Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 40

Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 40
20 24. október 2012 MIÐVIKUDAGUR Hann er þekktur fyrir að bjarga deginum með vopn í annarri hendi, myndarlegan kvenmann upp á hinn arm- inn og martíní – hristan, ekki hrærðan – í blóðrás- inni. Sif Sigmarsdóttir hitti Daniel Craig sem fer með hlutverk James Bond í 23. Bond-myndinni sem verður frumsýnd á föstudaginn. Þegar Daniel Craig gengur jakka- fataklæddur inn í hversdags- legt hótelherbergi í Lundúnum þar sem blaðamaður bíður hans er sem skuggi færist yfir vistar- verurnar. Nærvera hans er þrúg- andi. Eins og Bond er hann brúna- þungur. Varirnar eru herptar og augun flökta. Það er eins og hann sé á varðbergi. Eins og hann skimi um eftir launmorðingja sem gæti leynst á bak við næstu hurð. Eins og hann vænti þess að á hverri stundu komi óvinur svífandi inn um herbergisgluggann á mótorhjóli sveiflandi hríðskotariffli. En svo býður hann góðan daginn. Kímið bros færist yfir grófgert andlitið og birtan í vatnsbláum augunum hrekur burt Lundúnagrámann sem er eini óvelkomni gesturinn sem berst inn um gluggann. Vildi aldrei verða Bond „Ég er ekki James Bond,“ segir Craig og hlær mildum hlátri. „Ég er eins langt frá James Bond og hægt er að vera. Það sem ég geri á kvikmyndatjaldinu er algjör til- búningur, algjör uppspuni. En ég reyni að láta þetta líta eins raun- verulega út og ég get.“ Hann segist gera sér grein fyrir að marga karl- menn dreymi um að vera Bond en hann sé ekki einn þeirra. „Ég vildi aldrei vera James Bond.“ Gaman- semi gætir í röddinni. „Það er leikáskorun að þurfa að þykjast vera þessi ofurnjósnari. Ég er enginn ofur njósnari. Ég er aðeins stráklingur frá Liverpool.“ Lét gagnrýni ekki á sig fá Fyrir sjö árum, þegar fyrst var tilkynnt um að Craig ætti að leika Bond, varð ekki þverfótað fyrir fólki sem var á sama máli. Vef- síðan Danielcraigisnotbond.com var sett í loftið. Í fjölmiðlum var hann uppnefndur herra Kartöflu- haus. Hann var sagður of lág- vaxinn til að geta verið Bond, of ljóshærður og eyrun á honum of útstæð. Hann þótti skorta fágað yfirbragð njósnarans í alla staði. Aðdáendur hvöttu til þess að myndin yrði sniðgengin. Craig segist þó lítið hafa kippt sér upp við írafárið. „Ég var óhræddur við að taka að mér hlutverkið því við vorum með gott handrit í höndunum. Ég hef verið leikari lengi og ég veit að ef handritið er gott og teymið á bak við myndina er gott þá er hægt að gera þetta vel. Ég var gagnrýndur í fjöl- miðlum en ég gat ekki látið það á mig fá því ég hafði verk að vinna.“ Þeir sem níddu skóinn af Craig urðu að éta orð sín ofan í sig þegar frumraun hans sem Bond, Cas- ino Royale, leit dagsins ljós síðla árs 2006. Craig hlaut lof gagnrýn- enda fyrir leik sinn og var hann tilnefndur til bresku Bafta-kvik- myndaverðlaunanna fyrir hlut- verkið. Verið getur þó að Craig hafi ekki jafnharðan skráp og hann vill vera láta. Spurður út í dræmar um- „Ég er ekki James Bond“ sagnir um aðra Bond mynd hans, Quantum of Solace frá árinu 2008, hrekkur hann umsvifalaust í vörn. „Maður gerir það besta sem maður getur og það er það sem við gerðum.“ En gremjan bráir jafnskjótt af honum og víkur fyrir glettnu brosinu. Hann hefur ástæðu til að brosa. Nýjasta Bond-myndin, Skyfall, hefur hlotið afbragðsgóða dóma en hún hefur bæði þótt mikið sjónarspil og óvenju áhugaverð saga. Í gagnrýni um myndina í dagblaðinu Daily Mail er Craig jafnframt sagður besti Bond allra tíma. Hasar í bland við góða sögu Drungaleg túlkun Craigs á Bond er þungamiðja Skyfall. Sjaldan hefur Bond verið jafnberskjald- aður. Craig vill þó ekki meina að aukin áhersla á persónu sköpun sem og söguþráð í myndinni komi niður á eltingaleikjunum og fant- asíu-elementunum sem Bond er þekktur fyrir. „Enginn segir að „aksjón“ og ævintýri fari ekki saman við vandaða sögu og flók- inn karakter.“ Craig segist hafa viljað gera aðdáendunum til geðs í Skyfall en einnig gera eitthvað nýtt í túlkun sinni á Bond. „Hann er kannski aðeins meiri tilfinn- ingavera en hann hefur verið hingað til. En þetta er ekki kar- akter í Chekov eða Ibsen eða Shakespeare. Þetta er James Bond.“ Daniel Craig lætur sér ábyrgð- ina sem fylgir Bond-hlutverkinu í léttu rúmi liggja. „Ég er ótrúlega stoltur af því að vera hluti af ein- hverju sem hefur enst svona lengi og hefur notið svona mikillar vel- gengni. Ég fæ mikið „kikk“ út úr því.