Fréttablaðið - 02.01.2013, Page 8
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Líf hefur á ný færst í íslenskan
hlutabréfamarkað á síðustu miss-
erum eftir ládeyðu í kjölfar banka-
hrunsins þegar markaðurinn nær
þurrkaðist út. Síðustu misser-
in hafa helstu kauptækifærin í
Kauphöllinni reynst vera nýskráð
fyrir tæki sem hafa raunar hækk-
að ótrúlega mikið í verði síðustu
tvö ár. Fréttablaðið heldur áfram
að gera upp árið 2012 í viðskipta-
lífinu.
Úrvalsvísitala Kauphallarinn-
ar var endurræst í 1.000 stigum í
upphafi árs 2009 eftir bankahrun-
ið. Næstu mánuði hrundi vísitalan
niður í um 560 stig í mars það ár
en var aftur komin upp í 1.000 stig
í apríl 2010. Síðan hefur vísitalan
sveiflast í kringum þúsund stigin
og sat í tæplega 1.050 stigum þegar
þetta var ritað.
Veltan á hlutabréfamarkaði
hefur hægt og bítandi verið að
aukast á þessum tíma þótt hún sé
enn hvergi nærri þeirri veltu sem
var vanaleg á árunum fyrir banka-
hrunið.
Nýskráð félög hækkað mikið
Sérstaka athygli hefur vakið góður
gangur nýskráðra félaga sem og
þeirra sem hafa ráðist í umtals-
verðar hlutafjáraukningar. Senu-
þjófurinn í Kauphöllinni síðustu
tvö ár hefur þannig verið Ice-
landair Group.
Framtakssjóður Íslands keypti í
júní árið 2010 30% hlut í Icelandair
Group á genginu 2,5. Síðan hefur
virði bréfa í fyrirtækinu aukist
verulega og var gengið 8,22 þegar
þetta var ritað. Jafngildir það ríf-
lega 230% hækkun á virði frá
kaupum Framtakssjóðsins.
Fyrsta nýja félagið til að vera
skráð í Kauphöllina frá banka-
hruni var Hagar sem voru seldir
í almennu hlutafjárútboði á geng-
inu 13,5. Rétt fyrir áramót, rúmu
ári seinna, var gengi bréfanna 22,8
sem jafngildir tæplega 70% verð-
hækkun á einu ári.
Á þessu ári hafa svo þrjú ný
félög verið skráð í Kauphöllina;
Reginn í sumar og Eimskip og
Vodafone undir lok árs. Reginn
hefur hækkað um ríflega 30% á
hálfu ári en sennilega er enn of
snemmt að meta leitni bréfa Eim-
skips og Vodafone.
Höftin ýta undir hækkanir
Skýringar á þróun hlutabréfa-
verðs eru í fæstum tilfellum þær
nákvæmlega sömu. Hækkun verðs
hlutabréfa Icelandair Group verð-
ur þannig sennilega skýrð að hluta
með mikilli fjölgun ferðamanna
sem heimsótt hafa Ísland síðustu
ár en fyrirtækið er hið stærsta
í íslenskri ferðaþjónustu. Þróun
ferðamannastraumsins hefur
aftur á móti líklega haft lítið að
segja um hækkun hlutabréfaverðs
hinna félaganna sem hér hafa verið
nefnd.
Þó má nefna tvö atriði sem
almennt eru talin hafa haft mikið
að segja. Annars vegar svokallað-
an útboðsafslátt sem yfirleitt ein-
kennir útboðsverð félaga sem til
stendur að skrá á markað og hins
vegar áhrif gjaldeyrishaftanna á
fjárfestingarumhverfi hér innan-
lands.
Eitt helsta einkenni hluta-
fjárútboða er að hlutabréfaverð
nýskráðra félaga hefur tilhneig-
ingu til að hækka nokkuð meira
fyrst eftir skráningu en sem nemur
hækkun vísitölu. Þetta þýðir að það
verð sem hlutabréf eru boðin á í
útboðum á það til að vera nokkru
lægra en sem nemur verðlagningu
fjárfesta á bréfunum. Samkvæmt
bandarískum rannsóknum hefur
þessi svokallaði útboðsafsláttur
numið 16,8% að meðaltali þar í
landi en sama fyrir bæri þekkist
víðast hvar. Frekari skýringu á
því má finna í kassa hér til hlið-
ar. Hitt atriðið sem hér var nefnt
til sögunnar sem skýring á mikl-
um hækkunum á hlutabréfaverði
nýskráðra félaga var fjárfestingar-
umhverfið hér innanlands. Gjald-
eyrishöftin sem nú eru í gildi gera
það að verkum að innlendir fjár-
festar (svo sem lífeyrissjóðirnir
sem hafa um 100 til 150 milljarða
fjárfestingarþörf á ári) hafa mjög
takmörkuð úrræði til fjárfestinga
utan Íslands. Það sama gildir um
eigendur þeirra hundruða millj-
arða sem eru í eigu erlendra fjár-
festa sem læstust inni í landinu
þegar gjaldeyrishöftin voru sett á.
