Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.10.2012, Blaðsíða 29
 7 | 24. október 2012 | miðvikudagur Nánari upplýsingar á www.xd.is. Sjálfstæðisflokkurinn Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að taka þátt í opnu fundunum og hafa þannig áhrif á stefnu flokksins! Opnir fundir málefnanefnda Laugardagur 27. október í Valhöll Utanríkismálanefnd Velferðarnefnd Atvinnuveganefnd Fjárlaganefnd Laugardagur 3. nóvember í Valhöll Efnahags- og viðskiptanefnd Umhverfis- og samgöngunefnd Allsherjar- og menntamálanefnd Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Fundirnir hefjast kl. 11:00 og þeim lýkur kl.15:00 með beinni útsendingu á xd.is þar sem formenn nefnda fara yfir helstu niðurstöður dagsins. IÐNAÐUR | FRÉTTAVIÐTAL Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Hampiðjan er sennilega nátengd sjávarútvegi og framleiðslu veiðar færa í huga flestra Íslend- inga. Fyrirtækið var enda stofn- að árið 1934 af íslenskum sjó- mönnum og hefur séð fiskiskipa- flotanum fyrir netum, köðlum og öðrum veiðarfærum síðan. Á átt- unda áratugnum fór Hampiðjan í útrás með kjarnastarfsemi sína og á síðustu tuttugu árum hefur fyrirtækið svo haslað sér völl á ýmsum nýjum mörkuðum. Nú til dags hefur Hampiðjan starfsstöðvar í átta löndum og kemur langstærstur hluti tekna fyrirtækisins erlendis frá. Mest öll framleiðsla þess fer fram í Litháen en höfuðstöðvarnar eru hér á landi. Helsti vaxtar broddur þess nú er sala á ýmiss konar köplum, taumum og stroffum til olíufyrirtækja. Þá selur fyrir- tækið vörur til ýmissa annarra geira, svo sem til snekkjufram- leiðenda, herja og jafnvel kvik- myndaframleiðslufyrirtækja. Markaðurinn ræddi við þá Inga Þórðarson, sölustjóra reipa og neta hjá Hampiðjunni, og Davíð G. Waage, sem hefur umsjón með sölu til olíufyrirtækja, um starf- semi fyrirtækisins. ÖRT VAXANDI MARKAÐIR „Við eigum nú í viðskiptum við miklu fleiri geira en bara sjávar- útveg þótt hann sé sögulega okkar mikilvægasti geiri. Mjög stór hluti af framleiðslunni er núna fyrir annan iðnað og sá geiri sem er nú veigamestur fyrir utan sjávarútveg er olíuiðnaðurinn,“ segir Davíð og heldur áfram: „Í raun eru þetta tveir ólíkir geirar. Annars vegar erum við að selja til olíufyrirtækja sem vinna olíu af hafsbotni og hins vegar til olíu- leitarfyrirtækja.“ Davíð segir olíufyrirtækin nota kapla og tauma Hampiðjunnar til ýmissa verka. „Þeir stærstu eru notaðir til að lyfta olíudælu- búnaði frá kannski verksmiðju í Noregi á skip og svo niður á hafs- botn. Þessar vélar eru á stærð við þriggja hæða hús og olíu fyrir- tækin setja upp litlar borgir af þeim á hafsbotni. Þetta er ekki hægt að gera öðruvísi en að nota ofurefnin sem okkar kaplar eru búnir til úr. Þessar dælur eru ein- faldlega það þungar að kranar og skip ráða ekki við þær ella þegar á mikið dýpi er komið því langir stálvírar verða of þungir. Okkar stroffur eru þar að auki mun öruggari þar sem þær eru mjúkar og auðveldara að vinna með þær. Þá er miklu fljótlegra að koma taumunum fyrir auk þess sem það er engin hætta á að þeir eyði- leggi annan búnað eins og stál- vírarnir geta gert,“ segir Davíð og heldur áfram: „Olíuleitar- skip nota svo vörur frá okkur til að draga á eftir sér stórar loft- byssur og allt að 20 kílómetra langa hlustunarkapla en þessi tæki eru notuð til að greina berg á hafsbotni. Svona skip voru til dæmis á Drekasvæðinu í sumar og öllu haldið saman með vörum frá okkur.“ Hampiðjan er að sögn Davíðs orðinn stærsti birgir olíuleitar- fyrirtækja fyrir tauma og kapla. Þá segir Davíð flestar spár gera ráð fyrir því að markaðurinn nærri tvöfaldist á næstu árum sem geti haft mikla þýðingu fyrir Hampiðjuna. STEFNA Á FREKARI LANDVINNINGA Hampiðjan hefur vaxið talsvert á síðustu árum. Tekjur fyrirtækis- ins námu tæpum sjö milljörðum króna á síðasta ári og var hagn- aður þess tæpar 1.200 milljónir. Til samanburðar voru tekjur þess ríflega þrír milljarðar fyrir tíu árum og hagnaður 175 milljónir. Að sögn Davíðs hefur vöxtur- inn aðallega orðið á nýjum mörk- uðum. Fyrir utan sjávarútveg og olíuiðnað selur fyrirtækið nú til fjölda annarra geira. Til dæmis má nefna að Hampiðjan selur kaðla og kapla til bæði norska og bandaríska hersins og til kvik- myndaframleiðslufyrirtækja. „Okkar taumar eru notaðir við leikmyndagerð svo sem við gerð Hringadróttinssögu-myndanna og nú Hobbita-myndanna sem verið er að gera á Nýja-Sjálandi. