Fréttablaðið - 23.10.2012, Page 38
23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 26
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★ ★★
Il Trovatore eftir Verdi
Íslenska óperan sýnir í Hörpu
Helstu hlutverk: Jóhann Frið-
geir Valdimarsson, Hulda Björk
Garðarsdóttir, Alina Dubik og Elsa
Waage, Viðar Gunnarsson, Anoos-
hah Golesorkhi. Hljómsveitar-
stjóri: Carol I. Crawford. Leikstjóri:
Halldór E. Laxness.
Klassísku óperurnar fjalla venju-
lega um atburði fyrr á tímum.
Stefin í sögunum eru samt tímalaus.
Þar er að finna ást og afbrýði, hefnd
og valdabaráttu, sorg og gleði. Það
er ástæðan fyrir því að óperur eru
stundum færðar til nútímans. Því
miður heppnast það ekki alltaf.
Il trovatore eftir Verdi í uppsetn-
ingu Íslensku óperunnar er dæmi
um það. Sagan á að gerast á fimm-
tándu öld á Spáni. Hún er býsna
ruglingsleg og ótrúverðug í sjálfri
sér, fyrir utan það að vera götótt.
Helmingur sögunnar hefur t.d.
gerst áður en sjálf óperan byrjar.
Staðsetningin er líka stöðugt að
breytast. En nútímabúningurinn
gerir söguna enn ótrúverðugari.
Þarna eru glæpakvendi brennd á
báli – í nútímanum. Farand söngvari
er sigurvegari í burt reiðum – í
nútímanum. Og aðalkvenpers-
ónan rýkur í það að ganga í klaust-
ur þegar hún lendir í ástar sorg – í
nútímanum. Kannski er hámark
fáránleikans að þegar hún kemur
í klaustrið, gengur aðstoðarkona
með henni dragandi á eftir sér flug-
freyjutösku.
Maður spyr sig af hverju þessi
leið var farin. Sennilega var
það bara miklu ódýrara. Leik-
mynd Grétars Reynissonar var
mínímalísk, sniðug og smart í sjálfri
sér, en í hrópandi mótsögn við sögu-
svið óperunnar. Hún samanstóð af
ferköntuðum, breytanlegum, lóð-
réttum fleti ásamt rimlagirðingu.
Það var ósköp kuldalegt miðað við
allar tilfinningarnar í tónlistinni.
Rómantíkin var hvergi. En flek-
inn hefur væntanlega kostað mun
minna en að fara með áhorfendur
aftur í tímann, inn í annan heim.
Sömu sögu er að segja um bún-
inga Þórunnar Maríu Jóns dóttur.
Jóhann Friðgeir Valdimars-
son (Manrico) var í leðurfrakka,
þeim sama, sýndist mér, og hann
íklæddist þegar hann söng í Mach-
beth fyrir nokkrum árum. Þarna
var endurvinnslan heldur augljós.
Mikið af búningunum voru bara
föt sem eru til í flestum íslenskum
fataskápum. Það var sem fátt rím-
aði við líflega stemninguna í tón-
listinni.
Leikstjórn Halldórs E. Laxness
var samt á margan hátt ágætlega
heppnuð. Jóhann Friðgeir var t.d.
mun afslappaðri í hlutverki sínu en
oft áður. Almennt talað var leikur
allra söngvaranna blátt áfram
og tilgerðarlaus. Sumt stakk þó
í stúf. Konur að glenna sig í upp-
hafsatriðinu voru óttaleg klisja.
Svo leiðis nokkuð virkaði tilgerðar-
lega í Rigoletto í hittifyrra – enn þá
meira núna. Og leikfimis æfingar
hermannanna snemma í seinni hlut-
anum voru misheppnuð tilraun til
að létta stemninguna. Þeir voru í
hlýrabol, flestir of feitir til að það
kæmi sómasamlega út.
Styrkur uppfærslunnar var
hins vegar tónlistarflutningur-
inn. Jóhann Friðgeir var alveg
magnaður! Röddin var ótrúlega
glæsileg, söngurinn kraft mikill
og ástríðuþrunginn. Hulda Björk
Garðars dóttir (Leónóra) var
líka stórkostleg, og einnig Viðar
Gunnars son (Ferrando). Sömu
sögu er að segja um Anooshah
Golesorkhi sem var Luna greifi.
