Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 46
24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR26
BÓKIN
„Þetta stefnir í stórkostlegan dag. Platan
mín kemur út og Óli félagi minn í Geimtíví
verður fertugur,“ segir Sverrir Bergmann.
Hann sendir frá sér sína fyrstu plötu í
fjögur ár, Fallið lauf, 1. nóvember og er hún
alfarið sungin á íslensku. „Það var löngu
kominn tími á það,“ segir Sverrir. „Ef maður
skoðar í kjölinn hvaða lög hafa gengið upp
hjá mér þá eru þau öll á íslensku nema
kannski eitt. Svo er þetta líka gaman. Maður
er núna í þeim gír að það er skemmtilegt að
syngja á íslensku.“
Sverrir samdi eitt lag á plötunni, eða titil-
lagið Fallið lauf. Halldór Gunnar Pálsson,
kórstjóri Fjallabræðra sem vann plötuna
með honum, samdi nokkur lög og einhver
eru eftir þekkta erlenda kappa á borð við
Tom Waits, James Morrison og Jason Mraz.
Fimm textahöfundar aðstoðuðu Sverri enda
segist hann sjálfur eiga erfitt með að semja
góða texta.
Kærasta Sverris, Marín Manda Magnús-
dóttir, er liðtæk söngkona. Aðspurður segir
hann að litlu hafi munað að þau hafi sungið
dúett á plötunni. „Það var hugmynd að hafa
hana með mér í einu lagi. Svo var ákveðið að
sleppa því lagi og þá náði það ekki lengra.“
Marín sá um að hanna umslag plötunnar
og er þar titlaður stílisti. „Hún hefur meira
vit á þessu en ég. Það er um að gera að leyfa
henni að taka til hendinni þar.“ Veitti hún
þér ekki innblástur við gerð plötunnar?
„Hún studdi við bakið á mér eins og góðri
konu sæmir.“ - fb
Söng næstum dúett með kærustunni
NÝ PLATA Sverrir Bergmann sendir frá sér sína fyrstu
plötu í fjögur ár 1. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég er ekkert svo hrifin af því að
horfa á mig í sjónvarpinu,“ segir
hin tvítuga Guðrún Eir Hermanns-
dóttir, sem tekur þátt í raunveru-
leikaþáttunum Danmarks Næste
Topmodel sem sýndir eru þessa
dagana á Kanal 4.
Guðrún Eir flutti til Danmerkur
með foreldrum sínum, Hermanni
Guðmundssyni og Oddnýju Ingi-
mundardóttur, þegar hún var átta
ára gömul og búa þau í bænum Es-
bjerg á Jótlandi.
Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig
dreyma um fyrirsætustörf áður en
ákvað að slá til er hún sá prufur
auglýstar fyrir þættina í Árósum.
„Mig langaði að gera eitthvað öðru-
vísi. Áður en ég var með í þáttunum
var ég mjög feimin fyrir framan
myndavélina,“ segir Guðrún. Þætt-
irnir voru svo teknir upp í byrjun
sumars í Kaupmannahöfn. „Upp-
tökuferlið var allt öðruvísi en ég
bjóst við og stundum frekar erfitt.
Við bjuggum fimmtán stelpur
saman í íbúð og máttum ekki gera
mikið utan við tökurnar.“
Guðrún Eir á erfitt með að horfa
á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir
sömu sögu gilda um fjölskyldu
sína. „Þau eru mjög stolt af mér en
finnst frekar erfitt að horfa á þætt-
ina. Upptökuferlið er gjörólíkt loka-
útkomunni í sjónvarpinu. Stundum
kannast ég varla við það sem er að
gerast á skjánum. Ég hugsa að ég
fari ekki aftur í sjónvarpið,“ segir
Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi
í keppninni.
Fimm þáttum er nú lokið af serí-
unni og því tíu stúlkur eftir. Í síð-
asta þætti var Guðrún valin til að
leika aðalhlutverkið í tónlistar-
myndbandi með danska söngvar-
anum Christopher sem er mjög vin-
sæll í föðurlandi sínu.
Guðrún Eir stefnir ekki endilega
á fyrirsætubransann í framtíðinni
en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir
á meðan þættirnir eru í sýningu.
