Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 24. október 2012 19 Bækur ★★★★ ★ Málarinn Ólafur Gunnarsson JPV-forlag Ólafur Gunnarsson hefur aldrei skrifað skáldsögur að gamni sínu. Bestu sögur hans – og sú nýjasta er ein þeirra – eru stór- brotnir harmleikir sem segja af persónum sem rata í mikla ógæfu vegna eigin bresta og kalla harm og eyðileggingu yfir sjálfar sig og þá sem þær elska. Skáld sagan Málarinn minnir um margt á fyrri skáldsögur Ólafs, sögur eins og Tröllakirkju og Vetrarferðina. Persónur sögunnar eru stórar í sniðum, tilfinningar þeirra ofsafengnar og þær fá útrás í átökum og jafn- vel ofbeldi. Aðalpersóna Málarans er list- málarinn Davíð Þorvaldsson, listamaður sem hefur notið mik- illar velgengni og selt málverk í stórum stíl en hefur þurft að gefa eftir ýtrustu kröfur til sjálfs sín um listrænan metnað og trúnað við sjálfan sig. Afleiðingin er sú að hann nýtur vinsælda meðal almennings en gagnrýnendur og kollegar líta niður á hann. Davíð Þorvaldsson er náskyldur pers- ónum sem Ólafur hefur skapað áður, gamaldags karlmaður, sterkur á ytra borði en ber í sér bresti og í fortíð hans eru atburðir sem hafa skilið eftir sig sár. Í upphafi sögu ákveður Davíð að ná sér niðri á liststofnuninni, sérfræðingum og öðrum lista- mönnum með því að mála og koma í umferð fölsuðu verki eftir Jóhannes Kjarval. Í kjölfarið kemst hann í kynni við stórlaxa í íslensku viðskipta- lífi og atburðarásin sem þá fer af stað fléttast saman við Hafskipsmálið og margs konar und- irferli í íslensku viðskiptalífi um miðjan níunda áratuginn. Málarinn er skáldsaga um margvíslega glæpi, svik, falsanir og morð, og hún er á köflum óhugnanlega spennandi, pers- ónurnar eru þannig skapaðar að lesanda getur vart staðið á sama um örlög þeirra – samt er hún eins langt frá því að vera hefðbundin glæpasaga og hugs- ast getur. Spennan liggur ekki í rannsókn glæpamáls eða af- hjúpun glæpamanna heldur glímu persónanna við sjálfar sig, glímu sem er siðferðileg og til- vistarleg umfram allt. Frásagnarháttur sögunnar og stíll einkennast af fádæma öryggi, raunar svo miklu að sögumaður getur lengi fram- an af sögu blekkt lesandann á áhrifamikinn hátt, en það væri ósanngjarnt að rekja þær blekk- ingar hér og ræna væntanlega lesendur þeirri blendnu ánægju sem uppgötvun hennar getur haft í för með sér, látum nægja að fátt er eins og sýnist í þessari sögu og maður ætti að trúa sögu- mönnum skáldsagna varlega. Það er ekkert leyndarmál að sá sem hér skrifar hefur lengi verið miki l l aðdá- andi verka Ólafs Gunnars- sonar. Ein- hverjum kann að finn- ast Málarinn nokkuð stór - karlaleg, bæði vegna þess að hér eru tilfinningar og persónur blásnar upp í yfirstærð og ekki síður vegna þess að eins og fleiri bækur Ólafs er hún öðrum þræði rannsókn á karlmennsku eins og hún birtist í íslensku samfélagi eftirstríðsáranna og því skipbroti sem hún beið oft og tíðum. Aðferðin og umfjöllunar- efnið er kannski ekki allra, en fyrir þá sem kunna að meta er Málarinn sannkölluð veisla. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Málarinn er frábært dæmi um sagnalist Ólafs eins og hún gerist best ÓLAFUR GUNNARSSON Skáldsaga um glæpi Meira að segja í Spönsku vísum, sem frændi hans Ara orti, segir að „engin kvinna heiður missti“. TENGDASONUR ÍSAFJARÐAR Tapio er menntaður guðfræðingur uppalinn í Rauma á vesturströnd Finnlands. Hann kom fyrst til Íslands árið 1989 og segir áhugann á Íslandi hafa skapast af lestri Íslendingasagna og bóka Halldórs Laxness strax í æsku. Í þeirri ferð dvaldi hann hérlendis í hálft ár, vann við byggingu Ráðhússins í Reykjavík og í fiskvinnslu á Flateyri. Hann skrifaði bók um þá upplifun sína en Ísland kallaði enn á hann og hann sótti um kennarastöður í tíu íslenskum skólum. Grunn- skólinn á Ísafirði var sá eini sem vildi ráða hann og þangað fór hann og dvaldi í þrjú ár, mest af þeim tíma sem smíðakennari í grunn- skólanum. Þar hitti hann núverandi konu sína, Huldu Leifsdóttur, sem flutti með honum til Rauma að þessum þremur árum liðnum og þar búa þau enn. Hann talar reiprennandi íslensku. Íslendinga, litu á sjálfa sig sem siðmenntaða menn en Íslend- ingana sem frumbyggja svipaða indíánunum á Nýfundnalandi og töldu sig hátt yfir þá hafna, sem örugglega hefur farið í taugarnar á innfæddum. Þótt þeim hafi eflaust þótt merkilegt hve margir Íslend ingar voru læsir og skrif- andi.“ Stendur einhver persónanna þér nær en aðrar? „Já, Jón lærði, eins og þú sérð sjálf- sagt. Hann var eigin- lega endur reisnar- maður með mikla fróðleiksfýsn og sköp- unargáfu. Ef hann hefði fæðst á meginlandinu og verið af efnaðri fjöl- skyldu hefði Leonardo da Vinci mátt vara sig. En hann fæddist hér í einhverju krummaskuði í fátæk- asta landi Evrópu og átti enga möguleika.“ Þú hefur skrifað sögulegan þrí- leik frá þínum heimaslóðum í Finnlandi og nú skrifarðu sögu- lega skáldsögu frá Íslandi. Höfðar samtíminn ekki til þín? „Mér finnst það skemmtilegra sem maður sér úr fjarskanum, já, en ég hef nú skrifað smásögur sem gerast í nútímanum eða í ímynd- uðum veruleika. Það hefur samt einhvern veginn orðið þannig að efnin úr fortíðinni verða að stórum skáldsögum. Ég fer á meira flug og úr fjarlægðinni virðist hafa verið svo miklu meiri dramatík í fortíð- inni. Núna þyrfti maður að skrifa um Indónesíu eða ein- hvern svoleiðis stað þar sem er alvöru lífs- háski til að finna við- líka dramatík.“ Þessi bók talar samt alveg inn í samtímann á Íslandi. „Já, og líka í Finnlandi. Sums staðar í Evrópu eru menn orðnir vanari fjölmenn- ingarsamfélagi en bæði hér og heima er enn þá þessi ótti við útlendinga í bland við smjaður. Ég var líka að skoða það hvernig svona átök spretta upp og vaxa. Menn nota sér ástandið til að svindla sér í hag og kenna útlend- ingunum um. Baskarnir aftur á móti eru aðeins of frekir, aðeins of hrokafullir og koma með því óorði á sjálfa sig. Og þegar þetta allt spilar saman endar það auð- vit-að með ósköpum. Er það ekki að gerast alls staðar í heiminum enn þá? Menn eru hlekkjaðir í sitt eigið hugarfar.“ fridrikab@frettabladid.is Stelpurnar í Gerplu vörðu Evrópumeistara- titilinn með glæsibrag um helgina. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og bjóðum þær velkomnar heim. Weetos styrkir stelpurnar okkar þar sem 10 kr. af hverjum seldum pakka til 5. nóvember renna beint til þeirra. Styðjum stelpurnar okkar!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.