfell vann tvo titla á undirbúningstímabilinu og hóf tímabilið með sigri á Val á útivelli. Hér er Hildur Sigurðardóttir með boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.