Fréttablaðið - 02.01.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 02.01.2013, Síða 6
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 JAPAN Shinzo Abe, nýr forsætis- ráðherra Japans, sér ekki fram á að Japanar geti lifað án kjarnorku- vera. Eigi að takast að koma efna- hagslífinu upp úr þeim doða sem ríkt hefur árum og jafnvel ára- tugum saman sé óhjákvæmilegt að ræsa á ný flest kjarnorkuver landsins og smíða jafnframt nýja kjarnaofna. „Takist okkur ekki að endur- heimta öflugt efnahagslíf, þá á Japan sér enga framtíð,“ sagði hann á sínum fyrsta blaðamanna- fundi eftir að hann varð fyrir helgi forsætisráðherra í annað sinn. Hann kallar nýja hægristjórn sína „kreppulausnarstjórnina“. Vinstristjórn forvera hans, Yoshihiko Noda, hafði lofað því að reisa ekki ný kjarnorkuver í stað þeirra sem gömul eru orðin og úr sér gengin heldur ætti þvert á móti að draga smám saman úr kjarn- orkuvinnslu í landinu með því að stöðva gömlu kjarnorkuverin. Eftir kjarnorkuslysið í Fuku- yama vorið 2011 var starfsemi í öllum kjarnorkuverum landsins stöðvuð meðan kannað var hversu vel þau þyldu náttúruhamfarir eða aðra ógn. Alls eru 54 kjarnorkuofnar í Japan, en aðeins sex þeirra hafa verið teknir í notkun á ný. Fyrir slysið í Fukuyama fengu Japanar þriðjung raforku sinnar úr kjarn- orkuverum, þannig að verulega munar um þennan orkugjafa. Abe virðist hins vegar láta sér fátt finnast um áhyggjur af örygg- ismálum í tengslum við kjarn- orkuna. Aðalatriðið sé að koma kjarnorkuverunum aftur í gang til að styrkja efnahagslífið. Abe var forsætisráðherra um stutt skeið fyrir um sex árum, en síðan þá hafa sex forsætisráð- herrar farið með stjórn í Japan. Hann er þjóðernissinnaður og hyggst ótrauður standa uppi í hárinu á Kínverjum í deilu ríkjanna um yfirráð yfir nokkrum smáeyjum. Íhaldsflokkur hans, LDP, hafði hins vegar stjórnað Japan meira og minna í hálfa öld frá árinu 1995, en hafði glutrað niður fylgi sínu á síðustu árum, allt þar til hann vann stórsigur á ný nú fyrir jólin. gudsteinn@frettabladid.is Shinzo Abe óttast ekki kjarnorkuna Nýr forsætisráðherra Japans ætlar að ná efnahagslífinu á strik, hefja kjarnorku- vinnslu af fullum krafti á ný og standa uppi í hárinu á Kínverjum. Flokkur hans stjórnaði landinu meira og minna frá árinu 1955 þar til fylgið hrundi árið 2009. SHINZO ABE Íhaldsflokkur hans er kominn aftur til valda eftir nokkurra ára hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Shinzo Abe hefur fullan hug á að endurskoða afsökunarbeiðni sem jap- önsk stjórnvöld sendu Suður-Kóreu árið 1993, þar sem viðurkennt var að japanski herinn hefði á stríðsárunum þvingað suðurkóreskar konur til kyn- lífs með japönskum hermönnum. Margir íhaldsmenn í Japan, þar á meðal Abe, hafa verið ósáttir við þessa yfirlýsingu, og sagt að engar sannanir séu fyrir því að konurnar hafi verið þvingaðar til athafna, hvað þá að yfirmenn í japanska hernum hafi átt hlut að þeirri þvingun. Láti Abe nú verða af því að taka afsökunarbeiðnina til baka, að hluta eða öllu leyti, má reikna með að samskiptin við Suður-Kóreu versni mjög. Vill endurskoða afsökunarbeiðni FÍLABEINSSTRÖNDIN Harmleikur varð í Abidjan, stærstu borg Fíla- beinsstrandarinnar, eftir flugeldasýningu á gamlárskvöld þegar meira en sextíu manns tróðust undir hópi fólks og dóu. Flestir hinna látnu voru börn á aldrinum átta til fimmtán ára. Meira en 200 manns slösuðust, en það er enn óljóst hvers vegna örtröðin myndaðist. Björgunarfólk mætti á staðinn um tveimur tímum síðar, að því er erlendir fjölmiðlar herma, en náði ekki að bjarga nema hluta fórnarlambanna. Hörmungarnar dundu yfir klukkan tvö á nýársnótt, þegar fólk var að fara heim af flugeldasýningunni. Ekki er enn ljóst hvað kom múg- æsingunni af stað. - sv Flugeldasýning á Fílabeinsströndinni breyttist í harmleik: Tugir barna tróðust undir UM 200 SLASAÐIR Meira en 60 létust og 200 slösuðust þegar múgæsing braust út eftir flugeldasýningu á Fílabeinsströndinni. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaþing samþykkti á nýársnótt samkomulag þeirra Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Joe Biden varaforseta við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkja- þings. Samkomulagið um lögin sem fara nú fyrir neðri deild bandaríska þingsins koma í veg fyrir að skattar hækki á Bandaríkja- menn í millistétt en við áramótin féllu úr gildi skattalækkanir George Bush, forvera Obama í embætti. Nýju skattalögin voru samþykkt með miklum meirihluta í öld- ungadeildinni. Samkomulagið kemur einnig í veg fyrir niðurskurð á atvinnuleysisbótum, lækkun á launum lækna og hækkun á verði á mjólk næstu tvo mánuðina. Það þýðir að þetta þrætuepli verður aftur tekið upp á næstu vikum. „Þótt hvorki demókratar né repúblikan- ar hafi náð markmiðum sínum er þetta rétt ákvörðun fyrir þjóðina svo fulltrúaþing- ið ætti að samþykkja þessi lög án tafar,“ sagði Obama forseti eftir að málið var leitt til lykta á nýársnótt. Obama er viss um að lögin muni auka hagvöxt í Bandaríkjunum og minnka fjárlagahallann. - bþh Barack Obama forseti ánægður með samkomulag um skattalög á Bandaríkjaþingi: Samkomulag um skattalögin í höfn BÚIÐ Í BILI Obama lýsti ánægju sinni með niðurstöðu þings- ins í skattamálunum. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvar í heiminum vilja læknar leggja blátt bann við öfl ugustu fl ugeldunum? 2. Hvað heitir forsætisráðherra Indlands? 3. Hvenær var síðast jafn víðtækt raf- magnsleysi á landinu eins og á Vest- fjörðum undanfarna daga? SVÖR 1. Í Svíþjóð 2. Manmohan Singh 3. Árið 1995 HEIÐRUÐ Á BESSASTÖÐUM HLUTU FÁLKAORÐUNA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi tíu Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Orðan er veitt tvisvar á ári en í þetta skipti hlutu orðuna Eggert Pétursson myndlist- armaður, Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri, Helga Birna Gunnarsdóttir þroskaþjálfi, Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri, Kristín Guðmundsdóttir íþróttakennari, Kristján Eyjólfsson læknir, Magnús Geir Þórðarson leik- hússtjóri, Sveinn Elías Jónsson, bóndi og byggingameistari, og Þórir Baldursson tónlistarmaður. Allir voru sæmdir riddara- krossi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.