Fréttablaðið - 02.01.2013, Side 2

Fréttablaðið - 02.01.2013, Side 2
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VESTFIRÐIR Íbúar í Árneshreppi voru án rafmagns í nær fjóra sólarhringa, eða frá aðfaranótt síðastliðins laugardags. Víðtæk bilun varð á rafmagnskerfi á Vest- fjörðum eftir að óveðrið skall þar á fyrir helgi, en viðgerðarmenn frá Orkubúi Vestfjarða unnu hörðum höndum að viðgerðum eftir að veðrinu slotaði. Vonast var til að rafmagn yrði komið á alls staðar á svæðinu eftir viðgerðir gærdags- ins. Kristján Haraldsson orkubús- stjóri segir þetta vera allt of lang- an tíma fyrir fólk að vera í raf- magnsleysi, þó svo að það sé ekki óalgengt á svæðinu að rafmagn fari af. „Nú förum við yfir málin og skoðum afleiðingarnar af þessu veðri,“ segir Kristján. „Við erum að setja línur í jörð á þessum svæðum hægt og rólega, en það er bara svo geypilega dýrt. Ef við tökum bara Árneshreppinn sem dæmi út frá markaðssjónarmiði, þá stendur aldrei undir sér að setja línur í jörð þar vegna þess að íbú- arnir eru svo fáir. En út frá sam- félagslegum sjónarmiðum verður að gera þetta.“ Að sögn Kristjáns kostar á bilinu 400 til 500 milljónir að leggja raf- magnslínur í jörð í Árneshreppi einum. Rúmlega fimmtíu manns eiga lögheimili í hreppnum, en hann er sá fámennasti á landinu öllu. Landsvæðið er þó töluvert stórt, eða um 724 ferkílómetrar. Unnið var að viðgerð á Norður- línu á Trékyllisheiði, Tálknafjarð- arlínu og Breiðdalslínu upp af Kjaranstaðadal í gær. Á gamlárs- kvöld tókst að koma á spennu frá Mjólká til Önundarfjarðar eftir að starfsmenn í Mjólkárvirkjun höfðu lagfært Hrafnseyrarlínu. Dísil- keyrslu lauk á Flateyri og Þing- eyri á tíunda tímanum. Ekki tókst að koma á spennu frá Breiðadal til Ísafjarðar og Bolungarvíkurlínu og er enn þá keyrt þar á varaafli og dísilvélar eru keyrðar í Súðavík og á Suðureyri. sunna@frettabladid.is Voru án rafmagns í nær fjóra sólarhringa Íbúar í Árneshreppi á Vestjförðum voru án rafmagns í nær fjóra sólarhringa eftir óveðrið. Allt of langur tími, segir orkubússtjóri. Nauðsynlegt að leggja línur í jörð þótt þær séu dýrar og standi ekki undir sér. Unnið að viðgerðum í allan gærdag. ÞJÓÐKIRKJAN Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, fagnar því að kirkjan vilji leiða landssöfn- un til tækjakaupa á spítalanum. Agnes M. Sigurðardóttur biskup boðaði slíka söfnun í nýárspre- dikun sinni í Dómkirkjunni í gær. „Undanfarið hefur verið vegið að öryggi landsmanna í heil- brigðismálum, bæði hér í höfuð- borginni og eins úti um landið. Á eina háskólasjúkrahúsi lands- ins, þar sem einkunnarorðin eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun, er tækjakostur það bágborinn og úr sér genginn að til vandræða er,“ sagði Agnes. „Það er nauðsynlegt að finna leiðir til úrbóta því öll viljum við búa við öryggi á hvaða aldri sem við erum og hvar sem við búum. Landspítali er fyrir okkur öll sem búum í þessu landi,“ bætti hún við. Það væri Þjóðkirkjan líka. „Þess vegna vill kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspít- alanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðar- innar hefur einatt skilað miklum árangri.“ „Við höfum ekki rætt þetta, en ég var búinn að heyra óm af þessu frá kirkjunnar mönnum,“ segir Björn Zoëga. „Auðvitað líst okkur alltaf vel á það þegar svona stórt og sterkt afl vill styðja við starfsemina því að það er engin launung að við höfum að miklu leyti þurft að styðjast við gjafir við endurnýjun á vissum tækjum.“ - sh Biskup Íslands segir vegið að heilbrigðisöryggi þjóðarinnar og boðar söfnun á vegum kirkjunnar: Forstjóri LSH fagnar boðaðri landssöfnun AGNES SIG- URÐARDÓTTIR BJÖRN ZOËGA „Aðaláhyggjuefnið er hlýnandi veður sem getur skapað enn frekari snjóflóðahættu,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðukona Snjóflóðaseturs á Ísafirði. Ákveðið var að aflétta rýmingu í Súðavík og Hnífsdal um miðjan dag í gær, og íbúum í tveimur húsum við Seljalandsveg á Ísafirði verður leyft að fara heim aftur. Síðustu daga hafa sjö íbúðarhús á Vestfjörðum staðið tóm vegna hættu á snjóflóðum, en sama hættustig er nú og undanfarna daga. Að sögn Hörpu er mesta hættan í dæmigerðum giljum ofan við bæi þar sem snjór er mikill. Tugir flóða hafa fallið á svæðinu undanfarna daga. Áhyggjur af hlýnandi veðri Elvar Árni, skýtur þetta ekki svolítið skökku við? „Við skjótum nágrannaþjóðum okkar ref fyrir rass.