“ Hann stendur upp og kveður og gengur hægum skrefum út úr hótel herberginu – því þótt vel sniðin jakkafötin, breiðar axlirnar og sverir kjálkarnir virðist benda til annars er hann ekki James Bond. VILDI EKKI HERMA EFTIR ÖÐRUM LEIKURUM Craig tók á sínum tíma við hlutverki James Bond af Pierce Brosnan. Hann reyndi frá upphafi að gera rulluna að sinni eigin. „Ég vildi ekki mæta og takast á við hlutverkið með því að herma eftir Pierce [Brosnan] eða Sean [Connery]. Það er ekki starfið mitt.“ Hann hafði metnaðarfullar hugmyndir um hvernig mætti dýpka persónu Bond, gera hann tilfinninganæmari og mannlegri. „Ég er hrifinn af því hvernig lífið slær hann niður. Það er einn af uppáhaldsþáttum mínum þegar kemur að karakternum. Hvernig hann kemst á fætur er svo áhugaverði hlutinn.“ ENGINN OFURNJÓSNARI Daniel Craig segist ekki vera neinn ofurnjósnari, heldur stráklingur frá Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða- sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas MIÐVIKUDAGUR: BÍÓ:DOX - GIRL MODEL + UMRÆÐUR (L) 20:00 2 DAYS IN NEW YORK (L) 18:00, 20:00, 22:00 SUNDIÐ (L) 20:00 HREINT HJARTA (L) 18:00 DJÚPIÐ (L) (ENG. SUBS.) 20:00, 22:00 A SEPARATION (L) 22:00 KÓNGA- GLENNA (EN KONGELIG AFFÆRE) (14) 17:20 COMBAT GIRLS (STRÍÐSSTELPUR) (16) 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn ENGLISH SUBTITLES THE NEW HIT FILM FROM BALTASAR KORMÁKUR - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN - J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV - H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á “LJÚFSÁR OG BRÁÐSKEMMTILEG.” - FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.40 - 5.50 L LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L LOVE IS ALL YOU NEED LÚXUS KL. 5.30 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 L TAKEN 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 16 TAKEN 2 LÚXUS KL. 8 - 10.10 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 - 10.10 L SEVEN PSYCHOPATHS KL. 5.50 16 DJÚPIÐ KL. 6 10 TAKEN 2 KL. 8 - 10 16 BEASTS OF THE SOUTHERN WILD KL. 5.50 - 8 12 TAKEN 2 KL. 10.10 16 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 INTOUCHABLES KL. 8 - 10.30 L NÁNAR Á MIÐI.IS TEDDI LANDKÖNNUÐUR 2D 6 SEVEN PSYCHOPATHS 8 TAKEN 2 10.20 DJÚPIÐ 8, 10 PARANORMAN 3D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BRÁÐSKEMMTILEG TEIKNIMYND! H.S.S. - MBL H.V.A. - FBL GRÍN OG SPENNA Í ANDA TARANTINO T.V. - kvikmyndir.is www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% -S.G, FRÉTTABLAÐIÐ 16 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 - 10:20 FRANKENWEENIE Sýnd í 3D Ísl. texti KL. 6 - 8 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 LOOPER KL. 8 - 10:30 LAWLESS KL. 10 BRAVE M/ísl. tali KL. 5:40 FRANKENWEENIE Sýnd í 3D Ísl. texti KL. 6 - 8 - 10 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:10 END OF WATCH KL. 5:50 - 8 - 10:20 END OF WATCH LUXUS VIP KL. 5:40 - 8 - 10:20 LOOPER KL. 10 SAVAGES KL. 8 LEITIN AÐ NEMÓ M/ísl. tali KL. 5:50 THE CAMPAIGN KL. 8 THE BOURNE LEGACY KL. 10:40 BRAVE M/ísl. tali KL. 5:50 HOPE SPRINGS KL. 8 - 10:20 FRANKENWEENIE Sýnd í 3D Ísl. texti KL. 6 END OF WATCH KL. 8 LOOPER KL. 10:20 BRAVE M/ísl. tali KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:10 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 LOOPER KL. 8 LAWLESS KL. 10:30 BRAVE M/ísl. tali KL. 5:50 KRINGLUNNI AKUREYRI ÁLFABAKKA EGILSHÖLL 16 16 Meryl Streep og Tommy Lee Jones eru frábær í þessari rómantísku gamanmynd Entertainment Weekly New York Observer Empire Boxoffice.com 16 Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine ÖRUGGLEGA BESTA SPENNUMYNDIN Í ÁR„TRULY WORTHY OF BEINGCOMPARED TO SOMETHING LIKE THE TERMINATOR“ -BOXOFFICE MAGAZINE -TOTALFILM -FRÉTTABLAÐIÐ L 16 Nýjasta mynd leikstjórans Tim Burton San Francisco chronicle Boston.com Entertainment Weekly BoxOffice.com 7 16 V I P 16 12 12 16 L L L HOPE SPRINGS KL. 8 - 10:10 FRANKENWEENIE Sýnd í 3D Ísl. texti KL. 8 TAKEN2 KL. 10 KEFLAVÍK 16 7 L L 16 16 16 L 7 L 16 16 L 16 7 L L 7 Frábær mynd sem enginn aðdáendi Tim Burtons ætti að láta fram hjá sér fara TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.