Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 23
HÚSNÆÐISLÁN MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2012 Kynningarblað Óverðtryggð lán, uppgreiðslukerfi, fastir vextir, blönduð lán. Ráðgjafafyrirtækið Sparnað-ur hefur sett sér það mark-mið að hjálpa fólki til að ná árangri í fjármálum. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2002, hefur alla tíð farið nýjar leiðir í ráðgjöf og veitt aðstoð við niðurgreiðslu skulda og aðstoðað um leið við aukna eignamyndun og fjárhags- legt öryggi. Gestur B. Gestsson, framkvæmdastjóri Sparnaðar, segir starfsmenn fyrirtækisins vinna mikið eftir hugmyndafræði stjórnarformanns þess, Ingólfs H. Ingólfssonar, varðandi upp- greiðslu á lánum. „Ingólfur þróaði kerfi sem við höfum aðgang að þar sem öll lán viðkomandi aðila eru sett inn og kerfið gefur leiðbein- ingar um hvernig best sé að greiða niður lánin miðað við forsend- ur lánanna með smá viðbótar- greiðslu á mánuði. Það er nefni- lega ekki sama í hvaða röð lán eru greidd niður og hvenær greiðsla á sér stað.“ Fjöldi þakklátra viðskiptavina Að sögn Gests hefur Sparnaður tekið þessa hugsun aðeins lengra með því að bjóða viðskipta vinum sínum upp á að sjá um þessar greiðslur fyrir þá. „Við höfum hannað kerfi sem vaktar viðkom- andi lán þannig að allar greiðslur fari inn á rétt lán og í réttri röð.“ Hann segir hugmyndafræðina byggja á því að greiða viðbótar- greiðslu inn á það lán sem valið er og svo er sömu greiðslubyrði haldið áfram þó svo að lán sé upp- greitt en viðbótin fer inn á næsta lán og svo koll af kolli. „Hins vegar er ekki nauðsynlegt að greiða við- bótargreiðslu inn á fyrsta lánið heldur er hægt að stilla þessu upp í kerfið og sjá hvaða lán er best að greiða niður eftir að stysta lánið hefur verið greitt að fullu. Þannig er upphæðin nýtt sem var greidd mánaðarlega af láninu sem greiddist niður til þess að greiða aukalega inn á næsta lán.“ Gestur segir í raun lítið mál að gera þetta en með uppgreiðslu- þjónustu Sparnaðar, þar sem starfsmenn fyrirtækisins sjá um málið fyrir viðskiptavinina, verði þetta að raunveruleika eins og fjöldi þakklátra viðskiptavina hefur upplifað undanfarin ár. Hann segir meginregluna vera þá að velja fyrst lán til greiðslu sem beri hærri vexti og eru til skemmri tíma. Þegar þau eru upp- greidd fari næstu greiðslur inn á íbúðarlánin sem eru í flestum til- fellum til langs tíma og bera lægri vexti. „Bankarnir hafa komið með svipaðar lausnir á eftir okkur en þar byggir lausnin á því að greiða ÞEIRRA lán þannig að ekki er víst að hagkvæmasta leiðin sé endi- lega valin fyrir viðskiptavininn. Við mælum eindregið með að við- skiptavinir komi til okkar sér að kostnaðarlausu og fái óháða ráð- gjöf hjá okkur.“ Umtalsverður sparnaður Gestur bendir á að í sumum til- fellum geti viðskiptavinir ekki bætt við aukagreiðslum en þá er hægt að reikna út að viðhalda greiðslubyrðinni þannig að þegar ákveðið lán er uppgreitt þá hafi ráðgjafar hjá Sparnaði samband varðandi það að gengið sé frá því að sambærileg greiðsla fari inn á næsta lán. „Því miður þá er það þó þannig hjá sumum að þeir eiga í erfið- leikum með að greiða af núver- andi lánum en við hjá Sparnaði bjóðum upp á sérfræðiaðstoð þar sem vandamálin eru greind og viðskiptavini hjálpað með hvernig bera skuli sig að við samningaum- leitanir við lánardrottna.“ Gestur segir að f lest skuldug heimili landsins ættu að geta sparað háar fjárhæðir með því að nota uppgreiðslukerfi Sparnaðar og um leið stytt greiðslutímann um mörg ár. „Sparnaðurinn er umtals- verður hjá mörgum heimilum og getur jafnvel numið tugum milljóna króna. Við hvetjum alla til að mæta til okkar í ókeypis viðtal og fá ráð- gjafa okkar til að meta hvaða leiðir eru í boði.“ Sparnaður hefur einnig verið leiðandi aðili í að reikna út áhrif dóma um gengislán fyrir einstak- linga. Rúmlega 45.000 aðilar hafa niðurhalað reikniverki Sparnaðar á skömmum tíma, auk þess sem Sparnaður hefur einnig boðið þá þjónustu að reikna út fyrir ein- staklinga og fyrirtæki hver áhrifin kunni að vera. Eignamyndun með hjálp Sparnaðar Uppgreiðslukerfi Sparnaðar hefur vakið mikla athygli undanfarin ár. Fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur nýta sér kerfið með góðum árangri. Sparnaður veitir óháða ráðgjöf varðandi endurgreiðslur lána og sér um greiðslur fyrir viðskiptavini. „Það er nefnilega ekki sama í hvaða röð lán eru greidd niður og hvenær greiðsla á sér stað,“ segir Gestur B. Gestsson, framkvæmdastjóri Sparnaðar. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.