Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 23.10.2012, Qupperneq 24
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 20124 Fyrirtækið Betra grip ehf. starfrækir hjólbarðaverk-stæði og heildverslun í Lág- múla 9 í Reykjavík. Fyrirtækið er umboðs- og söluaðili fyrir Bridge- stone- og Firestone-hjólbarða sem Arngrímur Þorgrímsson, fram- kvæmdastjóri Betra grips, segir vera með þeim bestu sem völ er á. „Að öðrum dekkjum ólöstuðum er Bridgestone stærsti og um leið einn virtasti dekkjaframleiðandi á markaðnum í dag. Bridgestone er með höfuðstöðvar í Japan og dekkjaframleiðslu um allan heim. Við flytjum inn Bridgestone-hjól- barða fyrir allar gerðir bifreiða, allt frá dekkjum undir minnstu fólks- bíla og upp í stór og sterk lyftara- dekk sem vega um hálft tonn. Við höfum einnig selt um tveggja ára skeið nýjustu línu loftbóludekkja frá þeim, svokallaða þriðju kyn- slóð af loftbóludekkjum, WS70- og DMV1-dekk.“ Arngrímur segir nýju loftbólu- dekkin hafa vakið mikla eftirtekt og ánægju meðal viðskiptavina um allan heim. „Loftbóludekkin eru í raun fyrsti raunverulegi valkost- urinn í stað þessara hefðbundnu nagladekkja sem allir þekkja. Dekkin hafa náð mikilli útbreiðslu um allan heim á skömmum tíma enda úrvalsdekk hér á ferð.“ Öryggi og þægindi Dekkin eru að sögn Arngríms hönnuð með öryggi, þægindi og umhverfissjónarmið að leiðar- ljósi. Þau eru frábrugðin öðrum vetrardekkjum á markaðnum þar sem þau eru framleidd úr gæða gúmmíefnum. „Multicell er að 2/3 hlutum þakið litlum loftbólum sem mynda undirþrýsting við yfir- borð vegarins. Fyrir vikið mynd- ast sogkraftur á milli undirlags- ins og loftbóludekksins sem ekið er á. Því hafa þessi dekk einstaka gripeiginleika hvort sem undir- lagið er snjór eða ís. Segja má að dekkin virki eins og öflugar sogs- kálar þannig að loftbólurnar sjúgi sig niður í malbikið og dragi í sig vökva og hrinda jafnóðum frá sér þegar hjólin snúast. Þessi dekk henta því vel íslenskum vetrarað- stæðum, eru hljóðlát, umhverfis- væn og endast vel.“ A rngrímur segir lof tbólu- dekkin vera einstaklega mjúk og til þess fallin að auka mjög þæg- indi í akstri. „Efnið hefur afar mikið frostþol og loftbólu dekkin tapa ekki mýkt sinni þó úti sé mikið frost eins og verður oft hér á landi. Dekkin fjaðra hljótt og örugglega á undirlaginu og að aka bílnum verður allt önnur og mun skemmtilegri upplifun en áður.“ Minna svifryk Einn fylgifiskur mikillar notkunar nagladekkja er svifryks mengun. Þegar logn er yfir vetrartímann má oft sjá mikla mengun yfir Stór- Reykjavíkursvæðinu sem er að mestu tilkomin vegna nagladekkj- anna að sögn Arngríms enda keyra mjög margir á slíkum dekkjum. „Með því að aka á loftbóludekkjum má koma í veg fyrir þetta vanda- mál og minnka mengun án þess að stofna öryggi í umferðinni í hættu.“ Betra grip starfrækir einnig hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu að Lágmúla 9. Fyrirtækið hefur á að skipa úrvals starfsmönnum sem búa yfir mikilli reynslu varðandi vetrardekk og taka vel á móti við- skiptavinum. Auk þess selur Betra grip verkstæðistæki frá Ravaglioli og viðgerðavörur fyrir hjólbarða frá Tip Top. Verkstæðið og heildverslunin eru opin alla virka daga frá klukkan 8 til 18. Verkstæðið er opið á laugar- dögum frá klukkan 10 til 14. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 533-3999 eða á heimasíðu fyrir tækisins, www.betragrip.is. Grænn valkostur með loftbóludekkjum frá Bridgestone Minni mengun, öryggi og góð ending einkenna nýju loftbóludekkin frá Bridgestone. Betra grip ehf. hefur umboð fyrir úrvalsdekkjum frá Bridgestone og Firestone auk þess að reka hjólbarðaverkstæði í Lágmúla. „Loftbóludekkin eru í raun fyrsti raunverulegi valkosturinn í stað þessara hefðbundnu nagladekkja,“ segir Arngrímur Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Betra grips. MYND/GVA Bridgestone er stærsti og einn virtasti dekkjaframleiðandi heims. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.