Hann söng einstaklega fallega, með
þrumuraust þegar við átti, en líka
fínlega á viðkvæmum augnablikum.
Og Elsa Waage sem sígauninn Azu-
cena vann leiksigur. Söngur hennar
var hástemmdur og litríkur; leikur-
inn hrífandi dramatískur.
Söngvarar í minni hlut verkum
stóðu sig einnig með ágætum.
Snorri Wium var glæsilegur í sínu
hlutverki og Gréta Hergils var
prýðileg. Ásgeir Eiríksson og Sigur-
jón Jóhannesson voru fínir og kór-
inn söng mjög vel. Hljómsveitin
var frábær og öllu saman stjórnaði
Carol I. Crawford. Hún gerði það af
stakri fagmennsku, tónlistin rann
þægilega áfram. Heildarsvipurinn
var sterkur, stemningin ávallt eins
og hún átti að vera.
Það er synd að annað en tónlistar-
flutningurinn hafi ekki staðið
almennilega undir væntingum.
Jónas Sen
Niðurstaða: Ótrúleg sagan í Il trovatore
varð enn ótrúlegri í nútímavæðingu
Íslensku óperunnar, en tónlistarflutn-
ingurinn var frábær.
Dýr tónlist, ódýrt leikhús
ELSA WAAGE OG JÓHANN FRIÐGEIR Söngur Jóhanns Friðgeirs var magnaður að mati gagnrýnanda, sem fannst þó Elsa Waage
bera af og vinna leiksigur í hlutverki sígaunans Azucena. MYND/GÍSLI EGILL HRAFNSSON
Og leikfimisæf-
ingar hermannanna
snemma í seinni hlutanum
voru misheppnuð tilraun til
að létta stemninguna. Þeir
voru í hlýrabol, flestir of feitir
til að það kæmi sómasam-
lega út.
Bækur ★★★ ★★
Að endingu
Julian Barnes. Jón Karl Helga-
son þýddi.
Bjartur
Skáldskapurinn
um eigið líf
Nóvellan The
Sense of an
Ending eftir Julian
Barnes hlaut hin
virtu Booker-verð-
laun 2011, enda
eins og skrifuð
inn í þá strategíu
sem dómefndin
virðist fara eftir:
afskaplega ensk,
karllæg og hefðbundin í stíl og
byggingu. Nú hefur Jón Karl Helga-
son snúið sögunni á íslensku og
kallar hana Að endingu. Viðfangs-
efni sögunnar er vel þekkt; hvernig
við semjum lífssögu okkar eftir á
með það fyrir augum að fegra eigin
hlut. Barnes vinnur vel úr því, sagan
er áhugaverð og þótt söguhetjan,
Tom Webster, sé ekki sú sympatís-
kasta fær hún lesandann smám
saman á sitt band. Sögulokin eru
óvænt og í það heila vekur sagan
mann til umhugsunar um dínamík-
ina í mannlegum samskiptum og
lífslygina frægu.
Fyrri hluti sögunnar segir frá
skólaárum Websters og þriggja
félaga hans á sjöunda áratug síð-
ustu aldar. Rót átakanna er ástar-
samband Websters og Veronicu,
sem síðar hefur ástarsamband við
Adrian vin hans, og heimsókn hans
til foreldra hennar. Seinni hlutinn
hverfist um þá atburðarás sem
fer af stað þegar móðir Veronicu
arfleiðir Webster að lítilli peninga-
upphæð og dagbók Adrians, sem
framdi sjálfsmorð upp úr tvítugu.
Í framhaldinu neyðist Webster til
að horfast í augu við sjálfan sig,
taka ábyrgð á því hver hann er og
hætta að breyta eigin lífshlaupi í
skáldskap.