Guðrún reynir að sækja Ísland
heim einu sinni á ári. Hana langar
að fínpússa íslenskuna sem hún er
orðin ansi ryðguð í. „Draumurinn
er að búa í London og verða fata-
hönnuður.“ alfrun@frettabladid.is
GUÐRÚN EIR HERMANNSDÓTTIR: STUNDUM FREKAR ERFITT
Íslensk stúlka etur kappi í
Danmarks Næste Topmodel
Á TOPP TÍU Guðrún Eir Hermannsdóttir keppir í raunveruleikaþættinum Danmarks
Næste Topmodel. Hér er hún ásamt danska tónlistarmanninum Christopher.
MYND/KANAL4 KRESTINE HAVEMANN
„Ég var að klára eina frábæra
sem heitir Kortið og landið eftir
Michel Houellebecq.“
Jón Atli Jónasson, leikskáld.
■ Þriðja serían er í loftinu núna.
■ Klukkutíma þáttur sýndur á Kanal
4 á fimmtudögum.
■ Byggður á raunveruleikaþáttum
fyrirsætunnar Tyru Banks, America´s
Next Top Model.
■ Kynnir dönsku seríunnar er
barónessan Caroline Fleming. Hún
var gift Rory Fleming, frænda höf-
undar Bond-bókanna Ian Fleming,
og tilheyrði því einni ríkustu fjöl-
skyldu Bretlands. Caroline hefur
sjálf verið með sína eigin raunveru-
leikaþætti í danska sjónvarpinu.
Hún er kærasta knattspyrnumanns-
ins Nicklas Bendtner, sem spilar fyrir
Juventus og er þrettán árum yngri
en barónessan.
DANMARKS NÆSTE TOPMODEL
„Ég samdi texta lagsins War
Hero til systur minnar þegar hún
var að berjast við krabbamein.
Hún er stríðshetjan,“ segir tón-
listarmaðurinn Biggi Hilmars.
Systir Bigga, Ágústa Erna, hafði
betur í baráttunni við brjósta-
krabbamein fyrir rúmu ári. Í laginu
War Hero syngur Biggi til hennar
og um baráttu hennar og í tilefni
Bleikrar slaufu-mánaðar Krabba-
meinsfélagsins ákvað hann að gefa
lagið á internetinu. „Með því að
gefa alþjóð lagið vonast ég til að það
geti veitt fólki von í baráttunni við
krabbamein. Það er nefnilega oft
von þó hún kunni að virðast fjar-
læg,“ segir hann. Lagið er meðal
annars hægt að nálgast á Facebook
síðu Bigga, Facebook.com/biggi-
hilmars.
Biggi tekur einnig þátt í
Bleiku boði Krabbameinsfélags-
ins í Háskólabíói á morgun. „Ég
er bæði glaður og stoltur af því
að fá að taka þátt í þessu
kvöldi. Ég flyt þrjú lög
og verð með hljómsveit
og strengjasveit með
mér. Þetta verður tekið
alla leið,“ segir hann.
Bleika boðið er árleg-
ur viðburður Krabba-
meinsfélagsins þar sem
fjöldi listamanna gefur
vinnu sína og konur
eiga saman gott kvöld.
Meðal þeirra sem koma
fram í ár auk Bigga eru
Védís Hervör, Margrét Eir,
Sigga Beinteins, Diddú og
Ari Eldjárn auk þess sem
haldin verður tískusýning
frá Fatahönnunarfélagi
Íslands. Miðaverð er
aðeins kr. 2.000 og
rennur allur
á gó ð i t i l
Krabba-
meins-
félagsins.
Enn er hægt
að ná lgast
miða á www.
bleikabodid.
is og í síma
540 1900. - trs
Stríðshetja í krabbameinsbaráttu
- með þér alla leið -
Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur fasteignasali
Nánari upplýsingar veitir
Helga Jóhanna Úlfarsdóttir
lögg. fasteignasali
sími: 899 2907
helga@miklaborg.is
Verð: 22.5 millj.
3ja herbergja 93 fm í lyftuhúsi
Gott skipulag
20 millj. áhvílandi
gr.p/mán: 90.000
Sér inngangur af svölum
LAUS STRAX
Kristnibraut 99
OPIÐ HÚS Á MORGUN
frá kl. 17:00-18:00
fimmtudag 25. október
OREO
BANANA
SÚKKULAÐIKAKA
Sími: 561 1433
Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja
sulta
, ba
nan
ar
og
O
re
ok
ex
.
Opnunartími:
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00
P
R
E
N
T
U
N
.IS
BIGGI
HILMARS