Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 30
 | 8 24. október 2012 | miðvikudagur GJALDMIÐILSMÁL Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Talsverður stuðningur er meðal ríkja Evr- ópusambandsins (ESB) við hugmyndir um sérstök evru-fjárlög til að vernda evru- samstarfið fyrir áhrifum ósamhverfra hagsveiflna í evruríkjunum. Fjallað var um hugmyndirnar nýverið á fréttaveitunni EurActiv.com sem fjallar um málefni ESB. Samkvæmt frétt EurActiv voru hug- myndirnar fyrst settar fram í minnisblaði frá skrifstofu Hermans van Rompuy, for- seta leiðtogaráðs ESB, frá því í byrjun síð- asta mánaðar. Var minnisblaðið skrifað í tengslum við vinnu innan ESB um hvernig styrkja megi evrusamstarfið með það fyrir augum að koma í veg fyrir að skulda- kreppan á svæðinu geti endurtekið sig. Hug myndirnar eru sagðar njóta stuðnings Þýskalands og Frakklands auk fleiri ríkja. Samkvæmt hugmyndunum yrðu fjár- lögin hugsuð til þess að gera ESB mögulegt að bregðast við fjármála- og efnahagslegum áföllum í einstökum evruríkjum. Þá yrðu þau notuð til mótvægisaðgerða í ríkjum í kreppu. Hugmyndirnar hafa þó enn ekki verið útfærðar af neinni nákvæmni. Þá er málið pólitískt viðkvæmt þar sem í því felst að evruríkin myndu deila ríkisfjármálavaldi sínu upp að vissu marki auk þess sem það kallar á flutning fjármuna milli evruríkja. Seðlabanki Íslands kynnti í síðasta mán- uði ýtarlega skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Að mati bankans koma tveir valkostir helst til greina í þeim efnum; áframhaldandi notkun krónunnar með vissum umbótum á umgjörð hennar og upp- taka evru í kjölfar aðildar að ESB. Verði hugmyndirnar um evrufjárlög til sveiflujöfnunar á evrusvæðinu að veruleika hefði það áhrif á hina hagfræðilegu spurn- ingu hvort skynsamlegt sé að taka upp evru. Þegar litið er til þess hvort ríki hafa gagn af því að ganga í myntbandalag er mikilvægt að bera saman hagsveiflu ríkisins og ríkja bandalagsins. Sé hagsveiflan eins er kostnaður afsals sjálfstæðrar peningastefnu lítill þar sem hin sameiginlega peningastefna kemur ein- faldlega í staðinn og mildar sveiflur. Ef hag- sveiflan er hins vegar ólík getur sameigin- lega peningastefnan þvert á móti magnað sveiflur. Íslenska hagsveiflan hefur sögulega haft lítil tengsl við hagsveiflu evruríkja. Bendir það til þess að kostnaður Íslands við afsal sjálfstæðrar peningastefnu væri mikill. Verði hins vegar sett á fót einhvers konar evrufjárlög með það að markmiði að bregðast við ósamhverfum hagsveiflum gæti sá kostnaður minnkað sem slagkrafti fjárlaganna nemur. Hugmyndirnar um evrufjárlög eru þó enn ekkert nema einmitt hugmyndir. Þá eru evru fjárlög fráleitt eina hug myndin sem sett hefur verið fram um breytingar á umgjörð evrusamstarfsins enda útbreidd skoðun að geri þurfi umtalsverðar breytingar á því í kjölfar skulda kreppunnar á evrusvæðinu. Skoða evrufjárlög til sveiflujöfnunar Hugmyndir um sameiginleg evrufjárlög í einhverri mynd eru sagðar njóta stuðnings fjölda ríkja Evrópusam- bandsins. Fjárlögin yrðu notuð til sveiflujöfnunar í einstökum evruríkjum en eru þó enn sem komið er að mestu óútfærð. Verði hugmyndirnar að veruleika gætu þær haft áhrif á spurninguna hvort evran henti Íslandi. LEIÐTOGARÁÐ EVRÓPU Herman van Rompuy (lengst til vinstri í neðri röð), forseti leiðtogaráðs Evrópu, hefur viðrað hugmyndir um svokölluð evrufjárlög til sveiflu- jöfnunar í hagkerfum evruríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Dreifikerfi Póstsins er það víðtækasta á landinu. Fimm daga vikunnar fá 99% heimila og fyrirtækja afhentar sendingar sem Pósturinn dreifir. Stór bílafloti og hópur reyndra starfsmanna gerir þér kleift að velja lausnir sem henta þörfum þíns fyrirtækis. Við getum sent nánast hvað sem er, bæði stórt og lítið – hratt eða á hagkvæman hátt. Vörudreifing Vöruhýsing Sendla- þjónusta Fyrirtækja- þjónusta Auglýsinga- póstur Viðskipta- pakkar til útlanda www.postur.is VÍÐTÆKASTA DREIFIKERFIÐ GEFUR VÍÐTÆKAR LAUSNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.