Fréttablaðið - 23.10.2012, Síða 6
23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
Reykjavíkurborg ı 411 1111 ı www.reykjavik.is/fer
R
ey
kj
av
ík
u
rb
o
rg
2
3.
o
kt
ó
b
er
2
01
2
/
JH
J
AÐALFUNDUR
Hollvinasamtaka líknardeilda verður haldinn
í safnaðarheimili Neskirkju, mánudaginn
29. október n.k. kl. 20.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og umræður
um framtíð samtakanna.
Stjórnin
NOREGUR Ný bók um Norðmenn og seinni
heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í
bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norð-
mennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik
Veum hundruð manna sem tengdust ríkislög-
reglunni, sem vann með herliði nasista á her-
námsárunum 1940 til 1945.
Veum réttlætir nafnbirtingarnar með því
að segja þær hluta af nauðsynlegu uppgjöri
þjóðarinnar.
„Við þurfum að átta okkur á því að Norð-
menn frömdu einhver verstu ódæðin á stríðs-
árunum, og að við tókum meiri þátt í stríðs-
glæpum en áður hefur verið talið,“ segir
Veum við Aftenposten.
Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur
fyrir vafasama heimildavinnu, þar sem hann
styðst að mestu leyti við yfirheyrslur, dóms-
mál og fjölmiðlaumfjöllun frá 1945, sem þykja
litast mikið af tíðarandanum sem þá ríkti en
þúsundir manna hlutu dóm fyrir að vinna
með hernámsliðinu, þrjátíu voru dæmdir til
dauða og 25 teknir af lífi.
Þá hefur Veum verið gagnrýndur fyrir að
nafngreina fólk sem kom ekki nálægt pynd-
ingum, drápum eða stríðsglæpum.
Meðal annars er tiltekin kona sem var
sautján ára gömul þegar hún vann á skrif-
stofu ríkislögreglunnar í Stavanger. Veum
tekur sjálfur fram að óvíst sé hvort stúlkan
hafi fengið dóm eftir stríðið, en hún rataði
engu að síður í bókina undir nafni.
Veum ráðgerir að skrifa tvær bækur til við-
bótar um efnið. - þj
Deilt um uppgjör Norðmanna eftir hernámsár Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni:
Umdeildar nafnabirtingar í nasistabók
Ríkislögreglan var stofnuð 1941 og vann náið
með þýska hernámsliðinu við að uppræta and-
spyrnuhreyfinguna. Hátt í þúsund manns eru
taldir hafa tengst ríkislögreglunni. Flestir þeirra
voru meðlimir í norsku þjóðernishreyfingunni
Nasjonal Samling. Sjö meðlimir voru teknir af lífi
eftir réttarhöld í stríðslok. Heimild: Aftenposten
Óljúfar minningar
DÓMSTÓLAR Síðdegis í dag á að
ljúka aðalmeðferð sem hófst í gær-
morgun fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur í máli sérstaks saksóknara
gegn Aroni Pétri Karlssyni kaup-
sýslumanni. Aron er grunaður um
fjársvik í tengslum við sölu á stór-
hýsi við Skúlagötu 51 til kínverska
sendiráðsins.
Þrjú ár eru síðan rannsókn máls-
ins hófst. Fram kemur í umfjöllun
Vísis.is að Aron hafi við aðalmeð-
ferðina í gær borið við minnisleysi
um veigamikil atriði málsins.
Embætti sérstaks saksóknara
gaf um miðjan apríl á þessu ári út
ákæru á Aron, sem er sonur Karls
Steingrímssonar (oft kenndur við
Pelsinn). Húsnæðið sem kínverska
sendiráðið keypti var áður í eigu
félags þeirra feðga.
Ákæran á hendur Aroni byggir
á því að hann hafi í desember
2009 komið sér og félagi sínu
undan skuldum, með því að skjóta
húseigninni að Skúlagötu 51 úr
félaginu Vindasúlum ehf. inn
í eignarhaldsfélagið 2007 ehf.,
skömmu áður en húsið var selt til
kínverska sendiráðsins fyrir 875
milljónir króna. Á húsinu hvíldu
tryggingabréf í eigu Arion banka,
Glitnis og Íslandsbanka, upp á um
einn milljarð króna, og töldu bank-
arnir að með eignatilfærslunni
hefðu þeir verið snuðaðir um 300
milljónir króna.
