Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 16
 | 2 24. október 2012 | miðvikudagur Fróðleiksmolinn Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins Miðvikudagur 24. október ➜ Bankakerfi | Hagtölur SÍ Fimmtudagur 25. október ➜ Viðskipti með atvinnuhúsnæði | September ➜ Vísitala neysluverðs | Október 2012 ➜ Ýmis lánafyrirtæki | Hagtölur SÍ Mánudagur 29. október ➜ Verðbréfaviðskipti | Hagtölur SÍ ➜ Staða markaðsverðbréfa | Hagtölur SÍ Þriðjudagur 30. október ➜ Væntingavísitala Gallup ➜ Fjöldi útgefinna vegabréfa ➜ Nýskráningar og gjaldþrot félaga | Sept. 2012 ➜ Vísitala framleiðsluverðs | Sept. 2012 dagatal viðskiptalífsins Árlega mælir Hagstofa Íslands tækjaeign íslenskra heimila með tilliti til nokk- urra algengra raftækja. Þannig vitum við til dæmis að 89% íslenskra heimila voru með tölvu árið 2005, en það hlutfall var komið upp í 93% árið 2010. Sambærilegar tölur (fyrir Bandaríkin) má finna í hinni bandarísku orkunotkun- arkönnun „Residential Energy Consumption Survey” sem bandaríska orkuupp- lýsingastofnunin Energy Information Agency (EIA) framkvæmir að jafnaði á þriggja til fjögurra ára fresti. Nýjustu tölur úr þeirri könnun eru frá árinu 2009. Það ber reyndar að taka fram að aðferðafræði kannananna tveggja kann að vera ólík svo gögnin þurfa ekki að vera að fullu sambærileg, en séu tölurnar bornar saman má til dæmis sjá að tölvueign Íslendinga er meiri en tölvueign Bandaríkjamanna. Sjónvarpseign beggja þjóða er raunar nálægt 100%, þó eilítið hærri vestanhafs. Í báðum löndum má sjá fækkun í eign myndbands- upptökutækja síðastliðinn áratug, sem ætti vitanlega ekki að koma á óvart. Tölva á heimilinu: Ísland og Bandaríkin 100% 90% 80% 70% 60% 50% 2001 2002 2004 2006 20092003 2005 20082007 2010 Hlutfall heimila í prósentum ❚ Ísland ❚ Bandaríkin http://data.is/ReTT7s Sjónvarp á heimilinu: Ísland og Bandaríkin 2001 2002 2004 2006 20092003 2005 20082007 2010 99% 98% 97% 96% 95% 94% 93% http://data.is/WG4uf8 http://data.is/ReU56L 100% 90% 80% 70% 60% 50% 2001 2002 2004 2006 20092003 2005 20082007 2010 Myndbandstæki á heimili: Ísland og Bandaríkin HEIMILDIR: U.S. ENERGY INFORMATION ADMINISTRATION, HAGSTOFA ÍSLANDS Taktu stjórnina með Tímon tímaskráningarkerfi www.timon.is VILTU VITA Í HVAÐ TÍMINN FER? FÍ T O N / S ÍA Hlutfall heimila í prósentum ❚ Ísland ❚ Bandaríkin Hlutfall heimila í prósentum ❚ Ísland ❚ Bandaríkin Hlutabréf í Eimskip verða tekin til viðskipta í kauphöll um miðjan næsta mánuð eftir að 25 prósenta hlutur verður seldur til fagfjár- festa og almennings í tveimur aðskildum útboðum. Verðbilið í fyrra útboðinu, þar sem um tutt- ugu prósenta hlutur verður seldur til valdra fagfjárfesta, verður 205 til 225 krónur og niðurstaða þess mun síðan stýra verðinu í síðara útboðinu, þar sem almenningi verður boðið að kaupa um fimm prósenta hlut. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Fréttablaðið greindi frá helstu atriðum hennar um miðja síð- ustu viku. Miðað við verðbilið er heildar virði hlutafjár í Eimskip 41 til 45 milljarðar króna. Þeir sem eru að selja fjórð- ungshlutinn eru þrotabú Lands- bankans (19,92 prósent], ALMC hf., sem er móðurfélag Straums fjárfestingabanka (4,16 prósent), og Samson eignarhaldsfélag, sem áður var í eigu Björgólfsfeðga (0,92 prósent). Allir þessir aðilar hafa skuld- bundið sig til að selja ekki önnur bréf sem þeir eiga í Eimskip í sex mánuði eftir útboðið. Seljendurn- ir áskilja sér auk þess rétt til að fjölga eða fækka þeim hlutum sem eru til sölu og mun ákvörð- un um slíkt ráðast af eftir spurn. Frá 23. október til 25. október 2012 verður völdum hópi fjár- festa boðið að skrá sig fyrir hlutum á verðbilinu 205-225 krónur á hlut. Frá 30. október til 2. nóvember verður almenningi boðið að skrá sig fyrir hlutum í félaginu á föstu útboðsgengi. Það gengi mun ákvarðast af eft- irspurn í lokaða ferlinu. Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í félaginu getur í fyrsta lagi orðið 16. nóvember 2012. Í skráningarlýsingunni kemur fram að sex framkvæmda stjórar Eimskips muni fá að kaupa hluta- bréf á 135 krónur á hlut. Sam- tals hafa stjórnendurnir fengið kauprétt á ríflega fjögurra pró- senta hlut. Virði hlutarins miðað við verðbilið í útboðinu er 1,8 til tveir milljarðar króna. Alls nemur afsláttur þeirra miðað við verðbilið í útboðinu 34 til 40 prósentum. - þsj Framkvæmdastjórar fá 34 til 40 prósenta afslátt á hlutabréfum í Eimskip: Eimskip á markað í nóvember FLUGSAMGÖNGUR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Wow air keypti í gær Iceland Ex- press fyrir ótilgreinda upphæð. Skúli Mogensen, aðaleigandi Wow air, lagði félaginu til aukið fé til að hægt væri að ganga frá kaupunum. Pálmi Haraldsson, sem hefur átt Iceland Express í átta ár, hverfur út úr íslenskum flugheimi. Rúma viku tók að ganga frá kaupunum. Hið sameiginlega félag verður rekið undir merkjum Wow air þó að það komi til greina að reka einhvern hluta starfseminnar undir nafni Ice- land Express. Kaupin eru háð sam- þykki Samkeppniseftir litsins. Rekstur Iceland Express hefur ekki gengið vel á undanförnum árum. Félagið tapaði 2,7 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins, en félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir það ár. Pálmi Haraldsson sagði frá því í yfirlýsingu í apríl síðast liðnum að hann hefði lagt Ice- land Express til um tvo milljarða króna frá haustinu 2011. Til við- Wow air kaupir Iceland Express Skúli Mogensen lagði enn meira fé inn í Wow air til að geta keypt Iceland Express. Kaupverðið ekki gefið upp. Pálmi Haraldsson sá ekki fram á annað en tap í „núverandi samkeppnisumhverfi“. EIGANDI Skúli Mogensen er aðaleigandi Wow air og hefur verið duglegur að ausa fé í rekstur félagsins. Hann reiknar með að skila hagnaði eftir tvö til þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI bótar breytti hann síðan um hálfum milljarði króna af skuldum félags- ins við hann sjálfan í nýtt hlutafé í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem Pálmi sendi frá sér í gær segir að hann sé ekki í vafa um að leiðandi hlutverk Ice- land Express í flugsamkeppni hafi skipt miklu máli. „Því miður hefur það líka tekið sinn toll. Félagið hefur tapað miklu fé síðustu miss- erin sem bætt hefur verið upp með nýju fjármagni frá eiganda þess. Fátt bendir til annars en að í núver- andi samkeppnisumhverfi félags- ins verði áframhaldandi tap af rekstri nema róttækar breytingar komi til. Af þeirri ástæðu ákvað ég að bjóða íslenska félaginu Wow air að yfirtaka ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express“. Skúli segir kaupin ekki hafa átt sér langan aðdraganda, þótt ákveðið daður hafi átt sér stað í svolítinn tíma. „Raunverulegar við ræður hófust ekki fyrr en fyrir rúmri viku. Þetta vannst hratt í litlum og þröngum hópi svo kaupin gætu klárast án þess að upplýsingar um þau væru komin út um allar trissur.“ Skúli segir að hluta starfsfólks Iceland Express verði boðin störf hjá Wow air en óhjákvæmilegt sé að kaupunum fylgi uppsagnir. „Það verður farið í þá vinnu núna að skoða nákvæmlega hvernig þessu verður háttað.“ Skúli lagði Wow air til hálfan milljarð króna í nýtt hlutafé í ágúst síðastliðnum. Hann lýsti því auk þess yfir í samtali við Frétta- blaðið að hann hygðist auka hluta- féð enn frekar til að standa undir frekari vexti félagsins. Aðspurður segir hann að kaupin á Iceland Ex- press hafi kallað á að hann legði Wow air til enn meira fé. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið. „Það var greitt fyrir þessi kaup, en upp- hæðin er ekki gefin upp.“ Greiðslan mun renna til Pálma. Það verður síðan hans að gera upp við þá sem hafa þjónustað Iceland Express. Að sögn Skúla kemur vel til greina að fjölga í hluthafahópi Wow air þegar fram líða stundir, en það verði ekki í nánustu framtíð. „Wow air er enn í örum uppbygg- ingarfasa og tel ég ekki tímabært að fjölga þeim. Það mun þó örugg- lega koma til tals á ein hverjum tímapunkti.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.