Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 13

Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 24. október 2012 13 Launamisréttið burt – vilji er allt sem þarf Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnu- framlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sam- einuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist. Íslenskar konur urðu heims- frægar fyrir samstöðu og öfl- ugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnu- markaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafn- réttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af. Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfar- in þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum mark- aði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar sam- þykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisrétt- ið sem hefur gengið afar illa að vinna á. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launa- misrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launa- misrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúp- stæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir. Ýmis stéttarfélög gera reglu- legar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamun- ur er svo sannarlega til stað- ar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu sem er rannsóknar- efni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða? Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndar- innar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðs- hreyfinga og samtaka atvinnu- lífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðar- ins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störf- um og vinnumenningu. Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmda- áætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkað- arins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til. Það þarf að gera reglulegar mælingar á launa- greiðslum og skoða þær kerfis- bundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfs- skoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismun- un. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síð- ast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt. Jafnréttismál Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði AF NETINU 17. júní 2013 Túlkunarstríðið um hug þeirra sem heima sátu er engum til sóma. Lýðræðið virkar þannig að þeir ráða sem taka þátt. Niður- staða skoðanakönnunar MMR í vor var aukinheldur svo til sam- hljóða kosningunni sem bendir til þess að þeir sem heima sátu hafi nokkurn veginn verið á sama máli og þeir sem mættu og réðu ákvörðuninni. Þegar stjórnmálamenn reka alla þá sem heima sátu í nei-réttina að þeim forspurðum eru þeir komnir langt út fyrir boðlega umræðu – einhverjir talnaleikir um að sjötíu prósent þjóðarinnar hafi annað hvort setið heima eða sagt nei. Eiríkur Bergmann Dv.is/blogg/eirikur-bergmann Dólgar hafa orðið Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hluti af ákvarðanatöku ríkisvaldsins. Haldnar um ýmis mál, sem ekki er sátt um, oftast þvert á flokkadrætti. Um þegnskyldu, áfengi, Icesave, stjórnarskrá. Um þær gilda sérstök lög og reglur. Alþingi hefur aldrei gengið gegn niðurstöðu í þjóðaratkvæða- greiðslu og gerir það tæpast núna. Skoðanakannanir er hins vegar misjafnlega fræðilegar tilraunir til að kortleggja skoðanir í samfélaginu. Ýmsir dólgar í röðum óvina nýrrar stjórnarskrár kalla það skoðanakönnun, þegar kosið er um nýja stjórnarskrá. Dólgaorðin eru marklaus þáttur í örvæntingarfullri afneitun niður- stöðunnar. Jónas Kristjánsson Jonas.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.