Þar sem mögulegir fjárfesting-
arkostir fyrir þessa peninga eru
tiltölulega fáir hafa margir varað
við því að gjaldeyrishöftin ýti
undir bólumyndun á innlendum
eignamörkuðum.
Hér skal ekki fullyrt hvort slík
þróun er hafin en þó er væntanlega
óhætt að segja að gjaldeyrishöfin
hafi ekki verið dragbítur á verði
íslenskra hlutabréfa síðustu ár.
Fleiri skráningar í vændum
Eins og áður sagði hafa fjögur
íslensk fyrirtæki verið skráð á
hlutabréfamarkað á síðustu þrett-
án mánuðum. Búist er við því að
skráðum félögum fjölgi nokkuð
áfram á árinu 2013 en meðal fyr-
irtækja sem hafa verið orðuð við
skráningu eru Advania, N1, Ice-
landic Group, Prómens, Sjóvá,
Tryggingamiðstöðin, Skeljungur
og Reitir. Það er því líklegt að fjár-
festum bjóðist áfram spennandi
fjárfestingartækifæri í nýskráðum
félögum á næstu misserum.
magnusl@frettabladid.is
NISSAN MICRA VISIA
Nýskr. 09/11, ekinn 11 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.990 þús.
Rnr.102122.
Mikið úrval af nýlegum, lítið eknum
bílum á frábæru verði!
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
NISSAN QASHQAI+2 SE 4x4
Nýskr. 03/12, ekinn 9 þús km.
bensín, sjálfskiptur, 7 manna
Rnr.151594.
HYUNDAI i30 CLASSIC
Nýskr. 11/10, ekinn 17 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.190 þús.
Rnr.160015.
FORD GALAXY TREND 7 manna
Nýskr. 06/11, ekinn 38 þús km.
dísel, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.490 þús.
Rnr.130383.
HYUNDAI i10
Nýskr. 06/10, ekinn 36 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.290 þús.
Rnr.190685.
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 05/12, ekinn 27 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.790 þús.
Rnr.130383.
HYUNDAI IX35 GLS
Nýskr. 04/12, ekinn 10 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.990 þús.
Rnr.102131.
Frábær kaup kr.
5.290 þús.
Gerðu frábærhjá Bílalandi BL
Gott úrval
af 4x4 bílum
Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!
Ný félög hafa hækkað
mikið í Kauphöllinni
Skráðum félögum á íslenska hlutabréfamarkaðinum fjölgaði um þrjú á árinu með
hlutafjárútboðum Regins, Eimskips og Vodafone. Hlutabréfaverð nýskráðra félaga
hefur hækkað mikið í Kauphöllinni síðustu tvö ár. Fleiri skráningar eru í vændum.
10000
8000
6000
4000
2000
0
600
480
360
240
120
0
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Þú
su
nd
Gömul úrvalsvísitala (vinstri ás)
Ný úrvalsvísitala OMXI6 (vinstri ás)
Heildarvelta í milljónum króna (hægri ás)
Þróun hlutabréfamarkaðar 2004 til 2012
350
300
250
200
150
100
50
➜ Þróun hlutabréfa nýrra félaga 2010 til 2012
Icelandair Group
Eimskip
Hagar
Vodafone
Reginn
Úrvalsvísitala
2010 2011 2012
20.000
15.000
10.000
5.000
0
1.200
1.025
850
675
500
2009 2010 2011 2012
➜ Þróun hlutabréfamarkaðar 2009 til 2012
Heildarvelta (vinstri ás)
Linear (Heildarvelta í milljónum króna (vinstri ás))
Úrvalsvísitala OMXI6 (hægri ás)
M
ill
jó
ni
r k
ró
na