- óká
Grunaður um svik í tengslum við sölu á húseign til kínverska sendiráðsins:
Aðalmeðferðinni á að ljúka í dag
GVATEMALA, AP Síðustu vikur hafa
vakið von um að Otto Perez Mol-
ina, forseti í Gvatemala, ætli sér
að standa við loforð um að gerðar
verði umbætur í mannréttinda-
málum í landinu.
Viðbrögð stjórnvalda við
fjöldamorðum, sem hermenn
frömdu í byrjun mánaðarins,
hafa að minnsta kosti verið mjög
frábrugðin því sem landsmenn
eiga að venjast.
Ýtarleg rannsókn lögreglu á því
sem gerðist hófst samstundis og
innan viku höfðu átta óbreyttir
hermenn og einn ofursti í hernum
verið handteknir.
Morðin voru framin þann 4.
október þegar þúsundir frum-
byggja efndu til mótmæla með
því að loka einum af þjóðvegum
landsins.
Mótmælendurnir voru óvopn-
aðir, en lögregla greip strax inn í
og reyndi að fá mannfjöldann til
að hverfa frá og hleypa umferð
um veginn. Innan skamms var
tveimur herflutningabifreiðum
ekið á staðinn og fljótlega hófst
skothríð, sem lauk með því að
átta mótmælendur lágu í valnum
en 34 voru særðir.
Herinn hefur áratugum saman
komist upp með nánast hvað sem
er, ekki síst ofbeldi gegn frum-
byggjum landsins.
Í þetta skiptið beið hins vegar
dómsmálaráðherra landsins, hin
46 ára gamla Claudia Paz y Paz,
ekki boðanna heldur sendi strax
175 manna rannsóknarlið á vett-
vang. Leitað var að skothylkjum,
blóði og lífsýnum. Einnig var
haldið á sjúkrahús í nágrenninu
að ræða við mótmælendur og
vitni, sem þangað voru komin til
læknismeðferðar.
Ofurstinn og tveir hinna
óbreyttu hermanna eiga nú yfir
sér allt að 500 ára fangelsis-
dóm hver fyrir að hafa tekið fólk
af lífi án dóms og laga. Hinir
Herinn í Gvatemala
látinn sæta ábyrgð
Átta hermenn og einn ofursti eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir
fjöldamorð sem framin voru 4. október. Herinn hefur áratugum saman komist
upp með nánast hvað sem er í Gvatemala, en breyting virðist vera orðin þar á.
FJÖLDAMORÐUM MÓTMÆLT Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í landinu gegn
framferði hersins í byrjun mánaðarins. NORDICPHOTOS/AFP
ARON P.
KARLSSON
KARL
STEINGRÍMSSON
Það er ekki síst hin sterka staða dómsmálaráðherrans, Claudiu Paz y Paz,
sem talin er hafa haft þau áhrif að Otto Perez Molina forseti féllst á að
hermennirnir yrðu handteknir.
Paz y Paz er mannréttindalögfræðingur og hafði lengi barist af hörku gegn
mannréttindabrotum áður en hún varð ráðherra árið 2010.
Hún nýtur stuðnings frá Bandaríkjunum og öðrum löndum sem veita
Gvatemala mikilvæga fjárhagsaðstoð.
Sterk staða dómsmálaráðherrans
óbreyttu hermennirnir sex eiga
yfir höfði sér allt að 320 ára fang-
elsi hver fyrir vísvitandi morð-
tilraunir.
Samkvæmt rannsóknarskýrslu
hunsuðu hermennirnir fyrir-
mæli frá lögreglu um að halda
sig fjarri mótmælendunum.
Perez Molina forseti, sem
sjálfur er fyrrverandi herforingi
og hefur verið ásakaður um að
hafa framið mannréttindabrot á
meðan borgarastyrjöld stóð yfir
í landinu, studdi ákvörðun dóms-
málaráðherrans og hefur heitið
því að nota herinn ekki oftar til
að halda mótmælendum í skefj-
um. gudsteinn@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvar skalf jörð um helgina?
2. Hvaða sveitarfélög samþykktu
sameiningu í nýafstaðinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu?
3. Hvenær á fyrstu umræðu um nýja
stjórnarskrá að vera lokið á Alþingi?
SVÖR:
1. Í hafinu norður af Siglufirði. 2. Álftanes
og Garðabær. 3. Fyrir jól.