Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 8
24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR8 LÍBANON Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfir- maður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hez- bollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líb- anon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landa- mærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní- múslímar börðust við sjía-mús- líma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líb- anon árið 1976, en hernámi Sýr- lands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgara- styrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad for- seta. Stjórnin tók af hörku á mót- mælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is Átökum að linna í Beirút Ró færist yfir í Líbanon eftir nokkurra daga átök. Stjórnin stendur veikt vegna stuðnings hennar við stjórn Sýrlandsforseta. Lítið þarf til að upp úr sjóði á ný, enda er valdajafnvægið þar mjög brothætt. Stjórnskipan Líbanons tekur mið af því að í landinu eru alls átján trúarhópar sem margir hafa átt í hörðum átökum innbyrðis undanfarna áratugi. Reynt er að tryggja öllum þessum hópum sanngjarna hlutdeild í stjórn landsins. Æðstu embættum er meðal annars skipt þannig að forsetinn er kristinn maroníti, forsætisráðherrann er súnní-múslími, þingforsetinn er sjía-mús- lími, en bæði aðstoðarforsætisráðherra og varaforseti þingsins eru frá grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Viðkvæmt jafnvægi GRÁIR FYRIR JÁRNUM Stjórnarherinn hefur verið áberandi á götum Beirút síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Árlega slasast um 180 þúsund börn innan Evrópusam- bandsins af völdum aðkeyptra vara. Nú hefur í fyrsta sinn verið opnað alþjóðlegt vefsetur á vegum OECD sem tekur saman í sameiginlegan gagnagrunn innkallaðar vörur á heimsmarkaði og ástæður innköll- unarinnar. Neytendastofa greinir frá því að kostnaður á heimsvísu vegna slysa og dauðsfalla af völdum vöru sé stjarnfræðilega hár, eða rúmlega 123 billjónir íslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum um Rapex-skýrslu fyrir árið 2011 eru leikföng og fatnaður algengustu vörurnar sem eru innkallaðar. Upp- runaland vöru er í meira en helm- ingi tilvika Kína. Vefsetrið var opnað í síðustu viku og þar geta neytendur, inn- flytjendur og dreifingaraðilar séð á einum stað allar vörur sem hafa reynst vera hættulegar og verið afturkallaðar af markaði. Til að byrja með eru skráðar vörur einungis frá Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Ástralíu, en á næstu mánuðum munu fleiri lönd skrá vörur sem þar hafa verið inn kallaðar. Slóð vefsíðunnar er http://globalrecalls.oecd. org/. - sv Nýtt alþjóðlegt vefsetur á vegum OECD um innkallaðar vörur af heimsmarkaði: Um 180.000 börn slasast á ári INNKALLAÐUR LEIK- FANGABÍLL Algengustu vörurnar sem eru inn- kallaðar í heiminum eru leikföng og meira en helmingur þeirra er framleiddur í Kína. SAMFÉLAGSMÁL Hópur á Vestfjörð- um hefur ákveðið að stofna þar formlegt femínistafélag. Stofn- fundur félagsins verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Ólöf Dómhildur Jóhannsdótt- ir er ein þeirra sem standa fyrir stofnun félagsins og segir hún í samtali við Bæjarins besta að markmiðið sé að efla jafnréttis- vitund á svæðinu. Femínistafélag Vestfjarða mun reyna að tengja starf sitt Femín- istafélagi Íslands. Fundurinn hefst klukkan 20. - sv Stofnfundur á Ísafirði: Femínistafélag á Vestfjörðum Á UNDAN STRAUMNUM Múslímar ganga niður Ljósfjallið við Mekka í Sádi-Arabíu. Innan fárra daga fara milljónir pílagríma þarna um. NORDICPHOTOS/AFP Sprotaþingið (Seed Forum Iceland) er einn mikilvægasti vettvangur íslenskra sprotafyrirtækja til að kynna sig fyrir fjárfestum og tengjast athafnalífi landsins. Yfir hundrað fyrirtæki hafa nýtt sér þetta tækifæri frá 2005 þegar fyrsta þingið var haldið. Með stuðningi sínum vill Arion banki undirstrika mikilvægi verðmæta- og nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag. Dagskrá 08.30 Kaffi og léttar veitingar 09.00 Fundarstjóri: Dr. Eyþór Ívar Jónsson, Seed Forum Iceland 09.10 Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka: Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum 09.20 Geir Ove Kjesbu, CEO Investinor: Investinor – An early stage investor 09.35 Robin Rowland Hill, Beer and Partners: Post Global Meltdown 09.50 Brian Singerman, Founders Fund: Investing for passion over pretense 10.15 Kaffihlé 10.30 Fjárfestakynningar íslenskra sprotafyrirtækja 11.55 Lokaorð: Steinar Korsmo, framkvæmdastjóri Seed Forum International 12.00 Léttur hádegisverður Skráning á www.seedforum.is SPROTAÞING ÍSLANDS Arion banka, Borgartúni 19, föstudaginn 26. október

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.