Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGHúsnæðislán MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 20124 Aðalheiður hefur um árabil fylgst með húsnæðislánamarkaðinum og segir að ýmsir valkostir standi þeim til boða sem eru að velta fyrir sér húsnæðiskaupum eða endurfjármögnun á húsnæði. Megin- breytingin sem átt hafi sér stað á síðustu miss- erum sé sú að almenningur geti valið um svo miklu fleiri þætti en áður var hægt. Það má segja að áður fyrr hafi fólk einkum getað valið um það hvort það vildi taka 25 eða 40 ára hús- næðislán. Ekki var hægt að velja um þætti eins og vaxtastig, með eða án verð tryggingar, lánstíma, lánshlutfall o.fl. Nú er hins vegar hægt að velja um þessa þætti sem gerir það að verkum að fólk getur miklu frekar í dag sett saman húsnæðislán sem er í takt við þarfir hvers og eins. Hvað er að gerast á húsnæðislánamark- aðinum í dag? Mikilvægasta breytingin fyrir þá sem íhuga fjármögnun á húsnæði eru óverðtryggðu lánin sem Arion banki byrjaði að bjóða fyrir um ári síðan. Með þeim lánum getur fólk valið um það hvort það vill áfram taka hin hefðbundnu verðtryggðu lán eða hvort það vill taka óverð- tryggð lán til að fjármagna húsnæði. Þegar við byrjuðum með óverðtryggðu lánin má segja að það hafi orðið hálfgerð sprengja því fólk hafði greinilega beðið lengi eftir því að geta tekið slík lán. Þegar það var loks hægt, með óverðtryggðum íbúðalánum frá Arion banka, hafa margir slegið til og annað hvort fjár- magnað húsnæðiskaup eða endurfjár magnað eldri lán og flutt sig þannig úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð lán. Henta óverðtryggðu lánin öllum? Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er hærri en verðtryggðra lána, oft um 30% hærri. Óverðtryggðu lánin henta þess vegna þeim sem ráða við aukna greiðslubyrði, eigna- myndun verður hraðari og fólk eignast hús- næðið sitt mun fyrr. Þessi klassísku verð- tryggðu lán, sem margir hafa tekið í gegnum tíðina bera lægri greiðslubyrði en í staðinn er eignamyndun hægari. Er eitthvað sem ég get gert ef ég vil losna við verðtrygginguna en hef ekki nógu góða greiðslugetu til að flytja mig alfarið yfir í óverðtryggt lán? Já, við viljum einnig koma til móts við þær aðstæður. Þess vegna höfum við boðið fólki að blanda saman verðtryggðum og óverð- tryggðum lánum. Með því getur fólk hraðað eignamynduninni og tekið á sig aukna greiðslubyrði, en hægt er að stilla því upp eins og hverjum og einum hentar. Þetta eru vin- sælir valkostir hjá okkur og er mikið spurt um þetta. Þannig er hægt að setja saman íbúða- lán sem er t.d. 25% óverðtryggt og 75% verð- tryggt ef fólk vill aðeins hraða eignamyndun. Ef fólk vill hins vegar hraða eignamynduninni enn frekar getur það valið jafna skiptingu, 50% óverðtryggt og 50% verðtryggt eða jafnvel 75% óverðtryggt og 25% verðtryggt. Er hægt að létta ferlið í kringum greiðslu- mat? Já, við skiljum vel að greiðslumats ferlið sé svolítil fyrirhöfn þar sem koma þarf með ýmsa pappíra, skila þeim í útibúið og ræða við þjón- ustufulltrúa sem framkvæmir greiðslumat- ið. Þetta gera aðallega þeir sem eru alveg ákveðnir í að sækja um íbúðalán. En við höfum tekið eftir því að það er stór hópur fólks sem er að velta ýmsum hlutum fyrir sér og vill byrja á að geta gert það í ró og næði heima hjá sér. Við í Arion banka komum til móts við þennan hóp fólks og bjóðum upp á nokkurs konar bráðabirgðagreiðslumat sem hægt er að framkvæma með því að fara inn á þessa vef- slóð bankans: www.arionbanki.is/einstak- lingar/lan/greidslumat/. Inni á þessari slóð er hægt að setja