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotveiðifélags íslands en Ísland er í 15. sæti heimslistans yfir byssueign á hvern íbúa. LÖGREGLUMÁL Karlmaður réðst á sjúkraflutningamenn og sló lög- reglukonu í Árbæjarhverfi um eittleytið á nýársnótt. Sjúkrabíll- inn hafði verið sendur í Árbæjar- hverfið þar sem talið var að maður væri veikur. Þegar lög- regla og sjúkralið komu á staðinn lét maðurinn til skarar skríða. Hann var umsvifalaust handtek- inn og vistaður í fangaklefa. Þá skarst tvítug stúlka í andliti eftir að glasi hafði verið hent í hana á veitingastað um fjögur- leytið á nýársnótt. Atvikið átti sér stað á bar við Hafnarstræti. Vitað er hver árásarmaðurinn er, hann hafði sig á brott áður en lögregla kom á staðinn. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. - jhh Fékk glas í andlitið: Réðst á sjúkra- flutningamenn SPURNING DAGSINS FÓLK „Við áttum von á því að hún kæmi yfir hátíð- arnar, en þetta fór eins og við vonuðum og hún ákvað að bíða fram í janúar,“ segir Einar Viðar Viðars- son, nýbakaður og stoltur faðir fyrsta barns ársins 2013. „Það er að vissu leyti betra að fæðast snemma á árinu, upp á skóla og svona, en þetta er auðvitað alltaf dásamlegt, sama hvenær þau koma.“ Einar og kona hans, Berglind Hákonardóttir, eiga fyrir tvö börn; Hákon átta ára og Védísi fjögurra ára. Þau systkinin eiga afmæli í október og desember. Litla stúlkan kom í heiminn klukkan 5.34 og gekk fæðingin vel, að sögn Einars. „Við vorum komin á kvennadeild LSH klukkan tvö eftir að hafa keyrt frá Hvolsvelli,“ segir hann. „Þetta gekk bara mjög vel í alla staði.“ Nýársbarnið var 14 merkur og 49,5 sentimetrar að lengd. Litla stúlkan er enn ekki komin með nafn. „Nú fer maður bara í það að hugsa,“ segir Einar, sem var á leið á Selfoss með nýstækkaðri fjölskyldunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Þar ætla hjónin að hvílast á sjúkrahúsi með dótturina eina nótt áður en þau halda heim á Hvolsvöll. - sv Vel sköpuð stúlka frá Hvolsvelli er fyrsta barn ársins 2013: Beið þar til nýtt ár gekk í garð MEÐ NÝÁRSBARNIÐ Einar Viðar Viðarsson og Berglind Hákonardóttir með nýfædda dóttur sína. MYND/STÖÐ 2 VERSLUN Mun minna seldist af flugeldum um þessi áramót en í fyrra. Veðrið virðist hafa sett strik í reikninginn víða á land- inu, en á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri var sala svipuð milli ára, enda voru veðuraðstæður þar góðar miðað við annars stað- ar á landinu. Hörður Már Harðarson, for- maður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöld að sala hafi gengið illa þar sem veðurófærð spillti samgöngum. Menn hafi rétt náð að selja fyrir kostnaði á flugeldunum, en ekki meira en það. Hörður bendir á að sölustað- ir verði opnir fyrir þrettándann, svo enn sé ekki öll nótt úti. - sv Veðrið setti strik í reikning Flugeldasala dregst saman SLYS Alls létust 23 eintaklingar af slysförum á nýliðnu ári. Er þetta fjölgun um þrjá frá árinu 2011. Tæpur helmingur lést í bílslysi, eða tíu manns, en heima- og frí- tímaslysum fjölgaði á milli áranna 2010 og 2012, úr tveimur í sex. Flest banaslysin voru í mars og desember eða fimm einstaklingar í hvorum mánuði. Þó virðist sem banaslysum hafi fækkað jafnt og þétt síðustu ár, en svo dæmi séu tekin létust 36 árið 2003 og fimmtíu árið 2006. - sv 23 létust af slysförum 2012: Flestir létu lífið í umferðinni Arnór K. Hannibalsson, pró- fessor í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hregg- nasa í Kjós, föstudaginn 28. desemb- er síðastlið- inn, 78 ára að aldri. Hann var kvæntur Nínu Sæunni Sveins- dóttur, fædd árið 1935, en þau skildu árið 1995. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra. Arnór fæddist að Strand- seljum í Ögurhreppi þann 24. mars 1934. Foreldrar hans voru Hannibal Valdimarsson, verkalýðsleiðtogi, þingmaður og ráðherra, og Sólveig Ólafs- dóttir. Arnór Hanni- balsson látinn ALLT Á KAFI Íbúar á Ísafirði stóðu í ströngu í gær við að moka bíla sína úr snjó- köflum. Spáð er hlýnandi veðri næstu daga. MYND HAFÞÓR FÆRRI KAUPA FLUGELDA Svo virðist sem veðrið hafi sett strik í reikninginn hjá flugeldasölunum þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.