Barnes er flinkur höfundur og
hugsuður, vefur þræði sögunnar
vel saman og opinberar hæfilega
mikið í einu. Hann lætur Webster
kryfja frásagnarefnið jafnóðum og
lesandinn fylgir honum skref fyrir
skref í þeim uppgötvunum sem
hann gerir. Allt er þetta óskaplega
vitsmunalegt og á köflum óþarflega
blóðlaust en um leið eykst samúð
lesandans með söguhetjunni, sem
er svo innilega föst í eigin takmörk-
unum.
Það hefur ekki verið neitt
áhlaupa verk að koma þessum
„über“-enska texta yfir á læsilega
íslensku en Jón Karl leysir það að
mestu leyti farsællega þótt ýmislegt
orki tvímælis og þá ekki síst hinn
íslenski titill bókarinnar.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Vel skrifuð og vel
byggð nóvella sem veltir upp
ýmsum grundvallarspurningum um
eðli mannsins og minninganna.
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
14
68
1
0/
12
Gildir til 31. október
Lægra
verð
í Lyfju
20%
afsláttur
Fíflablöð og birki
Vatnslosandi.
Dregur úr bjúg
og stirðleika í liðum.
Skáldsagan Vernon G. Little eftir
ástralska höfundinn DBC Pierre
er væntanleg á hvíta tjaldið í leik-
stjórn Werner Herzog.
Vernon G.
Little hlaut Boo-
ker-verðlaunin
þegar hún kom
út 2003 og kom
út í íslenskri
þýðingu Árna
Óskarssonar
hjá Neon-klúbbi
Bjarts skömmu
síðar. Bókin
er harmræn saga sem fjallar
um titil persónuna, fimmtán ára
dreng í bandarískum smábæ í
Texas, sem fyrir röð tilviljana
og misskilnings er grunaður um
fjöldamorð í skólanum sínum og
ákveður að flýja til Mexíkó.
Werner Herzog er einn róm-
aðasti kvikmyndaleikstjóri
heims. Hann hefur verið afkasta-
mikill á undanförnum árum,
einkum við gerð heimildar-
mynda. Handritið að myndinni
skrifar Andrew Birkin, sem
skrifaði meðal annars kvik-
myndahandritið að Nafni rósar-
innar eftir Umberto Eco.
Herzog leik-
stýrir Vernon
G. Little
YFIRLITSSÝNING Á VERKUM SVAVARS GUÐNASONAR Verk Svavars Guðnasonar
má um þessar mundir sjá á Cobra-safninu í Hollandi. Á myndinni standa við verk
eftir Svavar þau Lars Olesen sýningarstjóri, Þórir Ibsen sendiherra, Dominique
Ambroise Ibsen og Ásgerður Kjartansdóttir menningarfulltrúi.
WERNER HERZOG
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 23. október 2012
➜ Fundir
20.30 Bindindissamtökin IOGT á
Íslandi, eining nr. 14, heldur opinn fund
í félagsheimili IOGT í Brautarholti 4a.
Allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
17.00 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir kvikmyndina Blái flugdrekinn eftir
Tian Zhuangzhuang í stofu 101 í Odda
Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis.
➜ Tónlist
20.30 Alþjóðlegt tríó píanóleikarans
Agnars Más Magnússonar kemur fram
á tónleikum jazztónleikaraðarinnar á
KEX Hostel, Skúlagötu 28. Aðgangur er
ókeypis.
21.00 Söngvaskáldin Skúli mennski
og Hjalti Þorkelsson verða á huggulegu
nótunum á Café Rosenberg. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
12.05 Margrét Gunnarsdóttir,
doktors nemi í sagnfræði við Háskóla
Íslands, mun flytja erindið velsæld í
örbirgðarlandi í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safns Íslands. Fyrirlesturinn er hluti af
hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðinga-
félags Íslands undir yfirskriftinni Hvað
er fátækt?
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is
HALLGRÍMUR HELGASON rithöfundur verður gestur í fyrirlestraröðinni Skáldatal í
Norræna húsinu á fimmtudag. Skáldatal er fyrirlestraröð þar sem skáld og rithöfundar „ræða það
sem brennur á þeim og á þann hátt sem efnið krefst“. Dagskráin er á vegum námsbrautar í ritlist
við Háskóla Íslands í samvinnu við Bókmennta- og listfræðastofnun og Norræna húsið.