inn allar helstu upplýsingar sem hafa áhrif á greiðslu- mat, eins og laun og stærð þeirrar íbúðar sem viðkomandi hefur áhuga á að kaupa. Einnig þarf að setja inn fjölda bíla og barna og einnig afborganir sem nú þegar eru til staðar í heim- ilisbókhaldinu. Svo er smellt á hnappinn „Reikna“ og þá kemur bráðabirgðaniðurstaða sem er sú áætlaða greiðslugeta sem viðkom- andi hefur til að greiða af íbúðaláni. Þetta á í flestum tilfellum að vera keimlíkt niðurstöðu formlegs greiðslumats og það sem er best við þetta bráðabirgðagreiðslumat er að fólk getur leikið sér með forsendur til að finna dæmi sem hentar. Ef greiðslugeta kemur út heldur lág þá má til dæmis minnka fermetrafjöldann í dálk- inum um stærð húsnæðis þannig að dæmið gangi upp. Með þessu móti getur fólk séð hvort það séu forsendur til að skoða frekar ákveðna hugmynd um kaup á húsnæði eða hvort for- sendur þurfi að breytast verulega. Við erum að kynna þessa nýjung þessa dagana og erum að fá mjög sterk viðbrögð frá fólki sem hefur beðið eftir því að geta gert þetta sjálft. Fólk hefur sagt við okkur að það sé „gaman að fikta í þessu“ sem lýsir einmitt þeirri tilfinningu sem við viljum vekja upp hjá fólki – að það sé hægt að skoða hugmyndir að íbúðakaupum og breyta forsendum á léttan og skemmti legan máta með það að markmiði að hver og einn finni leið til að láta sinn draum rætast. Nú eru margir á leigumarkaði í dag. Sérðu breytingar þar á í náinni framtíð? Já, það er rétt að margir eru á leigumarkaði. Meginhindrunin frá því að fjármagna húsnæði er ekki endilega greiðslugeta því margt fólk er að greiða mjög háa leigu og stendur í skilum með hana. Það eru fyrst og fremst þessi 20% sem fólk verður að eiga í reiðufé til að geta farið út í íbúðakaup. Það er hinn stóri þröskuldur fyrir marga. Að eiga 3-4 milljónir, ef kaupa á tiltölulega litla íbúð er eðlilega mikill þrösk- uldur því þetta eru miklir peningar. En við ráð- leggjum fólki að reyna hvað það getur til að leggja fyrir, þó það sé ekki nema 5-10 þúsund á mánuði því það safnast þegar saman kemur. Sérðu miklar breytingar fram undan á húsnæðislánamarkaðinum? Eins og ég hef minnst á þá hefur vöru- og þjónustuframboð aukist mjög mikið hvað varðar fjármögnun á íbúðarhúsnæði. Fólk getur valið um miklu fleiri þætti og sett saman lán sem hentar hverjum og einum miklu frekar nú en hægt var áður fyrr. Að mínu mati erum við með vöruframboð sem uppfyllir þarfir við- skiptavina okkar þó að ýmsar áherslur eins og vaxtastig og lánshlutföll geti breyst yfir tíma. Fólk þarf að vera meðvitað um að það skiptir máli að byrja nógu snemma að leggja fyrir þar sem eigið fé í húsnæði þarf að vera að lágmarki 20%. Ég tel að fólk muni klárlega velta öllum möguleikum fyrir sér og skoða vel hvort það sé hagstæðara að vera á leigumarkaði eða fjár- festa í eigin húsnæði. Þannig er hægt að setja saman íbúðalán sem er t.d. 25% óverðtryggt og 75% verðtryggt ef fólk vill aðeins hraða eignamyndun. Ef fólk vill hins vegar hraða eignamynduninni enn frekar getur það valið jafna skiptingu, 50% óverðtryggt og 50% verðtryggt eða jafnvel 75% óverðtryggt og 25% verðtryggt. Bráðabirgðagreiðslumat veitir fólki nýja sýn á hlutina Aðalheiður Guðgeirsdóttir er svæðis- og útibússtjóri í útibúi Arion banka í Smáranum. Viðskiptavinir í útibúinu koma víða að en einkum úr Kópavogi, Breiðholti og nærliggjandi hverfum og bæjarhlutum. Aðalheiður Guðgeirsdóttir er svæðis- og útibússtjóri hjá Arion banka í Smáranum. Hún segir fólk hafa fleiri valkosti í húsnæðislánum en áður. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.