Fréttablaðið - 23.10.2012, Síða 28
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 20128
Vaka rekur dekkjaverkstæði og hjól-barðasölu á tveimur stöðum á höfuð-borgarsvæðinu, í Skútuvogi 8 í Reykja-
vík og á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi. Á báðum
stöðum er ríkulegt úrval dekkja í öllum
gæðaflokkum.
Dekk fyrir íslenskar aðstæður
„Við erum meðal annars með Falken-dekk
til sölu en þau eru sérhönnuð fyrir veðráttu í
Norður-Evrópu og henta því einstaklega vel
fyrir íslenskar aðstæður. Þau eru framleidd
í Japan og þetta er mjög þekkt merki í Evr-
ópu,“ segir Rúnar Grétarsson, dekkjaráðgjafi
hjá Vöku.
Fyrstur kemur fyrstur fær
„Núna erum við að fylla húsið af nýjum og
notuðum dekkjum og það er gamla, góða
reglan sem gildir; fyrstur kemur fyrstur fær,
því bestu dekkin fara alltaf fyrst. Starfs-
menn okkar veita ráðgjöf við kaup á réttum
dekkjum við hinar ýmsu aðstæður. Það eru
ekki valin sömu dekk fyrir þann sem keyrir
meira og minna hérna í bænum og þann
sem keyrir yfir heiðina á hverjum degi, sama
hvaða heiði það er,“ segir Rúnar.
Harðskeljadekk í bænum
Vaka er með dekk í öllum stærðum til sölu
og vetrardekk af öllum gerðum. Fyrirtækið er
með nagladekk, venjuleg vetrardekk og harð-
skeljadekk til sölu. „Harðskeljadekkin frá Fal-
ken eru sérstaklega ætluð fyrir þá sem velja
að sleppa nöglunum. Þau eru örugg og ætluð
fyrir snjó og hálku þannig að þau eru alveg
kjörin fyrir íslenskar aðstæður. Fyrir fólk sem
er lítið sem ekkert að keyra fyrir utan höfuð-
borgarsvæðið eru harðskeljadekk virkilega
raunhæfur og góður möguleiki.“
Gott verð á hágæðavöru
Verð á Falken-dekkjum er mjög hagstætt að
sögn Rúnars miðað við að þau eru hágæða-
vara. „Við erum líka með tilboð á dekkjum
frá Infinity sem framleidd eru í Kína en þau
hafa reynst vel á Íslandi. Í því merki erum
við með pakkatilboð á heilum gangi. Hér hjá
Vöku tökum við öll seljanleg dekk upp í við-
skipti hjá okkur.“
Engin bið í röð
Vaka hefur sérstöðu í hjólbarðabransanum
því þar þarf ekki að bíða í röð eftir þjónustu.
„Hjá okkur er hægt að bóka tíma í umfelgun
á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.
Sá tími sem hentar er einfaldlega valinn á
Vakahf.is. Okkur hjá Vöku þykir gamal dags
að bíða í lengri tíma í röð fyrir framan dekkja-
verkstæði til að fá þjónustu þannig að við
höfum tekið upp þetta kerfi. Fólk kemur svo
með bílinn og við gerum þetta á skömmum
tíma á meðan fólk bíður.“
Vaka býður einnig upp á dekkjahótel þar
sem dekkin eru geymd á öruggum stað svo
þau taki ekki dýrmætt pláss í geymslu fólks.
Dekk fyrir íslenskar aðstæður
Starfsmenn Vöku veita aðstoð við val á réttu dekkjunum fyrir veturinn en fyrirtækið er meðal annars með hágæða dekk frá Falken.
Vaka hefur þá sérstöðu í hjólbarðabransanum að þar er hægt er að panta tíma sem hentar hverjum og einum á netinu.
Rúnar Grétarsson og Bjarni Ingólfsson, dekkjaráð-
gjafar Vöku, tilbúnir í slaginn.Steinar Már Gunnsteinsson hjá Vöku segir harðskeljadekkin frá Falken vera virkilega góðan kost. MYND/GVA
Villidýrið á meðal vetrardekkjanna.
Skútuvogi 8 og Smiðjuvegi 28 / Sími 567 6700
vakahf@vakahf.is / vakahf.is
OPIÐ: Virka daga 8-18 og laugardaga 10-14
Í mörg ár hefur Siberian Husky verið tryggur félagi
í hörðum vetrum í norðaustur Síberíu. Husky er virkur,
ötull og seigur en forfeður hans komu frá mjög köldu
og hörðu umhverfi á norðurslóðum. Siberian Husky
er því tilvalið tákn fyrir FALKEN dekk sem eru frábær
fyrir íslenskar aðstæður, örugg í gegnum ís og snjó!
FALKEN dekk