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Hobbitanum yrði skipt í þrjár myndir í stað tveggja eins og áður hafði verið stefnt að. Við fengum að vita það nokkru áður en það varð opinbert þar sem þeir nota vörur frá okkur við kvikmyndagerðina,“ segir Ingi Þórðarson. Ingi segir vaxtarmöguleika Hampiðjunnar enn mjög mikla þar sem nýir markaðir séu sífellt að opnast fyrirtækinu. „Málm- vírar eru notaðir ótrúlega víða en okkar vörur eru yfirleitt prakt- ískari. Okkar áskorun er að upp- götva markaði þar sem vörurnar geta komið að gagni og kynna síðan eiginleika ofurefna og möguleika okkar vara,“ segir Ingi og heldur áfram: „Við erum oft að fræða fyrirtæki um ofurefni en sú staðreynd að margir eru ekki meðvitaðir um þau bendir til þess að við höfum enn mikil tækifæri til að selja okkar vörur á nýjum mörkuðum. Við lítum í því samhengi til skógarhöggs, námu- vinnslu, uppsetningar vindmylla á hafi úti og sjávarfallavirkjana svo eitthvað sé nefnt.“ Ingi segir Hampiðjuna hafa metnaðarfullar áætlanir um að láta að sér kveða á þessum mörk- uðum og fleirum. „Það sést til dæmis á nýjustu véla kaupum okkar en nýverið keyptum við stærstu vél sem hefur verið framleidd fyrir okkar geira. Með henni getum við framleitt sver- ustu kaðla og sterkustu kapla sem til eru í heiminum,“ segir Ingi og bætir við að lokum: „En það má ekki gleyma því að uppruni okkar er í sjávarútvegi og honum hyggj- umst við sinna áfram. Hampiðj- an var stofnuð árið 1934 af skip- stjórum og vélstjórum og stjórnin okkar er enn þá að hluta til skipuð afkomendum þessara manna. Við þurfum sífellt að vera á tánum til að halda okkar stöðu þar.“ Mikil tækifæri í fram leiðslu ofurkapla Hampiðjan hefur á síðustu árum haslað sér völl í fjölda annarra geira en sjávar útvegi. Fyrirtækið selur mikið til olíufyrirtækja. DAVÍÐ G. WAAGE Stærstur hluti framleiðslu Hampiðjunnar fer fram í Litháen en þó eru enn framleidd veiðarfæri fyrir á annan milljarð króna á Íslandi á ári hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Margar vörur Hampiðjunnar, þar af stærstu og sterkustu kaplar og taumar hennar, eru framleiddar úr svoköll- uðum ofurefnum. Ofurefni eru búin til með framleiðslu- ferlum sem endurraða sameindum hefðbundinna plastefna í langar samfelldar keðjur sem eykur styrk og þol efnanna. Það þekktasta er sennilega efni sem nefnist kevlar og var lengi notað í skotheld vesti. Kevlar er unnið úr næloni en Hampiðjan notar aðallega skylt efni sem unnið er úr pólýetýleni. Ingi Þórðarson segir að Hampiðjan hafi á áttunda áratugnum farið að keppa við framleiðendur veiðarfæra á Spáni og á Portúgal sem hafi í sumum tilfellum getað undirboðið fyrirtækið. „Við höfum því alltaf lagt mikið upp úr gæðum. Þar af leiðandi urðum við fyrsti veiðarfæraframleiðandinn til að byrja að nota ofurefnin í kringum 1990. Okkar menn sáu strax notagildið í því að vera með efni sem flýtur en er samt jafn sterkt og málmvír. Nú til dags eru efnin orðin margfalt sterkari en stál. Með því að nota þessi efni gátu skip dregið stærri troll og önnur veiðarfæri og með þá þekkingu sem við höfðum myndað í sjávarútvegi í farteskinu fórum við í kjölfarið að færa okkur inn á aðra markaði,“ segir Ingi. Þá segir Davíð G. Waage að sífellt sé verið að kynna nýja flokka af ofurefnunum. „Þá er undir okkur komið að finna not fyrir efnin. Þar sem við komum úr sjávar- útvegi hefur okkur gengið mjög vel að þróa vörur sem henta iðnaði á hafi úti. Það er gríðarleg þróunarvinna sem liggur að baki þessum vörum og sú vinna fer nær eingöngu fram hér á Íslandi. Höfuðhönnuðurinn okkar heitir Hjörtur Erlendsson og hann hefur náð ótrúlegum árangri í að finna not fyrir þessi efni og raunar reynst fyrirtækinu sem selur okkur þau mjög vel líka.“ FRAMLEIÐA OFUREFNI STERKARI EN STÁL ÞAÐ ERU ENGINN HÖFT Á VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.